Langvarandi Covid-19 mögulega ónæmiskerfið að ráðast á líkamann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2020 22:51 Ungverskir læknar við störf á gjörgæsludeild fyrir Covid-19 sjúklinga. epa/Zoltan Balogh Vísindamenn telja mögulegt að „ringluð“ mótefni í líkamanum kunni að skýra hvers vegna sumir sem hafa læknast af Covid-19 þjást enn af ýmsum óútskýrðum aukaverkunum. „Langvarandi Covid-19“ er talið hrjá um tíu prósent einstaklinga á aldrinum 18 til 49 ára og um tuttugu prósent 70 ára og eldri. Rannsakendur við Yale University í Bandaríkjunum hafa komist að því að Covid-19 sjúklingar virðast vera með mikið magn „ringlaðra“ mótefna í blóðinu sem ráðast gegn líffærum, vefjum og ónæmiskerfinu sjálfu í stað þess að ráðast á SARS-CoV-2, veiruna sem veldur Covid-19. Þegar þeir báru saman mótefnasvarið í sjúklingum annars vegar og heilbrigðum einstaklingum hins vegar kom í ljós mergð þessara óhefðbundnu mótefna í fyrrnefnda hópnum, sem komu í veg fyrir að líkaminn barðist við veiruna, þurrkuðu út hjálplegar ónæmisfrumur og réðust í raun gegn líkamanum á ýmsum vígstöðvum; í heilanum, æðum, lifrinni og meltingarfærunum. Nánari skoðun leiddi í ljós að eftir því sem meira magn fannst af svokölluðu „sjálfsmótefni“ í blóðinu, því þyngra virtist sjúkdómurinn leggjast á fólk. Covid-19 smitaðir reyndust raunar með meira magn sjálfsmótefna en einstaklingar með rauða úlfa, sem er sjálfsónæmissjúkdómur sem orsakast af áþekkum „ringluðum“ mótefnum. Aðgerðir gegn Covid-19 hafa ekki bara snúist um að fækka dauðsföllum og vernda heilbrigðiskerfið, heldur einnig að forða sem flestum frá því að fá sjúkdóminn. Afleiðingar hans geta varað langan tíma.epa/Kimimasa Mayama Réðust gegn gagnlegu ónæmisfrumunum Guardian hefur eftir Aaron Ring, ónæmissérfræðingi við Yale, að sjálfsmótefnin trufli eðlileg ónæmisviðbrögð líkamans gegn veirunni. Umrædd mótefni séu sannarlega skaðleg og áhrifa þeirra gæti mögulega löngu eftir að veirusýkingin sé yfirstaðin, sem útskýri langvarandi Covid-19. Sum sjálfsmótefnin voru til staðar þegar viðkomandi smituðust af Covid-19 en önnur birtust og sóttu í sig veðrið þegar leið á sjúkdóminn. Fleiri en fimm prósent sjúklinga með Covid-19 sem tóku þátt í rannsókninni voru með sjálfsmótefni sem drógu úr ónæmisvörnum af völdum interferón-prótína. Umræddir sjúklingar urðu veikari en aðrir. Í sumum tilvikum réðust sjálfsmótefnin á B-frumur sem framleiða mótefni gegn veirunni og í einum sjúklingi virtust sjálfsmótefnin þurrka út T-frumur viðkomandi. Gigt, rauðir úlfar og MS eru meðal þeirra sjúkdóma sem einkennast af því að ónæmiskerfið ræðst gegn líkamanum. Minna er vitað um þátt sjálfsmótefna í tengslum við veirusýkingar en verið er að rannsaka þátt þeirra á langtímaáhrif einkenna sjúkdóma á borð við Ebólu. Danny Altman, prófessor í ónæmislíffræði við Imperial College London, segist telja líklegt að sjálfsmótefnin séu svarið við ráðgátunni um langvarandi Covid-19. Hann segir verkefnið framundan að rannsaka ónæmisviðbrögð þeirra sem þjást af einkennum löngu eftir að sjúkdómurinn er læknaður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
„Langvarandi Covid-19“ er talið hrjá um tíu prósent einstaklinga á aldrinum 18 til 49 ára og um tuttugu prósent 70 ára og eldri. Rannsakendur við Yale University í Bandaríkjunum hafa komist að því að Covid-19 sjúklingar virðast vera með mikið magn „ringlaðra“ mótefna í blóðinu sem ráðast gegn líffærum, vefjum og ónæmiskerfinu sjálfu í stað þess að ráðast á SARS-CoV-2, veiruna sem veldur Covid-19. Þegar þeir báru saman mótefnasvarið í sjúklingum annars vegar og heilbrigðum einstaklingum hins vegar kom í ljós mergð þessara óhefðbundnu mótefna í fyrrnefnda hópnum, sem komu í veg fyrir að líkaminn barðist við veiruna, þurrkuðu út hjálplegar ónæmisfrumur og réðust í raun gegn líkamanum á ýmsum vígstöðvum; í heilanum, æðum, lifrinni og meltingarfærunum. Nánari skoðun leiddi í ljós að eftir því sem meira magn fannst af svokölluðu „sjálfsmótefni“ í blóðinu, því þyngra virtist sjúkdómurinn leggjast á fólk. Covid-19 smitaðir reyndust raunar með meira magn sjálfsmótefna en einstaklingar með rauða úlfa, sem er sjálfsónæmissjúkdómur sem orsakast af áþekkum „ringluðum“ mótefnum. Aðgerðir gegn Covid-19 hafa ekki bara snúist um að fækka dauðsföllum og vernda heilbrigðiskerfið, heldur einnig að forða sem flestum frá því að fá sjúkdóminn. Afleiðingar hans geta varað langan tíma.epa/Kimimasa Mayama Réðust gegn gagnlegu ónæmisfrumunum Guardian hefur eftir Aaron Ring, ónæmissérfræðingi við Yale, að sjálfsmótefnin trufli eðlileg ónæmisviðbrögð líkamans gegn veirunni. Umrædd mótefni séu sannarlega skaðleg og áhrifa þeirra gæti mögulega löngu eftir að veirusýkingin sé yfirstaðin, sem útskýri langvarandi Covid-19. Sum sjálfsmótefnin voru til staðar þegar viðkomandi smituðust af Covid-19 en önnur birtust og sóttu í sig veðrið þegar leið á sjúkdóminn. Fleiri en fimm prósent sjúklinga með Covid-19 sem tóku þátt í rannsókninni voru með sjálfsmótefni sem drógu úr ónæmisvörnum af völdum interferón-prótína. Umræddir sjúklingar urðu veikari en aðrir. Í sumum tilvikum réðust sjálfsmótefnin á B-frumur sem framleiða mótefni gegn veirunni og í einum sjúklingi virtust sjálfsmótefnin þurrka út T-frumur viðkomandi. Gigt, rauðir úlfar og MS eru meðal þeirra sjúkdóma sem einkennast af því að ónæmiskerfið ræðst gegn líkamanum. Minna er vitað um þátt sjálfsmótefna í tengslum við veirusýkingar en verið er að rannsaka þátt þeirra á langtímaáhrif einkenna sjúkdóma á borð við Ebólu. Danny Altman, prófessor í ónæmislíffræði við Imperial College London, segist telja líklegt að sjálfsmótefnin séu svarið við ráðgátunni um langvarandi Covid-19. Hann segir verkefnið framundan að rannsaka ónæmisviðbrögð þeirra sem þjást af einkennum löngu eftir að sjúkdómurinn er læknaður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira