Kona fékk ofgreiddar bætur, missti húsið og Tryggingastofnun uppskar 65 þúsund krónur Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2020 11:53 Tryggingastofnun krafðist nauðungasölu á fasteign konunnar við innheimtu á 590 þúsund krónum. Sneri innheimtan að ofgreiddum bótum. Sigríður Lillý Baldursdóttir er forstjóri TR. Umboðsmaður Alþingis telur að Tryggingastofnun hafi ekki gætt meðalhófs við innheimtu í máli konu sem krafin var um endurgreiðslu á 590 þúsund krónum vegna ofgreiddra bóta. Stofnunin krafðist nauðungarsölu á fasteign í eigu konunnar sem boðin var upp og seld á 23 milljónir króna. Tryggingastofnun fékk um 65 þúsund krónur í sinn hlut eftir að innheimtukostnaður hafði verið dreginn frá en eftirstöðvarnar voru afskrifaðar. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis sem birt var í dag. Þar segir að þrátt fyrir að Tryggingastofnun hafi heimildir til að krefjast endurgreiðslu á ofgreiddum bótum beri stofnuninni að gæta meðalhófs við slíka innheimtu. „Af því leiðir að stofnuninni er skylt að meta fyrir fram hvort krefjast eigi nauðungarsölu á heimilum bótaþega.“ Aflaði tekna erlendis á sama tíma og hún þáði endurhæfingarlífeyri Í álitinu kemur fram að samkvæmt gögnum hafi konan fengið greiddan endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun á árinu 2016. Á sama ári hafi hún aflað tekna erlendis. Að mati stofnunarinnar höfðu tekjurnar í för með sér að hún hafði fengið ofgreiddar bætur á árinu, alls um 590 þúsund krónur. Tryggingastofnun byggði aðgerðir sínar á að einstaklingurinn sem átti í hlut hefði sýnt af sér tómlæti í málinu. Hafi konan ekki brugðist við innheimtubréfum og hefði því haft tækifæri til að afstýra því að málið færi á þennan veg. Kjartan Bjarni Björgvinsson er settur umboðsmaður Alþingis.EFTA Brást skyldum sínum Settur umboðsmaður segir í álitinu að Tryggingastofnun hafi ekki rannsakað nægilega hvers eðlis erlendar tekjur konunnar voru, auk þess sem stofnunin hafi látið hjá líða að upplýsa konuna um rétt hennar til að óska eftir undanþágu frá endurkröfunni. „Þá láðist stofnuninni að leggja á það mat hvort nauðsynlegt væri að krefjast nauðungarsölu á heimili [konunnar], í samræmi við meðalhófsregluna, áður en salan fór fram.“ Í álitinu segir að við þessar aðstæður hafi engu að síður hvílt á stofnuninni ákveðnar skyldur sem stofnunin hafi brugðist. Þannig hefði Tryggingastofnun ekki lagt mat á nauðsyn þess að fara fram á nauðungarsölu til að innheimta kröfuna áður en það var gert. Ekki hefði heldur verið upplýst með fullnægjandi hætti hversu há endurkrafan ætti að vera eða veittar leiðbeiningar um að hægt væri að óska eftir undanþágu frá henni. Leiti leiða til að rétta hlut viðkomandi Í áliti setts umboðsmanns mælist hann til að Tryggingastofnun leiti leiða til að rétta hlut viðkomandi, kæmi fram beiðni þess efnis. „Að öðru leyti yrði það að vera verkefni dómstóla að meta réttaráhrif annmarkanna, yrði sú leið fyrir valinu. Þá beindi settur umboðsmaður því til stofnunarinnar að meta hvort tilefni væri til að taka almennt verklag hennar til skoðunar til að tryggja að meðferð endurkröfumála væri í samræmi við lög að því er varðaði að leiðbeina einstaklingum um að þeir gætu sótt um undanþágu frá endurkröfu,“ segir á vef umboðsmanns. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Félagsmál Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Tryggingastofnun fékk um 65 þúsund krónur í sinn hlut eftir að innheimtukostnaður hafði verið dreginn frá en eftirstöðvarnar voru afskrifaðar. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis sem birt var í dag. Þar segir að þrátt fyrir að Tryggingastofnun hafi heimildir til að krefjast endurgreiðslu á ofgreiddum bótum beri stofnuninni að gæta meðalhófs við slíka innheimtu. „Af því leiðir að stofnuninni er skylt að meta fyrir fram hvort krefjast eigi nauðungarsölu á heimilum bótaþega.“ Aflaði tekna erlendis á sama tíma og hún þáði endurhæfingarlífeyri Í álitinu kemur fram að samkvæmt gögnum hafi konan fengið greiddan endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun á árinu 2016. Á sama ári hafi hún aflað tekna erlendis. Að mati stofnunarinnar höfðu tekjurnar í för með sér að hún hafði fengið ofgreiddar bætur á árinu, alls um 590 þúsund krónur. Tryggingastofnun byggði aðgerðir sínar á að einstaklingurinn sem átti í hlut hefði sýnt af sér tómlæti í málinu. Hafi konan ekki brugðist við innheimtubréfum og hefði því haft tækifæri til að afstýra því að málið færi á þennan veg. Kjartan Bjarni Björgvinsson er settur umboðsmaður Alþingis.EFTA Brást skyldum sínum Settur umboðsmaður segir í álitinu að Tryggingastofnun hafi ekki rannsakað nægilega hvers eðlis erlendar tekjur konunnar voru, auk þess sem stofnunin hafi látið hjá líða að upplýsa konuna um rétt hennar til að óska eftir undanþágu frá endurkröfunni. „Þá láðist stofnuninni að leggja á það mat hvort nauðsynlegt væri að krefjast nauðungarsölu á heimili [konunnar], í samræmi við meðalhófsregluna, áður en salan fór fram.“ Í álitinu segir að við þessar aðstæður hafi engu að síður hvílt á stofnuninni ákveðnar skyldur sem stofnunin hafi brugðist. Þannig hefði Tryggingastofnun ekki lagt mat á nauðsyn þess að fara fram á nauðungarsölu til að innheimta kröfuna áður en það var gert. Ekki hefði heldur verið upplýst með fullnægjandi hætti hversu há endurkrafan ætti að vera eða veittar leiðbeiningar um að hægt væri að óska eftir undanþágu frá henni. Leiti leiða til að rétta hlut viðkomandi Í áliti setts umboðsmanns mælist hann til að Tryggingastofnun leiti leiða til að rétta hlut viðkomandi, kæmi fram beiðni þess efnis. „Að öðru leyti yrði það að vera verkefni dómstóla að meta réttaráhrif annmarkanna, yrði sú leið fyrir valinu. Þá beindi settur umboðsmaður því til stofnunarinnar að meta hvort tilefni væri til að taka almennt verklag hennar til skoðunar til að tryggja að meðferð endurkröfumála væri í samræmi við lög að því er varðaði að leiðbeina einstaklingum um að þeir gætu sótt um undanþágu frá endurkröfu,“ segir á vef umboðsmanns. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Félagsmál Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu