Langvarandi Covid-19 mögulega ónæmiskerfið að ráðast á líkamann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2020 22:51 Ungverskir læknar við störf á gjörgæsludeild fyrir Covid-19 sjúklinga. epa/Zoltan Balogh Vísindamenn telja mögulegt að „ringluð“ mótefni í líkamanum kunni að skýra hvers vegna sumir sem hafa læknast af Covid-19 þjást enn af ýmsum óútskýrðum aukaverkunum. „Langvarandi Covid-19“ er talið hrjá um tíu prósent einstaklinga á aldrinum 18 til 49 ára og um tuttugu prósent 70 ára og eldri. Rannsakendur við Yale University í Bandaríkjunum hafa komist að því að Covid-19 sjúklingar virðast vera með mikið magn „ringlaðra“ mótefna í blóðinu sem ráðast gegn líffærum, vefjum og ónæmiskerfinu sjálfu í stað þess að ráðast á SARS-CoV-2, veiruna sem veldur Covid-19. Þegar þeir báru saman mótefnasvarið í sjúklingum annars vegar og heilbrigðum einstaklingum hins vegar kom í ljós mergð þessara óhefðbundnu mótefna í fyrrnefnda hópnum, sem komu í veg fyrir að líkaminn barðist við veiruna, þurrkuðu út hjálplegar ónæmisfrumur og réðust í raun gegn líkamanum á ýmsum vígstöðvum; í heilanum, æðum, lifrinni og meltingarfærunum. Nánari skoðun leiddi í ljós að eftir því sem meira magn fannst af svokölluðu „sjálfsmótefni“ í blóðinu, því þyngra virtist sjúkdómurinn leggjast á fólk. Covid-19 smitaðir reyndust raunar með meira magn sjálfsmótefna en einstaklingar með rauða úlfa, sem er sjálfsónæmissjúkdómur sem orsakast af áþekkum „ringluðum“ mótefnum. Aðgerðir gegn Covid-19 hafa ekki bara snúist um að fækka dauðsföllum og vernda heilbrigðiskerfið, heldur einnig að forða sem flestum frá því að fá sjúkdóminn. Afleiðingar hans geta varað langan tíma.epa/Kimimasa Mayama Réðust gegn gagnlegu ónæmisfrumunum Guardian hefur eftir Aaron Ring, ónæmissérfræðingi við Yale, að sjálfsmótefnin trufli eðlileg ónæmisviðbrögð líkamans gegn veirunni. Umrædd mótefni séu sannarlega skaðleg og áhrifa þeirra gæti mögulega löngu eftir að veirusýkingin sé yfirstaðin, sem útskýri langvarandi Covid-19. Sum sjálfsmótefnin voru til staðar þegar viðkomandi smituðust af Covid-19 en önnur birtust og sóttu í sig veðrið þegar leið á sjúkdóminn. Fleiri en fimm prósent sjúklinga með Covid-19 sem tóku þátt í rannsókninni voru með sjálfsmótefni sem drógu úr ónæmisvörnum af völdum interferón-prótína. Umræddir sjúklingar urðu veikari en aðrir. Í sumum tilvikum réðust sjálfsmótefnin á B-frumur sem framleiða mótefni gegn veirunni og í einum sjúklingi virtust sjálfsmótefnin þurrka út T-frumur viðkomandi. Gigt, rauðir úlfar og MS eru meðal þeirra sjúkdóma sem einkennast af því að ónæmiskerfið ræðst gegn líkamanum. Minna er vitað um þátt sjálfsmótefna í tengslum við veirusýkingar en verið er að rannsaka þátt þeirra á langtímaáhrif einkenna sjúkdóma á borð við Ebólu. Danny Altman, prófessor í ónæmislíffræði við Imperial College London, segist telja líklegt að sjálfsmótefnin séu svarið við ráðgátunni um langvarandi Covid-19. Hann segir verkefnið framundan að rannsaka ónæmisviðbrögð þeirra sem þjást af einkennum löngu eftir að sjúkdómurinn er læknaður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
„Langvarandi Covid-19“ er talið hrjá um tíu prósent einstaklinga á aldrinum 18 til 49 ára og um tuttugu prósent 70 ára og eldri. Rannsakendur við Yale University í Bandaríkjunum hafa komist að því að Covid-19 sjúklingar virðast vera með mikið magn „ringlaðra“ mótefna í blóðinu sem ráðast gegn líffærum, vefjum og ónæmiskerfinu sjálfu í stað þess að ráðast á SARS-CoV-2, veiruna sem veldur Covid-19. Þegar þeir báru saman mótefnasvarið í sjúklingum annars vegar og heilbrigðum einstaklingum hins vegar kom í ljós mergð þessara óhefðbundnu mótefna í fyrrnefnda hópnum, sem komu í veg fyrir að líkaminn barðist við veiruna, þurrkuðu út hjálplegar ónæmisfrumur og réðust í raun gegn líkamanum á ýmsum vígstöðvum; í heilanum, æðum, lifrinni og meltingarfærunum. Nánari skoðun leiddi í ljós að eftir því sem meira magn fannst af svokölluðu „sjálfsmótefni“ í blóðinu, því þyngra virtist sjúkdómurinn leggjast á fólk. Covid-19 smitaðir reyndust raunar með meira magn sjálfsmótefna en einstaklingar með rauða úlfa, sem er sjálfsónæmissjúkdómur sem orsakast af áþekkum „ringluðum“ mótefnum. Aðgerðir gegn Covid-19 hafa ekki bara snúist um að fækka dauðsföllum og vernda heilbrigðiskerfið, heldur einnig að forða sem flestum frá því að fá sjúkdóminn. Afleiðingar hans geta varað langan tíma.epa/Kimimasa Mayama Réðust gegn gagnlegu ónæmisfrumunum Guardian hefur eftir Aaron Ring, ónæmissérfræðingi við Yale, að sjálfsmótefnin trufli eðlileg ónæmisviðbrögð líkamans gegn veirunni. Umrædd mótefni séu sannarlega skaðleg og áhrifa þeirra gæti mögulega löngu eftir að veirusýkingin sé yfirstaðin, sem útskýri langvarandi Covid-19. Sum sjálfsmótefnin voru til staðar þegar viðkomandi smituðust af Covid-19 en önnur birtust og sóttu í sig veðrið þegar leið á sjúkdóminn. Fleiri en fimm prósent sjúklinga með Covid-19 sem tóku þátt í rannsókninni voru með sjálfsmótefni sem drógu úr ónæmisvörnum af völdum interferón-prótína. Umræddir sjúklingar urðu veikari en aðrir. Í sumum tilvikum réðust sjálfsmótefnin á B-frumur sem framleiða mótefni gegn veirunni og í einum sjúklingi virtust sjálfsmótefnin þurrka út T-frumur viðkomandi. Gigt, rauðir úlfar og MS eru meðal þeirra sjúkdóma sem einkennast af því að ónæmiskerfið ræðst gegn líkamanum. Minna er vitað um þátt sjálfsmótefna í tengslum við veirusýkingar en verið er að rannsaka þátt þeirra á langtímaáhrif einkenna sjúkdóma á borð við Ebólu. Danny Altman, prófessor í ónæmislíffræði við Imperial College London, segist telja líklegt að sjálfsmótefnin séu svarið við ráðgátunni um langvarandi Covid-19. Hann segir verkefnið framundan að rannsaka ónæmisviðbrögð þeirra sem þjást af einkennum löngu eftir að sjúkdómurinn er læknaður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira