Sport

Dagskráin í dag: Baráttan um Wales og Madríd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Madrídarliðanna á síðustu leiktíð.
Úr leik Madrídarliðanna á síðustu leiktíð. Raddad Jebarah/Getty

Tíu beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports og hliðarrásum í dag. Golf, enski fótboltinn, spænski fótboltinn og ítalski boltinn er á dagskránni í dag og það er stórleikur í kvöld.

Dagurinn hefst snemma en klukkan 07.00 hefst útsending frá DP World Tour meistaramótinu. Það er ekki eina golfmótið í dag því einnig má finna QBE Shootout klukkan 18.00 og US Womens Open klukkan 19.30.

Cardiff mætir Swansea í hádegisleiknum í ensku B-deildinni í baráttunni um Wales. Crotona og Spezia mætast klukkan 13.50 á Ítalíu en klukkan 15.05 er það Getafe gegn Sevilla.

Fleiri fótboltaleikir eru á dagskránni í dag. Torino mætir Udinese klukkan 16.50 og klukkan 17.20 er það Huesca gegn Alaves. Í kvöld eru það svo tveir hörkuleikir; Lazio gegn Hellas Verona og klukkan 19.50 er það stórleikur dagsins er Real Madrid mætir Atletico Madríd.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×