Við förum að lögum (auðvitað) Magnús Orri Marínarson Schram og Þorsteinn Víglundsson skrifa 11. desember 2020 11:31 Fyrir tíu árum voru samþykkt lög á Alþingi sem skylduðu fyrirtæki með yfir 50 starfsmenn til að jafna hlut kynjanna í stjórnum þeirra. Markmiðin voru skýr. Að tryggja jöfn tækifæri óháð kyni þannig að sannarlega sé verið að velja hæfasta fólkið til stjórnunarstarfa. Með þessu væri verið að brjóta glerþök, tryggja fjölbreyttar fyrirmyndir og vinna gegn einsleitni í atvinnulífinu. Á sínum tíma mætti frumvarpið þónokkurri andstöðu en tímarnir breytast og í dag eru það eru fáir sem eru málinu mótfallnir. Nú skynja flestir að stundum þarf að beita lögum til að taka á aldagamalli forréttindastöðu karla. Næsta skref Fyrir Alþingi liggur núna frumvarp sem leggur dagsektir á þau fyrirtæki sem brjóta lögin og gerir þau sambærileg annarri lagasetningu í landinu. Sektum má beita ef lög eru brotin. Ekki er vanþörf á en nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hluti fyrirtækja eru að brjóta lögin. Árið 2018 voru konur 28,8% stjórnarmanna í fyrirtækjum með 50-99 starfsmenn og 36,4% í stjórnum fyrirtækja með 100-249 starfsmenn. Verði frumvarpið að lögum má beita sektum ef 40% markinu er ekki náð. Löngu tímabær breyting og nauðsynleg til að markmið laganna náist að fullu. Auðvitað Ísland er í fararbroddi jafnréttismála í heiminum. Hvergi virðist almenningur jafn meðvitaður um að jöfn staða kynjanna er þjóðarhagur og að lagasetning getur verið frábært tæki til að knýja fram nauðsynlegar breytingar. Dagsektirnar gegna akkúrat því hlutverki. Þær hnippa í skussana og fá þá til að klára málið, því auðvitað eigum við öll að fara að lögum. Vonandi tekst Alþingi að sýna framsýni og þor á næstu dögum, ljúka verkinu sem hófst fyrir tíu árum og samþykkja frumvarpið. Magnús Orri Marínarson Schram er framkvæmdastjóri og fyrrum þingmaður Þorsteinn Víglundsson er framkvæmdastjóri og fyrrum þingmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Jafnréttismál Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Fyrir tíu árum voru samþykkt lög á Alþingi sem skylduðu fyrirtæki með yfir 50 starfsmenn til að jafna hlut kynjanna í stjórnum þeirra. Markmiðin voru skýr. Að tryggja jöfn tækifæri óháð kyni þannig að sannarlega sé verið að velja hæfasta fólkið til stjórnunarstarfa. Með þessu væri verið að brjóta glerþök, tryggja fjölbreyttar fyrirmyndir og vinna gegn einsleitni í atvinnulífinu. Á sínum tíma mætti frumvarpið þónokkurri andstöðu en tímarnir breytast og í dag eru það eru fáir sem eru málinu mótfallnir. Nú skynja flestir að stundum þarf að beita lögum til að taka á aldagamalli forréttindastöðu karla. Næsta skref Fyrir Alþingi liggur núna frumvarp sem leggur dagsektir á þau fyrirtæki sem brjóta lögin og gerir þau sambærileg annarri lagasetningu í landinu. Sektum má beita ef lög eru brotin. Ekki er vanþörf á en nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hluti fyrirtækja eru að brjóta lögin. Árið 2018 voru konur 28,8% stjórnarmanna í fyrirtækjum með 50-99 starfsmenn og 36,4% í stjórnum fyrirtækja með 100-249 starfsmenn. Verði frumvarpið að lögum má beita sektum ef 40% markinu er ekki náð. Löngu tímabær breyting og nauðsynleg til að markmið laganna náist að fullu. Auðvitað Ísland er í fararbroddi jafnréttismála í heiminum. Hvergi virðist almenningur jafn meðvitaður um að jöfn staða kynjanna er þjóðarhagur og að lagasetning getur verið frábært tæki til að knýja fram nauðsynlegar breytingar. Dagsektirnar gegna akkúrat því hlutverki. Þær hnippa í skussana og fá þá til að klára málið, því auðvitað eigum við öll að fara að lögum. Vonandi tekst Alþingi að sýna framsýni og þor á næstu dögum, ljúka verkinu sem hófst fyrir tíu árum og samþykkja frumvarpið. Magnús Orri Marínarson Schram er framkvæmdastjóri og fyrrum þingmaður Þorsteinn Víglundsson er framkvæmdastjóri og fyrrum þingmaður
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun