Ferðast 114 ár aftur í tímann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. desember 2020 20:00 Finnur Arnar og Þórarinn Blöndal myndlistarmenn hafa hannað og unnið að götumynd Aðalstrætis eins og það leit út fyrir 114 árum. Vísir/Egill Nákvæm götumynd af Aðalstræti, eins og hún leit út fyrir hundrað og fjórtán árum, var flutt á Landnámssýninguna í dag. Þar verður hægt að skyggnast inn í fortíðina og sjá hvernig fólk lifði og bjó í miðbæ Reykjavíkur á þessum tíma. Árið 2011 fékk einstaklingur þá Finn Arnar og Þórarinn Blöndal myndlistarmenn til að endurgera Aðalstræti eins og það leit út árið 1906. Reykjavíkurborg keyptir svo módelið af honum á þessu ári og þeir hafa síðustu mánuði unnið við það og bætt tíu húsum í götumyndina. En við módelsmíðina hafa þeir aðallega stuðst við myndir af Aðalstræti á þessum tíma. „Það er balsamviður í mikið af húsakostinum í módelinu, plastefni, sandur, möl og fundið og stolið efni, en við höfum stolið ýmsu í þetta, ef við teljum að það henti þá er því stungið í vasann, segir Finnur Arnar og brosir. Myndlistarmennirnir segjast hafa lært mikið um Reykjavík fyrri tíma við módelsmíðina, til að mynda hvernig lífið gekk fyrir sig. „Hljóðheimurinn á þessum tíma var allur annar en nú. Þarna eru bara dýr, fuglar, menn og sjávarhljóð sem búa til hljóðin, engar vélar. Svo er það lyktin, því allt klóak var ofanjarðar þannig að þú getur ímyndað þér hvernig lyktin var á sólríkum degi,“ segir Þórarinn Blöndal. Húsin eru afar raunveruleg og eins og maður sé komið heila öld aftur í tímann.Vísir/Egill Götumyndin ásamt sýndarveruleika verður sett upp í Aðalstræti 10 og verður þá hluti af Landnámssýningunni en göng verða á milli Aðalstrætis 16 þar sem sýningin er nú til húsa og Aðalstrætis 10. Hljóðmynd hefur þegar verið gerð frá hverju og einu húsi í módelinu til að mynda er hægt að heyra félaga í Hjálpræðishernum syngja. Helga Maureen Gylfadóttir verkefnastjóri hjá Borgarsögusafninu segir enn fremur að hægt verði að fylgjast með mannlífinu í Aðalstræti á þessum tíma. „Einhverjir eru að fara á ball á Hótel Íslandi, svo eru þeir sem skreppa í bíó í Fjalakettinum, einhverir eru að rífast yfir launum og einn að biðja stúlku þannig að það er ýmislegt í gangi árið 1906“ segir Helga. Módelið var flutt frá Eyjaslóð 9 þar sem myndlistarmennirnir hafa unnið við það og í Aðalstræti 10 í dag. Þeir Finnur Arnar og Þórarinn segja þó að verkið sé ekki alveg búið, þeir muni áfram vinna að módelinu, jafnvel eftir að sýningin opnar. Búist við að sýningin verði opnuð í Aðalstræti þegar aðstæður leyfa. Módelið er komið í Aðalstræti 10 sem verður framtíðarstaður þess.Vísir/Sigurjón Menning Söfn Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa Sjá meira
Árið 2011 fékk einstaklingur þá Finn Arnar og Þórarinn Blöndal myndlistarmenn til að endurgera Aðalstræti eins og það leit út árið 1906. Reykjavíkurborg keyptir svo módelið af honum á þessu ári og þeir hafa síðustu mánuði unnið við það og bætt tíu húsum í götumyndina. En við módelsmíðina hafa þeir aðallega stuðst við myndir af Aðalstræti á þessum tíma. „Það er balsamviður í mikið af húsakostinum í módelinu, plastefni, sandur, möl og fundið og stolið efni, en við höfum stolið ýmsu í þetta, ef við teljum að það henti þá er því stungið í vasann, segir Finnur Arnar og brosir. Myndlistarmennirnir segjast hafa lært mikið um Reykjavík fyrri tíma við módelsmíðina, til að mynda hvernig lífið gekk fyrir sig. „Hljóðheimurinn á þessum tíma var allur annar en nú. Þarna eru bara dýr, fuglar, menn og sjávarhljóð sem búa til hljóðin, engar vélar. Svo er það lyktin, því allt klóak var ofanjarðar þannig að þú getur ímyndað þér hvernig lyktin var á sólríkum degi,“ segir Þórarinn Blöndal. Húsin eru afar raunveruleg og eins og maður sé komið heila öld aftur í tímann.Vísir/Egill Götumyndin ásamt sýndarveruleika verður sett upp í Aðalstræti 10 og verður þá hluti af Landnámssýningunni en göng verða á milli Aðalstrætis 16 þar sem sýningin er nú til húsa og Aðalstrætis 10. Hljóðmynd hefur þegar verið gerð frá hverju og einu húsi í módelinu til að mynda er hægt að heyra félaga í Hjálpræðishernum syngja. Helga Maureen Gylfadóttir verkefnastjóri hjá Borgarsögusafninu segir enn fremur að hægt verði að fylgjast með mannlífinu í Aðalstræti á þessum tíma. „Einhverjir eru að fara á ball á Hótel Íslandi, svo eru þeir sem skreppa í bíó í Fjalakettinum, einhverir eru að rífast yfir launum og einn að biðja stúlku þannig að það er ýmislegt í gangi árið 1906“ segir Helga. Módelið var flutt frá Eyjaslóð 9 þar sem myndlistarmennirnir hafa unnið við það og í Aðalstræti 10 í dag. Þeir Finnur Arnar og Þórarinn segja þó að verkið sé ekki alveg búið, þeir muni áfram vinna að módelinu, jafnvel eftir að sýningin opnar. Búist við að sýningin verði opnuð í Aðalstræti þegar aðstæður leyfa. Módelið er komið í Aðalstræti 10 sem verður framtíðarstaður þess.Vísir/Sigurjón
Menning Söfn Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa Sjá meira