Robinho var um tíma stórstjarna í fótboltaheiminum sem spilaði með stórliðum Real Madrid, Manchester City og AC Milan. Afdrifaríkt kvöld árið 2013 hefur haft sínar afleiðingar.
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Robinho var dæmdur í níu ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2017 og ítalskur dómstóll hefur nú staðfest dóminn eftir áfrýjun.
The former Real Madrid and Manchester City forward has had a nine year prison sentence upheld for his part in a gang rape. https://t.co/87pBZfCf6o
— SPORTbible (@sportbible) December 10, 2020
Robinho var dæmdur fyrir hlut sinn í hópnauðgun á 22 ára gamalli albanskri konu í janúar 2013 en hann var þá leikmaður AC Milan.
Robinho var þá farinn frá Ítalíu og var ekki framseldur. Hann gat því haldið fótboltaferli sínum áfram og spilaði í nokkur ár í Tyrklandi.
Lögfræðingar Robinho reyndu að koma óorði á konuna með því að sýna hana neyta áfengis en dómarinn hlustaði ekki á það.
Robinho var aftur dæmdur sekur ásamt fimm öðrum mönnum en meðal þeirra er vinur hans Ricardo Falco.
Apresentadora da ESPN sobre condenação de Robinho: 'Não pode ser ídolo' https://t.co/bdNPUc25F1
— UOL Esporte (@UOLEsporte) December 10, 2020
Hinn 36 ára gamli Robinho hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og það er búist við nýrri áfrýjun.
Robinho var búinn að semja við Santos í október en félagið ógilti samninginn aðeins fjórum dögum seinna vegna mikillar óánægju í samfélaginu og hótanir styrktaraðila liðsins.