Sá er sjálfstæður sem stendur undir sjálfum sér Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 11. desember 2020 13:01 Sameining sveitarfélaga hefur verið til umræðu svo langt sem ég man aftur. Minni sveitarfélög þurfa að sameinast ef við viljum efla sveitarstjórnarstigið, allt annað hamlar framþróun og sameiningarkrafti þess. Með óbreyttu ástandi erum við að fara illa með skattfé, yfirstjórnin er dýr og engin sanngirni er í því að íbúar annarra sveitarfélaga niðurgreiði rekstur sveitarfélags sem stendur ekki undir sinni eigin grunnþjónustu og rekstri. Einhverjir þingmenn hafa sett sig á móti þvinguðum sameiningum og tala um frelsið. Fínt. En á sama tíma og við höfum sveitarfélög sem standa ekki undir grunnrekstri sínum og hátt í helmingur tekna þeirra kemur úr Jöfnunarsjóði, verðum við að staldra við. Við þurfum að sama skapi svör við því hvers vegna ekki eru settir enn öflugri hvatar inn í kerfi Jöfnunarsjóðs þannig að það verði einfaldlega of hagkvæmt að sameinast til að gera það ekki, þá mun sameining sveitarfélaga ganga harðar. Höfum það líka alveg á hreinu að sameining sveitarfélaga snýst um hagræðingu með því að sameina stjórnsýslu. Hún snýst ekki um að sameina íþróttafélög eða þorrablót. Í Reykjanesbæ keppa Keflavík og Njarðvík áfram innbyrðis í körfunni og í Garðabæ, eftir sameiningu Garðabæjar og Álftaness, eru enn haldin tvö þorrablót. Það er lágmark að umræddir þingmenn standi við orð sín og leggi loksins til breytingar á Jöfnunarsjóði sem oft á ekkert skylt með jöfnuði þar stór hluti af útgjöldum ríkisins vegna byggðamála fer í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Að lokum örlítið meira um frelsið og Jöfnunarsjóð. Af hverju er sveitarfélagi eins og Garðabæ refsað fyrir ráðdeild í rekstri og lágar álögur? Það er nefnilega þannig að ef álögur eru ekki í botni og íbúar sveitarfélags borga ekki hæstu mögulegu skatta þá lækka greiðslur Jöfnunarsjóðs til viðkomandi sveitarfélags. Þetta skerðir sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Hvar er frelsið og er pólítík í regluverki Jöfnunarsjóðs? Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Sameining sveitarfélaga hefur verið til umræðu svo langt sem ég man aftur. Minni sveitarfélög þurfa að sameinast ef við viljum efla sveitarstjórnarstigið, allt annað hamlar framþróun og sameiningarkrafti þess. Með óbreyttu ástandi erum við að fara illa með skattfé, yfirstjórnin er dýr og engin sanngirni er í því að íbúar annarra sveitarfélaga niðurgreiði rekstur sveitarfélags sem stendur ekki undir sinni eigin grunnþjónustu og rekstri. Einhverjir þingmenn hafa sett sig á móti þvinguðum sameiningum og tala um frelsið. Fínt. En á sama tíma og við höfum sveitarfélög sem standa ekki undir grunnrekstri sínum og hátt í helmingur tekna þeirra kemur úr Jöfnunarsjóði, verðum við að staldra við. Við þurfum að sama skapi svör við því hvers vegna ekki eru settir enn öflugri hvatar inn í kerfi Jöfnunarsjóðs þannig að það verði einfaldlega of hagkvæmt að sameinast til að gera það ekki, þá mun sameining sveitarfélaga ganga harðar. Höfum það líka alveg á hreinu að sameining sveitarfélaga snýst um hagræðingu með því að sameina stjórnsýslu. Hún snýst ekki um að sameina íþróttafélög eða þorrablót. Í Reykjanesbæ keppa Keflavík og Njarðvík áfram innbyrðis í körfunni og í Garðabæ, eftir sameiningu Garðabæjar og Álftaness, eru enn haldin tvö þorrablót. Það er lágmark að umræddir þingmenn standi við orð sín og leggi loksins til breytingar á Jöfnunarsjóði sem oft á ekkert skylt með jöfnuði þar stór hluti af útgjöldum ríkisins vegna byggðamála fer í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Að lokum örlítið meira um frelsið og Jöfnunarsjóð. Af hverju er sveitarfélagi eins og Garðabæ refsað fyrir ráðdeild í rekstri og lágar álögur? Það er nefnilega þannig að ef álögur eru ekki í botni og íbúar sveitarfélags borga ekki hæstu mögulegu skatta þá lækka greiðslur Jöfnunarsjóðs til viðkomandi sveitarfélags. Þetta skerðir sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Hvar er frelsið og er pólítík í regluverki Jöfnunarsjóðs? Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun