Paolo Rossi kvaddi okkur í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2020 07:30 Paolo Rossi á hápunkti ferils síns á heimsmeistaramótinu á Spáni 1982 þar sem hann varð heimsmeistari, markakóngur og besti leikmaður. Getty/Mark Leech Árið 2020 heldur áfram að taka. Ítalska knattspyrnugoðsögnin Paolo Rossi lést í gær 64 ára að aldri. Paolo Rossi er önnur stjarna heimsmeistarakeppni í knattspyrnu sem yfirgefur okkur á stuttum tíma því Diego Maradona lést í lok nóvember. Paolo Rossi var markakóngur og besti leikmaður heimsmeistarakeppninnar á Spáni árið 1982 þegar Ítalir urðu heimsmeistarar í þriðja sinn. Ítalska sjónvarpsstöðin RAI Sport tilkynnti um fráfall Rossi en hann var knattspyrnusérfræðingur hjá stöðinni. Rossi skoraði sex mörk á HM á Spáni en öll mörkin komu í þremur síðustu leikjum ítalska liðsins, þrenna í mikilvægum sigri á Brasilíu, tvö mörk í undanúrslitum á móti Póllandi og loks fyrsta markið í sigri á Vestur-Þjóðverjum í úrslitaleiknum. Paolo Rossi, Italian football great and World Cup winner, dies aged 64 https://t.co/WdOmTquRTd— Guardian sport (@guardian_sport) December 10, 2020 Cappelletti Federica, eiginkona Rossi, staðfesti fréttirnar með því að birta minningarorð um eiginmann sinn á Instagram en hvergi hefur komið fram úr hverju Paolo Rossi lést. Paolo Rossi lék með Juventus á hápunkti ferils síns og varð tvisvar ítalskur meistari og tvisvar Evrópumeistari með liðinu. Rossi er aðeins einn þriggja leikmanna sem hefur unnið öll verðlaun í boði á einni heimsmeistarakeppni, það er Gullskóinn sem markahæsti leikmaður, Gullhnöttinn sem besti leikmaður og svo gullverðlaun sem heimsmeistari. Hann afrekaði þetta eins og áður sagði með Ítalíu 1982 en hinir eru Garrincha með Brasilíu árið 1962 og Mario Kempes með Argentínu árið 1978. Rossi skoraði alls níu mörk fyrir Ítalíu á heimsmeistaramótum og er markahæsti leikmaður þjóðarinnar ásamt þeim Roberto Baggio og Christian Vieri. Ítalski boltinn HM 2022 í Katar Ítalía Andlát Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Sjá meira
Paolo Rossi er önnur stjarna heimsmeistarakeppni í knattspyrnu sem yfirgefur okkur á stuttum tíma því Diego Maradona lést í lok nóvember. Paolo Rossi var markakóngur og besti leikmaður heimsmeistarakeppninnar á Spáni árið 1982 þegar Ítalir urðu heimsmeistarar í þriðja sinn. Ítalska sjónvarpsstöðin RAI Sport tilkynnti um fráfall Rossi en hann var knattspyrnusérfræðingur hjá stöðinni. Rossi skoraði sex mörk á HM á Spáni en öll mörkin komu í þremur síðustu leikjum ítalska liðsins, þrenna í mikilvægum sigri á Brasilíu, tvö mörk í undanúrslitum á móti Póllandi og loks fyrsta markið í sigri á Vestur-Þjóðverjum í úrslitaleiknum. Paolo Rossi, Italian football great and World Cup winner, dies aged 64 https://t.co/WdOmTquRTd— Guardian sport (@guardian_sport) December 10, 2020 Cappelletti Federica, eiginkona Rossi, staðfesti fréttirnar með því að birta minningarorð um eiginmann sinn á Instagram en hvergi hefur komið fram úr hverju Paolo Rossi lést. Paolo Rossi lék með Juventus á hápunkti ferils síns og varð tvisvar ítalskur meistari og tvisvar Evrópumeistari með liðinu. Rossi er aðeins einn þriggja leikmanna sem hefur unnið öll verðlaun í boði á einni heimsmeistarakeppni, það er Gullskóinn sem markahæsti leikmaður, Gullhnöttinn sem besti leikmaður og svo gullverðlaun sem heimsmeistari. Hann afrekaði þetta eins og áður sagði með Ítalíu 1982 en hinir eru Garrincha með Brasilíu árið 1962 og Mario Kempes með Argentínu árið 1978. Rossi skoraði alls níu mörk fyrir Ítalíu á heimsmeistaramótum og er markahæsti leikmaður þjóðarinnar ásamt þeim Roberto Baggio og Christian Vieri.
Ítalski boltinn HM 2022 í Katar Ítalía Andlát Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Sjá meira