Loka Háteigsskóla í tvær vikur Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2020 18:08 Háteigsskóli í morgun. Vísir/vilhelm Stjórnendur Háteigsskóla hafa tekið ákvörðun um að loka skólanum fyrir nemendum í fjórtán daga í samráði við almannavarnir og sóttvarnalæknir. Skólanum var lokað í dag eftir að þrír starfsmenn greindust með Covid-19-sjúkdóminn af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru. Hvorki aðrir starfsmenn né nemendur verða þó settir í sóttkví vegna þess. Í tilkynningu til foreldra kemur fram að ákvörðunin um lokun skólans sé tekin til að freista þessa að hægja á söfnun smita eins mikið og hægt er og koma í veg fyrir að fleiri veikist. Skólastjórnendur árétta þó að skólinn teljist ekki sýktur. Beina þeir því til nemenda og starfsmanna sem hafa verið settir í sóttkví eða eru veikur fari eftir fyrirmælum almannavarna og landlæknis. Hvorki aðrir nemendur né starfsmenn eru settir í sóttkví í tengslum við lokunina. „Þær sviptingar sem hafa orðið á skólastarfi síðustu daga eiga sér varla hliðstæðu í manna minnum. Mikilvægt er fyrir okkur öll, foreldra jafnt sem kennara, að taka höndum saman og hlúa að börnunum og skapa þeim traust og öruggt umhverfi. Nú fer í hönd tími þar sem nám og uppeldi fær nýja og víðtækari merkingu þar sem samvera og samtal skiptir meira máli en nokkru sinni áður. Skólinn mun vera í sambandi við foreldra eins fljótt og auðið er varðandi framhald á skólastarfi við þessar óvenjulegu aðstæður,“ segir í pósti sem Arndís Steindórsdóttir, skólastjóri, og Þórður G. Óskarsson, aðstoðarskólastjóri skrifa undir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Stjórnendur Háteigsskóla hafa tekið ákvörðun um að loka skólanum fyrir nemendum í fjórtán daga í samráði við almannavarnir og sóttvarnalæknir. Skólanum var lokað í dag eftir að þrír starfsmenn greindust með Covid-19-sjúkdóminn af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru. Hvorki aðrir starfsmenn né nemendur verða þó settir í sóttkví vegna þess. Í tilkynningu til foreldra kemur fram að ákvörðunin um lokun skólans sé tekin til að freista þessa að hægja á söfnun smita eins mikið og hægt er og koma í veg fyrir að fleiri veikist. Skólastjórnendur árétta þó að skólinn teljist ekki sýktur. Beina þeir því til nemenda og starfsmanna sem hafa verið settir í sóttkví eða eru veikur fari eftir fyrirmælum almannavarna og landlæknis. Hvorki aðrir nemendur né starfsmenn eru settir í sóttkví í tengslum við lokunina. „Þær sviptingar sem hafa orðið á skólastarfi síðustu daga eiga sér varla hliðstæðu í manna minnum. Mikilvægt er fyrir okkur öll, foreldra jafnt sem kennara, að taka höndum saman og hlúa að börnunum og skapa þeim traust og öruggt umhverfi. Nú fer í hönd tími þar sem nám og uppeldi fær nýja og víðtækari merkingu þar sem samvera og samtal skiptir meira máli en nokkru sinni áður. Skólinn mun vera í sambandi við foreldra eins fljótt og auðið er varðandi framhald á skólastarfi við þessar óvenjulegu aðstæður,“ segir í pósti sem Arndís Steindórsdóttir, skólastjóri, og Þórður G. Óskarsson, aðstoðarskólastjóri skrifa undir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira