Tryggði sér sæti í úrslitum á Evrópumóti unglinga á sínu fyrsta móti í tíu mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2020 09:30 Jónas Ingi Þórisson var að vonum kátur eftir að sætið í úrslitum voru tryggð. Skjámynd/Youtube Jónas Ingi Þórisson braut blað í íslenskri fimleikasögu í gær með því að vinna sér inn sæti í úrslitum í fjölþraut og á stökki á Evrópumóti í unglingaflokki í áhaldafimleikum. Það sem gerir þennan árangur Jónasar enn athyglisverðari fyrir þær sakir að síðasta mót sem Jónas Ingi keppti á var Bikarmót FSÍ sem fram fór í febrúar á þessu ári og því eru 10 mánuðir frá því að hann keppti síðast. Á þessu tímabili hefur auðvitað kórónuveirufaraldurinn einnig sett stórt strik í reikninginn þar sem Jónas hefur tvisvar sinnum þurft að gera hlé frá æfingum vegna sóttvarnarreglna á Íslandi. „Aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með eljusemi og metnaði Jónasar Inga þar sem hann hefur snúið til baka til æfingar eins og sannur íþróttamaður og sett sér háleit markmið sem hann náði í dag,“ segir í frétt á heimasíðu Fimleikasambands Íslands. „Þetta er búið að vera markmiðið hjá mér á þessu móti og ég er búinn að æfa mjög stíft síðustu mánuði. Þetta var var bara draumurinn að komast í úrslit í fjölþraut og í stökkúrslitin líka. Mér líður vel. Ég gerði mitt besta og það dugði,“ sagði Jónas Ingi Þórisson hógvær í viðtali í myndbandi Fimleikasambandsins sem sjá má hér fyrir neðan en þar eru einnig svipmyndir frá æfingum hans í gær. watch on YouTube „Inn á milli þá hef ég ekki getað æft og þá er erfitt að koma sér aftur í form. Síðustu mánuði er ég búinn að æfa ansi vel enda skilaði það sér,“ sagði Jónas Ingi. Róbert Kristmannsson landsliðsþjálfari Íslands var að vonum stoltur af sínum manni og hafði hann þetta um árangurinn að segja: „Frábær árangur hjá ótrúlegum íþróttamanni, ef þú elskar það sem þú ert að gera og ert tilbúinn að leggja á þig vinnuna, þá eru þér allir vegir færir,“ sagði Róbert í fyrrnefndri frétt. Evrópumót unglinga fer fram í Tyrklandi dagana 9. til 13. desember, Jónas Ingi mun keppa til úrslita í fjölþraut þann 11. desember og í úrslitum á stökki 13. desember. Jónas Ingi hann er til viðbótar varamaður í úrslitum á gólfi og tvíslá. Fimleikar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Það sem gerir þennan árangur Jónasar enn athyglisverðari fyrir þær sakir að síðasta mót sem Jónas Ingi keppti á var Bikarmót FSÍ sem fram fór í febrúar á þessu ári og því eru 10 mánuðir frá því að hann keppti síðast. Á þessu tímabili hefur auðvitað kórónuveirufaraldurinn einnig sett stórt strik í reikninginn þar sem Jónas hefur tvisvar sinnum þurft að gera hlé frá æfingum vegna sóttvarnarreglna á Íslandi. „Aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með eljusemi og metnaði Jónasar Inga þar sem hann hefur snúið til baka til æfingar eins og sannur íþróttamaður og sett sér háleit markmið sem hann náði í dag,“ segir í frétt á heimasíðu Fimleikasambands Íslands. „Þetta er búið að vera markmiðið hjá mér á þessu móti og ég er búinn að æfa mjög stíft síðustu mánuði. Þetta var var bara draumurinn að komast í úrslit í fjölþraut og í stökkúrslitin líka. Mér líður vel. Ég gerði mitt besta og það dugði,“ sagði Jónas Ingi Þórisson hógvær í viðtali í myndbandi Fimleikasambandsins sem sjá má hér fyrir neðan en þar eru einnig svipmyndir frá æfingum hans í gær. watch on YouTube „Inn á milli þá hef ég ekki getað æft og þá er erfitt að koma sér aftur í form. Síðustu mánuði er ég búinn að æfa ansi vel enda skilaði það sér,“ sagði Jónas Ingi. Róbert Kristmannsson landsliðsþjálfari Íslands var að vonum stoltur af sínum manni og hafði hann þetta um árangurinn að segja: „Frábær árangur hjá ótrúlegum íþróttamanni, ef þú elskar það sem þú ert að gera og ert tilbúinn að leggja á þig vinnuna, þá eru þér allir vegir færir,“ sagði Róbert í fyrrnefndri frétt. Evrópumót unglinga fer fram í Tyrklandi dagana 9. til 13. desember, Jónas Ingi mun keppa til úrslita í fjölþraut þann 11. desember og í úrslitum á stökki 13. desember. Jónas Ingi hann er til viðbótar varamaður í úrslitum á gólfi og tvíslá.
Fimleikar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira