Jólin geta verið stressmartröð fyrir sambönd Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 28. desember 2020 21:01 Þegar við erum yfirkeyrð, þreytt og pirruð er glansandi klósettskál og jólasmákökur eins og amma gerði ekki að fara að redda málunum og færa okkur hinn heilaga jólanda, ó nei. Getty Nei, nei - Ekki um jólin. Bara alls ekki um jólin takk! Afhverju er stress, álag og þreyta orðin óhjákvæmilegur fylgifiskur hátíðar ljóss og friðar? Er ekki eitthvað alvarlega bogið við það allt saman? Í vikunni fyrir jól spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að jólaundirbúningurinn væri að valda óþarfa álagi á sambandið. Tíminn sem er í raun stærsti hluti jólanna. Þessi tími sem við notum í að baka, kaupa gjafir, skreyta, spila, drekka kakó og borða óskynsamlega mikið af smákökum. Allt eru þetta hlutir sem auðvelt er að njóta og ættu bara aldrei að verða að kvöð. Það er ekki kvöð að njóta. Við þurfum ekki að gera alltaf ALLT eins og hinir eða allt eins og við höfum ALLTAF gert. Það er misjafnt hvers við njótum og það er líka mjög misjafnt hversu mikinn tíma við höfum til þess að njóta. Þegar við erum yfirkeyrð, þreytt og pirruð er glansandi klósettskál og jólasmákökur eins og amma gerði ekki að fara að redda málunum og færa okkur hinn heilaga jólanda, ó nei. Öll þrifin, réttu servíetturnar, fullkomna jólatréð, innpökkunarpappír í stíl við skreytingarnar, besta jólailmkertið og átta smákökutegundir geta því auðveldlega breyst úr rómantískum krúttlegum jólaundirbúningi í algjöra stressmartröð. Gæti mögulega verið að við þyrftum að endurskilgreina jólaundirbúninginn? Í stað þess að skrifa niður óþarflega langan verkefnalista fyrir jólin væri kannski ráð að setjast niður og tala saman um það sem okkur langar að fá út úr jólunum og þessum tíma saman. Hvað er raunhæft að undirbúa, hvað viljum við undirbúa og gera saman um hátíðarnar. Setjum ekki óraunhæfar kröfur á okkur sjálf eða maka okkar sem verður bara til þess að valda álagi. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segir um helmingur lesenda Vísis að jólaundirbúningurinn valdi óþarfa álagi á sambandið. Niðurstöður*: KARLAR: Já, alltof miklu - 18% Já, frekar miklu -14% Já, litlu -16% Nei, engu - 52% KONUR: Já, alltof miklu - 12% Já, frekar miklu - 17% Já, litlu - 21% Nei, engu - 50% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Spurning vikunnar Ástin og lífið Jól Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Veldur jólaundirbúningurinn álagi á sambandið? Jólin eru tími kærleiks og friðar. Er það ekki annars? Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum þá finnum við okkur mörg hver knúin til að skrifa niður ævintýralega langan verkefnalista fyrir jólin. Það þarf að þrífa ofan af skápunum, mála baðherbergið, hengja upp myndir í stofunni, baka fimm sortir, grafa lax, skreyta heimilið, búa til jólasultuna og kaupa allar jólagjafirnar. 18. desember 2020 07:58 Spurning vikunnar: Hitti maki þinn í mark með gjöfinni í ár? „Jólagjöfin er ég og þú“ - Já, bara ef það væri svo einfalt. Það getur stundum verið snúið að velja gjöf handa ástinni sinni, væntingarnar geta verið miklar og upplifa sumir jafnvel pressu og stress við valið. Flestir eru þó sammála um það að hugurinn á bak við gjöfina er það sem skiptir mestu máli. 25. desember 2020 08:00 Linda Ben: „Hann fær mig alltaf til að hlæja og líða vel sama hvað gengur á“ „Það er svo gaman að upplifa mat og kökur með þeim sem maður elskar, smakka eitthvað nýtt og skapa minningar. Einnig er í miklu uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni að baka og elda saman í eldhúsinu, þar eigum við okkar bestu stundir,“ segir Linda Ben matarbloggari og áhrifavaldur í viðtalsliðnum Ást er. 27. desember 2020 20:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Engin takmörk á því hversu mikill unaður er í boði Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Í vikunni fyrir jól spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að jólaundirbúningurinn væri að valda óþarfa álagi á sambandið. Tíminn sem er í raun stærsti hluti jólanna. Þessi tími sem við notum í að baka, kaupa gjafir, skreyta, spila, drekka kakó og borða óskynsamlega mikið af smákökum. Allt eru þetta hlutir sem auðvelt er að njóta og ættu bara aldrei að verða að kvöð. Það er ekki kvöð að njóta. Við þurfum ekki að gera alltaf ALLT eins og hinir eða allt eins og við höfum ALLTAF gert. Það er misjafnt hvers við njótum og það er líka mjög misjafnt hversu mikinn tíma við höfum til þess að njóta. Þegar við erum yfirkeyrð, þreytt og pirruð er glansandi klósettskál og jólasmákökur eins og amma gerði ekki að fara að redda málunum og færa okkur hinn heilaga jólanda, ó nei. Öll þrifin, réttu servíetturnar, fullkomna jólatréð, innpökkunarpappír í stíl við skreytingarnar, besta jólailmkertið og átta smákökutegundir geta því auðveldlega breyst úr rómantískum krúttlegum jólaundirbúningi í algjöra stressmartröð. Gæti mögulega verið að við þyrftum að endurskilgreina jólaundirbúninginn? Í stað þess að skrifa niður óþarflega langan verkefnalista fyrir jólin væri kannski ráð að setjast niður og tala saman um það sem okkur langar að fá út úr jólunum og þessum tíma saman. Hvað er raunhæft að undirbúa, hvað viljum við undirbúa og gera saman um hátíðarnar. Setjum ekki óraunhæfar kröfur á okkur sjálf eða maka okkar sem verður bara til þess að valda álagi. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segir um helmingur lesenda Vísis að jólaundirbúningurinn valdi óþarfa álagi á sambandið. Niðurstöður*: KARLAR: Já, alltof miklu - 18% Já, frekar miklu -14% Já, litlu -16% Nei, engu - 52% KONUR: Já, alltof miklu - 12% Já, frekar miklu - 17% Já, litlu - 21% Nei, engu - 50% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Jól Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Veldur jólaundirbúningurinn álagi á sambandið? Jólin eru tími kærleiks og friðar. Er það ekki annars? Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum þá finnum við okkur mörg hver knúin til að skrifa niður ævintýralega langan verkefnalista fyrir jólin. Það þarf að þrífa ofan af skápunum, mála baðherbergið, hengja upp myndir í stofunni, baka fimm sortir, grafa lax, skreyta heimilið, búa til jólasultuna og kaupa allar jólagjafirnar. 18. desember 2020 07:58 Spurning vikunnar: Hitti maki þinn í mark með gjöfinni í ár? „Jólagjöfin er ég og þú“ - Já, bara ef það væri svo einfalt. Það getur stundum verið snúið að velja gjöf handa ástinni sinni, væntingarnar geta verið miklar og upplifa sumir jafnvel pressu og stress við valið. Flestir eru þó sammála um það að hugurinn á bak við gjöfina er það sem skiptir mestu máli. 25. desember 2020 08:00 Linda Ben: „Hann fær mig alltaf til að hlæja og líða vel sama hvað gengur á“ „Það er svo gaman að upplifa mat og kökur með þeim sem maður elskar, smakka eitthvað nýtt og skapa minningar. Einnig er í miklu uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni að baka og elda saman í eldhúsinu, þar eigum við okkar bestu stundir,“ segir Linda Ben matarbloggari og áhrifavaldur í viðtalsliðnum Ást er. 27. desember 2020 20:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Engin takmörk á því hversu mikill unaður er í boði Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Spurning vikunnar: Veldur jólaundirbúningurinn álagi á sambandið? Jólin eru tími kærleiks og friðar. Er það ekki annars? Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum þá finnum við okkur mörg hver knúin til að skrifa niður ævintýralega langan verkefnalista fyrir jólin. Það þarf að þrífa ofan af skápunum, mála baðherbergið, hengja upp myndir í stofunni, baka fimm sortir, grafa lax, skreyta heimilið, búa til jólasultuna og kaupa allar jólagjafirnar. 18. desember 2020 07:58
Spurning vikunnar: Hitti maki þinn í mark með gjöfinni í ár? „Jólagjöfin er ég og þú“ - Já, bara ef það væri svo einfalt. Það getur stundum verið snúið að velja gjöf handa ástinni sinni, væntingarnar geta verið miklar og upplifa sumir jafnvel pressu og stress við valið. Flestir eru þó sammála um það að hugurinn á bak við gjöfina er það sem skiptir mestu máli. 25. desember 2020 08:00
Linda Ben: „Hann fær mig alltaf til að hlæja og líða vel sama hvað gengur á“ „Það er svo gaman að upplifa mat og kökur með þeim sem maður elskar, smakka eitthvað nýtt og skapa minningar. Einnig er í miklu uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni að baka og elda saman í eldhúsinu, þar eigum við okkar bestu stundir,“ segir Linda Ben matarbloggari og áhrifavaldur í viðtalsliðnum Ást er. 27. desember 2020 20:00