Vonar að fólk leyfi þeim sem dvelja á hjúkrunarheimili yfir jólin að fylgjast með hátíðinni í gegnum fjarskiptabúnað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. desember 2020 21:00 Rebekka Ingadóttir er forstöðumaður Hrafnistu í Skógarbæ. FRIÐRIK ÞÓR Forstöðumaður á Hrafnistu vonar að fjölskyldur leyfi ættingjum, sem dvelja á hjúkrunarheimilum, að fylgjast með jólahátíðinni í gegnum fjarskiptabúnað. Alfarið er mælst gegn því að íbúar hjúkrunarheimila fari í boð til ættingja yfir jólin vegna ástandsins. Því er ljóst að margir heimilismenn sem vanir eru að fara til fjölskyldunnar yfir jólin munu verja þeim á hjúkrunarheimili í ár. „Við leggjum mikið upp úr því að jólin og áramótin séu mjög hátíðleg og heimilisleg á Hrafnistu þannig við ætlum að leggja okkur extra mikið fram þessi jól og áramót og setja smá glimmer yfir þau,“ sagði Rebekka Ingadóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Skógarbæ. Mikið verður lagt í jólamatinn auk þess sem samverustundir verði sem flestar. Er einhver sem ætlar að fylgjast með jólahaldi í gegnum fjarskiptabúnað? „Ég hef ekki heyrt af því en ég vona að fólk nýti tæknina og leyfi íbúum Hrafnistu að koma inn í stofu með hjálp tækninnar. Ég vona það.“ Rebekka segir íbúa duglega að læra á nýjustu tækni. „Fyrst var þetta svolítið erfitt fyrir þá en þeir hafa svolítið þjálfast upp í að nýta sér tæknina. Líka það sem við höfum séð er að fólk er orðið nánara. Samverustundirnar á heimilunum hafa orðið nánari á milli íbúanna og líka á milli starfsmanna og íbúa,“ sagði Rebekka. Íbúar þakklátir Hún segir íbúa þakkláta að hjúkrunarheimilin séu varin í faraldrinum. Þegar Rebekka spurði heimilismann sem vanur er að dvelja hjá börnum sínum og stórfjölskyldu yfir jólin sagði hann: „Mér finnst þetta allt í lagi því ég veit að hér líður mér vel og ég mun eyða hátíðinni með vinum mínum sem ég hef eignast hér í Skógarbæ.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Jól Tengdar fréttir Svona verður fyrirkomulagið á hjúkrunarheimilum yfir hátíðarnar Einn til tveir gestir mega heimsækja heimilisfólk á hjúkrunarheimilum hvern dag yfir hátíðarnar og heimsóknartími verður lengdur. Krafa verður gerð um að íbúar sem dvelja hjá ættingjum yfir jólin fari í sóttkví á heimilinu sem heimsótt er og fari í sýnatöku áður en þeir snúa aftur á hjúkrunarheimilin. 17. desember 2020 13:17 Íbúar Hrafnistu þakklátir að heimilin séu varin yfir jólin Íbúar Hrafnistu eru almennt þakklátir fyrir að þeir verði varðir yfir hátíðirnar. Þetta segir forstjóri Hrafnistu eftir að yfirvöld mældu gegn því að íbúar hjúkrunarheimila dvelji hjá ættingjum yfir hátíðirnar. 16. desember 2020 11:31 Hrafnista biðlar til ættingja að „leggja eigin hagsmuni til hliðar“ Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hafa gefið út tilmæli til hjúkrunarheimila þar sem mælt er gegn því að íbúar fari útaf heimilunum til að dvelja hjá ættingjum yfir hátíðarnar. 16. desember 2020 08:46 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Sjá meira
Alfarið er mælst gegn því að íbúar hjúkrunarheimila fari í boð til ættingja yfir jólin vegna ástandsins. Því er ljóst að margir heimilismenn sem vanir eru að fara til fjölskyldunnar yfir jólin munu verja þeim á hjúkrunarheimili í ár. „Við leggjum mikið upp úr því að jólin og áramótin séu mjög hátíðleg og heimilisleg á Hrafnistu þannig við ætlum að leggja okkur extra mikið fram þessi jól og áramót og setja smá glimmer yfir þau,“ sagði Rebekka Ingadóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Skógarbæ. Mikið verður lagt í jólamatinn auk þess sem samverustundir verði sem flestar. Er einhver sem ætlar að fylgjast með jólahaldi í gegnum fjarskiptabúnað? „Ég hef ekki heyrt af því en ég vona að fólk nýti tæknina og leyfi íbúum Hrafnistu að koma inn í stofu með hjálp tækninnar. Ég vona það.“ Rebekka segir íbúa duglega að læra á nýjustu tækni. „Fyrst var þetta svolítið erfitt fyrir þá en þeir hafa svolítið þjálfast upp í að nýta sér tæknina. Líka það sem við höfum séð er að fólk er orðið nánara. Samverustundirnar á heimilunum hafa orðið nánari á milli íbúanna og líka á milli starfsmanna og íbúa,“ sagði Rebekka. Íbúar þakklátir Hún segir íbúa þakkláta að hjúkrunarheimilin séu varin í faraldrinum. Þegar Rebekka spurði heimilismann sem vanur er að dvelja hjá börnum sínum og stórfjölskyldu yfir jólin sagði hann: „Mér finnst þetta allt í lagi því ég veit að hér líður mér vel og ég mun eyða hátíðinni með vinum mínum sem ég hef eignast hér í Skógarbæ.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Jól Tengdar fréttir Svona verður fyrirkomulagið á hjúkrunarheimilum yfir hátíðarnar Einn til tveir gestir mega heimsækja heimilisfólk á hjúkrunarheimilum hvern dag yfir hátíðarnar og heimsóknartími verður lengdur. Krafa verður gerð um að íbúar sem dvelja hjá ættingjum yfir jólin fari í sóttkví á heimilinu sem heimsótt er og fari í sýnatöku áður en þeir snúa aftur á hjúkrunarheimilin. 17. desember 2020 13:17 Íbúar Hrafnistu þakklátir að heimilin séu varin yfir jólin Íbúar Hrafnistu eru almennt þakklátir fyrir að þeir verði varðir yfir hátíðirnar. Þetta segir forstjóri Hrafnistu eftir að yfirvöld mældu gegn því að íbúar hjúkrunarheimila dvelji hjá ættingjum yfir hátíðirnar. 16. desember 2020 11:31 Hrafnista biðlar til ættingja að „leggja eigin hagsmuni til hliðar“ Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hafa gefið út tilmæli til hjúkrunarheimila þar sem mælt er gegn því að íbúar fari útaf heimilunum til að dvelja hjá ættingjum yfir hátíðarnar. 16. desember 2020 08:46 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Sjá meira
Svona verður fyrirkomulagið á hjúkrunarheimilum yfir hátíðarnar Einn til tveir gestir mega heimsækja heimilisfólk á hjúkrunarheimilum hvern dag yfir hátíðarnar og heimsóknartími verður lengdur. Krafa verður gerð um að íbúar sem dvelja hjá ættingjum yfir jólin fari í sóttkví á heimilinu sem heimsótt er og fari í sýnatöku áður en þeir snúa aftur á hjúkrunarheimilin. 17. desember 2020 13:17
Íbúar Hrafnistu þakklátir að heimilin séu varin yfir jólin Íbúar Hrafnistu eru almennt þakklátir fyrir að þeir verði varðir yfir hátíðirnar. Þetta segir forstjóri Hrafnistu eftir að yfirvöld mældu gegn því að íbúar hjúkrunarheimila dvelji hjá ættingjum yfir hátíðirnar. 16. desember 2020 11:31
Hrafnista biðlar til ættingja að „leggja eigin hagsmuni til hliðar“ Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hafa gefið út tilmæli til hjúkrunarheimila þar sem mælt er gegn því að íbúar fari útaf heimilunum til að dvelja hjá ættingjum yfir hátíðarnar. 16. desember 2020 08:46