„Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2020 09:00 Reiknað er með að uppbyggingin verði hér, á þessum bílastæðum. Vísir/Friðrik Þór Bæjarfulltrúar á Akureyri skulda íbúum bæjarins það að uppbygging hefjist í miðbæ bæjarins að sögn formanns hópsins sem leiddi vinnu við nýtt miðbæjarskipulag Breyta á gildandi skipulagi frá árinu 2014 og byggja um tuttugu þúsund fermetra af nýju húsnæði í miðbænum á svæði sem nú er bílastæði. „Helstu breytingarnar eru fólgnar í því að Glerárgatan verður ekki gerð 1+1, það verðir ein gönguþverun yfir hana en ekki þrjár. Það verða bílastæðakjallarar undir þessu rými sem við stöndum hérna núna og það verður hjólastígur í Skipagötunni. Ætli þetta séu ekki helstu breytingarnar auk þess sem að hæðirnar hækka hér á þessum reit, meðal annars til að tryggja byggingamagn, segir Hilda Jana Gísladóttir“ sem leiddi þverpólitískan stýrihóp sem var falið að skila vinna tillöguna. Þriðja tillagan frá árinu 2005 Um er að ræða þriðju tillögunni að uppbyggingu miðbæjarins frá árinu 2005 án þess að mikið hafi verið framkvæmt. Gildandi skipulag er sem fyrr segir frá árinu 2014 og standa vonir til þess að með hinum nýju tillögum verði hægt að fara í framkvæmdir. „Þetta er náttúrulega búið að vera algjör hringavitleysa í rauninni þetta mál í þessum bæ frá því að ég næstum man eftir mér þegar ég flutti hingað og búið að takast á um þetta í áratugi. Mér finnst að á einhverjum tímapunkti þarf að segja nóg af skýrslum og nefndum og blaðri og förum bara að taka ákvarðanir að byggja hérna upp. Það er það sem að vinnan snerist um hjá okkur,“ segir Hilda Jana. Ekki sammála um allt en sammála um að nú þurfi eitthvað að gerast Ragnar Sverrison, formaður Kaupmannafélags Akureyrar, og einn helsti forvígismaður þeirrar vinnu sem fór fram árið 2004 og 2005 í tengslum við skipulag miðbæjarins gagnrýndi tillögurnar í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrir helgi, sagði þær afrakstur þess að allir í bæjarstjórninni yrðu að vera sammála. Hilda Jana segir þó að það sé ekki þannig að allir í bæjarstjórninni séu sammála um tillögurnar eins og þær liggja fyrir núna. Yfirlitsmynd af umræddri skipulagstillögu.Kollgáta „Þetta er búið að vera þrælerfitt. Það eru margir ósáttir við ýmislegt þarna og ég geri ráð fyrir að einhverjir greiði atkvæði á móti eða bóki um tiltekin mál þessa skipulags,“ segir Hilda Jana. Þau séu þó sammála um það að nú þurfi uppbygging að hefjast. „Stóra málið er að við erum þó öll sammála í bæjarstjórn um það að við verðum að leysa þetta mál. Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna.“ Vonast til þess að auglýsa á næsta ári Hefðbundið skipulagsferli fer nú í gang en vonir standa til að það taki fljótt af. „Markmiðið er að vinnan geti hafist hér hið allra fyrsta og að fyrsti reiturinn geti farið hér í auglýsingu strax á næsta ári.“ Sjá má tillögurnar sjálfar í klippunni hér að neðan auk þess sem á vef Akureyrarbæjar má nálgast margvíslegar upplýsingar um tillögurnar. Akureyri Sveitarstjórnarmál Skipulag Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Breyta á gildandi skipulagi frá árinu 2014 og byggja um tuttugu þúsund fermetra af nýju húsnæði í miðbænum á svæði sem nú er bílastæði. „Helstu breytingarnar eru fólgnar í því að Glerárgatan verður ekki gerð 1+1, það verðir ein gönguþverun yfir hana en ekki þrjár. Það verða bílastæðakjallarar undir þessu rými sem við stöndum hérna núna og það verður hjólastígur í Skipagötunni. Ætli þetta séu ekki helstu breytingarnar auk þess sem að hæðirnar hækka hér á þessum reit, meðal annars til að tryggja byggingamagn, segir Hilda Jana Gísladóttir“ sem leiddi þverpólitískan stýrihóp sem var falið að skila vinna tillöguna. Þriðja tillagan frá árinu 2005 Um er að ræða þriðju tillögunni að uppbyggingu miðbæjarins frá árinu 2005 án þess að mikið hafi verið framkvæmt. Gildandi skipulag er sem fyrr segir frá árinu 2014 og standa vonir til þess að með hinum nýju tillögum verði hægt að fara í framkvæmdir. „Þetta er náttúrulega búið að vera algjör hringavitleysa í rauninni þetta mál í þessum bæ frá því að ég næstum man eftir mér þegar ég flutti hingað og búið að takast á um þetta í áratugi. Mér finnst að á einhverjum tímapunkti þarf að segja nóg af skýrslum og nefndum og blaðri og förum bara að taka ákvarðanir að byggja hérna upp. Það er það sem að vinnan snerist um hjá okkur,“ segir Hilda Jana. Ekki sammála um allt en sammála um að nú þurfi eitthvað að gerast Ragnar Sverrison, formaður Kaupmannafélags Akureyrar, og einn helsti forvígismaður þeirrar vinnu sem fór fram árið 2004 og 2005 í tengslum við skipulag miðbæjarins gagnrýndi tillögurnar í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrir helgi, sagði þær afrakstur þess að allir í bæjarstjórninni yrðu að vera sammála. Hilda Jana segir þó að það sé ekki þannig að allir í bæjarstjórninni séu sammála um tillögurnar eins og þær liggja fyrir núna. Yfirlitsmynd af umræddri skipulagstillögu.Kollgáta „Þetta er búið að vera þrælerfitt. Það eru margir ósáttir við ýmislegt þarna og ég geri ráð fyrir að einhverjir greiði atkvæði á móti eða bóki um tiltekin mál þessa skipulags,“ segir Hilda Jana. Þau séu þó sammála um það að nú þurfi uppbygging að hefjast. „Stóra málið er að við erum þó öll sammála í bæjarstjórn um það að við verðum að leysa þetta mál. Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna.“ Vonast til þess að auglýsa á næsta ári Hefðbundið skipulagsferli fer nú í gang en vonir standa til að það taki fljótt af. „Markmiðið er að vinnan geti hafist hér hið allra fyrsta og að fyrsti reiturinn geti farið hér í auglýsingu strax á næsta ári.“ Sjá má tillögurnar sjálfar í klippunni hér að neðan auk þess sem á vef Akureyrarbæjar má nálgast margvíslegar upplýsingar um tillögurnar.
Akureyri Sveitarstjórnarmál Skipulag Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira