Nýr tónn í Trump Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2020 12:36 Trump var alvarlegri en hann hefur verið áður á blaðamannafundi í gær. AP/Evan Vucci Frá því nýja kórónuveiran fór að dreifast utan landamæra Kína hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gert lítið úr veirunni og talað gegn ráðleggingum sérfræðinga. Aðrir íhaldsmenn í Bandaríkjunum og jafnvel heilu fjölmiðlarnir hafa slegið á svipaða strengi og sagt Covid-19, sjúkdóminn sem veiran veldur, vera lítið annað en flensu. Því hefur jafnvel verið haldið fram að um samsæri sé að ræða sem Demókratar séu að reyna að nota til að koma Trump frá völdum. Skortur á leiðsögn að ofan leiddi til þess að ríkis- og borgarstjórar gripu til eigin ráða. Forsetinn sjálfur dreifði ósannindum um veiruna, dró úr alvarleika málsins og sagði ástandið í Bandaríkjunum vera mun betra en það var. Hann hefur meðal annars sagt að veiran muni hverfa með hækkandi hitastigi. Það muni gerast af sjálfu sér eins og „kraftaverk“. Þá hefur hann sömuleiðis haldið því fram að stutt sé í bóluefni gegn veirunni. Þó tilraunir séu byrjaðar segja sérfræðingar langt þar til bóluefni verði í boði. Blaðamenn Washington Post hafa haldið utan um öll þau skipti sem Trump hefur farið með ósannindi um kórónuveiruna. Þetta gekk á í margar vikur eða þar til í gær, átta vikum eftir að fyrsta tilfelli Covid-19 greindist í Bandaríkjunum. Trump steig í pontu í gærkvöldi og lagði fram ný viðmið ríkisstjórnarinnar og biðlaði til almennings um að gera sitt til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Sagði hann stöðuna alvarlega og sagði að ástandið gæti staðið yfir fram á sumar. Trump hætti þó ekki að vera Donald Trump og gaf hann sjálfum sér tíu af tíu í einkunn fyrir viðbrögð við veirunni, jafnvel þau hafi verið gagnrýnd harðlega og hann hafi verið sakaður um að klúðra þeim mjög. AP fréttaveitan segir breytinguna að hluta til vera til komna vegna aukinna áhyggja í Hvíta húsinu af því að krísa gæti ógnað endurkjöri Trump og arfleið hans. Hann hefur á undanförnum dögum lýst því yfir við ráðgjafa sína að hann sé viss um að veiran verði fyrirferðamikil í kosningabaráttunni. Faraldurinn hefur haft mikil og slæm áhrif á efnahag Bandaríkjanna og ráðgjafar hafa sagt honum að án aðgerða ríkisstjórnarinnar muni áhrifin verða verri og vara lengur. Ákall Trump eftir einingu Bandaríkjamanna gegn veirunni virðist ekki hafa varið lengi. Hann tísti nýverið harðri gagnrýni á ríkisstjóra Michigan, sem er Demókrati. Failing Michigan Governor must work harder and be much more proactive. We are pushing her to get the job done. I stand with Michigan!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 17, 2020 Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Frá því nýja kórónuveiran fór að dreifast utan landamæra Kína hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gert lítið úr veirunni og talað gegn ráðleggingum sérfræðinga. Aðrir íhaldsmenn í Bandaríkjunum og jafnvel heilu fjölmiðlarnir hafa slegið á svipaða strengi og sagt Covid-19, sjúkdóminn sem veiran veldur, vera lítið annað en flensu. Því hefur jafnvel verið haldið fram að um samsæri sé að ræða sem Demókratar séu að reyna að nota til að koma Trump frá völdum. Skortur á leiðsögn að ofan leiddi til þess að ríkis- og borgarstjórar gripu til eigin ráða. Forsetinn sjálfur dreifði ósannindum um veiruna, dró úr alvarleika málsins og sagði ástandið í Bandaríkjunum vera mun betra en það var. Hann hefur meðal annars sagt að veiran muni hverfa með hækkandi hitastigi. Það muni gerast af sjálfu sér eins og „kraftaverk“. Þá hefur hann sömuleiðis haldið því fram að stutt sé í bóluefni gegn veirunni. Þó tilraunir séu byrjaðar segja sérfræðingar langt þar til bóluefni verði í boði. Blaðamenn Washington Post hafa haldið utan um öll þau skipti sem Trump hefur farið með ósannindi um kórónuveiruna. Þetta gekk á í margar vikur eða þar til í gær, átta vikum eftir að fyrsta tilfelli Covid-19 greindist í Bandaríkjunum. Trump steig í pontu í gærkvöldi og lagði fram ný viðmið ríkisstjórnarinnar og biðlaði til almennings um að gera sitt til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Sagði hann stöðuna alvarlega og sagði að ástandið gæti staðið yfir fram á sumar. Trump hætti þó ekki að vera Donald Trump og gaf hann sjálfum sér tíu af tíu í einkunn fyrir viðbrögð við veirunni, jafnvel þau hafi verið gagnrýnd harðlega og hann hafi verið sakaður um að klúðra þeim mjög. AP fréttaveitan segir breytinguna að hluta til vera til komna vegna aukinna áhyggja í Hvíta húsinu af því að krísa gæti ógnað endurkjöri Trump og arfleið hans. Hann hefur á undanförnum dögum lýst því yfir við ráðgjafa sína að hann sé viss um að veiran verði fyrirferðamikil í kosningabaráttunni. Faraldurinn hefur haft mikil og slæm áhrif á efnahag Bandaríkjanna og ráðgjafar hafa sagt honum að án aðgerða ríkisstjórnarinnar muni áhrifin verða verri og vara lengur. Ákall Trump eftir einingu Bandaríkjamanna gegn veirunni virðist ekki hafa varið lengi. Hann tísti nýverið harðri gagnrýni á ríkisstjóra Michigan, sem er Demókrati. Failing Michigan Governor must work harder and be much more proactive. We are pushing her to get the job done. I stand with Michigan!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 17, 2020
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira