Íran hafnar skilyrðum Bidens fyrir kjarnorkusamningi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2020 18:26 Joe Biden, sem tekur við embætti Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi, hefur lýst yfir áhuga um að endurvekja kjarnorkusamninginn við Íran. Getty/Mark Makela Íran hefur hafnað skilyrðum sem ný stjórn Joe Bidens, verðandi Bandaríkjaforseta, hefur sett vegna endurupptöku kjarnorkusamnings milli ríkjanna. Biden hefur lýst yfir vilja til að endurvekja samninginn, sem gerður var árið 2015 en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró landið einhliða úr. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, sagði í dag að Bandaríkin þurfi sjálf að samþykkja skilyrði sem sett hafa verið á þau. Verðandi ríkisstjórn Bidens hefur sett ákveðin skilyrði sem Íran verður að samþykkja áður en ríkin ganga að samningsborðinu. Þá hefur hann lýst því yfir að gangist Íran við ströngum skilyrðunum muni Bandaríkin lyfta viðskiptaþvingunum sem Trump lagði á ríkið eftir að hann dró Bandaríkin úr samningnum í maí 2018. Þvinganirnar beindust sérstaklega að olíuframleiðendum og fjármálastofnunum landsins. Ætla að auka auðgun úrans verði viðskiptaþvingunum ekki aflétt Síðan Bandaríkin drógu sig úr samningnum hefur kjarnorkuframleiðsla í Íran verið mun meiri en segir til í samningnum frá árinu 2015. Það hefur vakið upp miklar vangaveltur þess efnis hvort kjarnorkuframleiðslan sé í þeim tilgangi að framleiða kjarnavopn. Yfirvöld í Íran hafa hins vegar neitað því og segja kjarnorkustarfsemi landsins friðsamlega. Samningurinn sem undirritaður var árið 2015 var gerður á milli Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Rússlands og Kína auk Íran. Í gær, miðvikudag, samþykkti íranska þingið ný lög sem munu koma í veg fyrir að eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna geti fylgst með kjarnorkustarfsemi ríkisins. Þá segir í lögunum að auka skuli auðgun úrans upp í 20% verði viðskiptaþvingunum ekki létt á næstu tveimur mánuðum. Það er mun meira en segir til í kjarnorkusamningnum, en þar kemur skýrt fram að auðgun úrans megi ekki ná yfir 3,67 prósent. Íran Bandaríkin Joe Biden Orkumál Tengdar fréttir Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43 Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43 Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. 27. nóvember 2020 15:05 Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Biden hefur lýst yfir vilja til að endurvekja samninginn, sem gerður var árið 2015 en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró landið einhliða úr. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, sagði í dag að Bandaríkin þurfi sjálf að samþykkja skilyrði sem sett hafa verið á þau. Verðandi ríkisstjórn Bidens hefur sett ákveðin skilyrði sem Íran verður að samþykkja áður en ríkin ganga að samningsborðinu. Þá hefur hann lýst því yfir að gangist Íran við ströngum skilyrðunum muni Bandaríkin lyfta viðskiptaþvingunum sem Trump lagði á ríkið eftir að hann dró Bandaríkin úr samningnum í maí 2018. Þvinganirnar beindust sérstaklega að olíuframleiðendum og fjármálastofnunum landsins. Ætla að auka auðgun úrans verði viðskiptaþvingunum ekki aflétt Síðan Bandaríkin drógu sig úr samningnum hefur kjarnorkuframleiðsla í Íran verið mun meiri en segir til í samningnum frá árinu 2015. Það hefur vakið upp miklar vangaveltur þess efnis hvort kjarnorkuframleiðslan sé í þeim tilgangi að framleiða kjarnavopn. Yfirvöld í Íran hafa hins vegar neitað því og segja kjarnorkustarfsemi landsins friðsamlega. Samningurinn sem undirritaður var árið 2015 var gerður á milli Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Rússlands og Kína auk Íran. Í gær, miðvikudag, samþykkti íranska þingið ný lög sem munu koma í veg fyrir að eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna geti fylgst með kjarnorkustarfsemi ríkisins. Þá segir í lögunum að auka skuli auðgun úrans upp í 20% verði viðskiptaþvingunum ekki létt á næstu tveimur mánuðum. Það er mun meira en segir til í kjarnorkusamningnum, en þar kemur skýrt fram að auðgun úrans megi ekki ná yfir 3,67 prósent.
Íran Bandaríkin Joe Biden Orkumál Tengdar fréttir Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43 Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43 Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. 27. nóvember 2020 15:05 Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43
Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43
Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. 27. nóvember 2020 15:05
Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00