Ísland vígir endurbættan þjóðarleikvang Færeyja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. desember 2020 11:01 Ísland heimsækir Færeyjar sumarið 2021 og vígir nýjan þjóðarleikvang þeirra. Ef til vill verða þeir Guðlaugur Victor Pálsson, Hörður Björgvin Magnússon og Hólmar Örn Eyjólfsson í liði Íslands þá. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun mæta Færeyjum ytra í æfingaleik næsta sumar. Verður leikurinn fyrsti opinberi leikur á endurbættum Þórsvelli, þjóðarleikvangi Færeyja. Knattspyrnusamband Íslands gaf út tilkynningu þess efnis að Ísland myndi mæta Færeyjum ytra þann 4. júní á næsta ári. Um væri að ræða fyrsta opinbera leik á endurbættum Þórsvelli. Þá hefur leiktíminn verið staðfestur en leikurinn hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma. Ísland mætir Færeyjum 4. júní 2021.Faroe Islands vs. Iceland will be the first official match at the newly renovated Tórsvøllur in the Faroe Islands.https://t.co/nsXJDVio8t#fyririsland pic.twitter.com/Rsv8II9DZi— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 15, 2020 Samkvæmt frétt KSÍ mun völlurinn taka allt að fimm þúsund manns í sæti eftir endurbætur eða um það bil tíu prósent af íbúafjölda Færeyja. Alls hafa A-landslið þjóðanna mæst 25 sinnum í karlaflokki. Ísland hefur unnið 23 af þessum 25 leikjum, einn hefur endað með jafntefli og Færeyjar hafa unnið einn. Markatalan er 72-25 Íslandi í vil. Komin eru rúm sjö ár síðan liðin mættust síðast. Var það þann 14. ágúst 2013 á Laugardalsvelli og lauk leiknum með 1-0 sigri Íslands. Kolbeinn Sigþórsson með sigurmarkið þann daginn. Færeyjar hafa þó sótt í sig veðrið undanfarið og fór landslið þeirra til að mynda taplaust í gegnum sinn riðil í Þjóðadeildinni. Þrír sigrar og þrjú jafntefli niðurstaðan í riðli sem innihélt Lettland, Andorra og Möltu. Þá er úrvalsdeild Færeyja hærra skrifuð en sú íslenska á styrkleikalista UEFA sem stendur. Fótbolti Færeyjar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands gaf út tilkynningu þess efnis að Ísland myndi mæta Færeyjum ytra þann 4. júní á næsta ári. Um væri að ræða fyrsta opinbera leik á endurbættum Þórsvelli. Þá hefur leiktíminn verið staðfestur en leikurinn hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma. Ísland mætir Færeyjum 4. júní 2021.Faroe Islands vs. Iceland will be the first official match at the newly renovated Tórsvøllur in the Faroe Islands.https://t.co/nsXJDVio8t#fyririsland pic.twitter.com/Rsv8II9DZi— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 15, 2020 Samkvæmt frétt KSÍ mun völlurinn taka allt að fimm þúsund manns í sæti eftir endurbætur eða um það bil tíu prósent af íbúafjölda Færeyja. Alls hafa A-landslið þjóðanna mæst 25 sinnum í karlaflokki. Ísland hefur unnið 23 af þessum 25 leikjum, einn hefur endað með jafntefli og Færeyjar hafa unnið einn. Markatalan er 72-25 Íslandi í vil. Komin eru rúm sjö ár síðan liðin mættust síðast. Var það þann 14. ágúst 2013 á Laugardalsvelli og lauk leiknum með 1-0 sigri Íslands. Kolbeinn Sigþórsson með sigurmarkið þann daginn. Færeyjar hafa þó sótt í sig veðrið undanfarið og fór landslið þeirra til að mynda taplaust í gegnum sinn riðil í Þjóðadeildinni. Þrír sigrar og þrjú jafntefli niðurstaðan í riðli sem innihélt Lettland, Andorra og Möltu. Þá er úrvalsdeild Færeyja hærra skrifuð en sú íslenska á styrkleikalista UEFA sem stendur.
Fótbolti Færeyjar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira