Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2020 11:16 Fjöldi sýktra heilbrigðisstarfsmanna er mjög hár í landinu eða hlutfallslega tvöfallt hærri en í Kína. AP/Luca Bruno Yfirvöld Ítalíu hafa ákveðið að fella niður lokapróf læknanema og útskrifa þá án þeirra. Aðgerðirnar ná yfir um tíu þúsund læknanema sem munu því útskrifast átta til níu mánuðum á undan áætlun. Markmiðið er að hjálpa heilbrigðiskerfi landsins sem er á kafi vegna nýju kórónuveirunnar en einnig hefur verið kallað eftir því að læknar á eftirlaunum snúi aftur til starfa. Um það bil þrjár vikur eru síðan krísan hófst á Ítalíu og á þeim tíma hafa sjúklingar bókstaflega hrannast upp. AP fréttaveitan ræddi við lækni í Brescia sem segir tómu húsnæði hafa verið breytt í gjörgæslu, þvottahúsi breytt í biðstofu og tjöld séu notuð til að greina sjúklinga. Náist ekki tök á ástandinu segir Sergio Cattaneo að heilbrigðiskerfi landsins, og þá sérstaklega norðurhluta þess, muni kikna undan álaginu. Cattaneo segir hraði útbreiðslu veirunnar hafa komið öllum á óvart og hana verði að stöðva. Um 2.500 hafa látið lífið á Ítalíu og rúmlega 31 þúsund smit hafa verið staðfest. Af þeim eru rúmlega 2.600 heilbrigðisstarfsmenn. Fjöldi sýktra heilbrigðisstarfsmanna er mjög hár í landinu eða hlutfallslega tvöfalt hærri en í Kína. Hér má sjá tíst frá forseta Gimbe Foundation á Ítalíu, sem eru samtök sem vinna að bótum á heilbrigðiskerfi landsins. Hann segir fjölda sýktra heilbrigðisstarfsmanna vera gífurlegt vandamál. #coronavirus: parliamo di un gravissimo problema.Il contagio degli operatori sanitari:- Sino a 11-3 non conoscevamo i numeri- Oggi sono 2.629 (8,3% dei casi totali)- Procedure e dispositivi protezione ancora inadeguatiPrendersi cura di chi si prende cura#COVID19italia pic.twitter.com/KfmCyRweiD— Nino Cartabellotta (@Cartabellotta) March 17, 2020 Samkvæmt frétt ítölsku fréttaveitunnar ANSA hefur AirBNB á Ítalíu boðið nýjum læknum og hjúkrunarfræðingum að finna tímabundið húsnæði að kostnaðarlaus. Ekki bara skortur á fólki Skortur á fólki er þó ekki eina vandamál heilbrigðiskerfis Ítalíu og jafnvel ekki einu sinni stærsta vandamálið. Þar er nefnilega mikill skortur hlífðarbúnaði og á öndunarvélum, eins og víða annars staðar í heiminum. Hingað til hefur um tíu prósent þeirra sem smitast þurft á innlögn á gjörgæslu að halda og þá sérstaklega vegna öndunarörðugleika. Yfirvöld Langbarðalands (Lombardy) vinna nú að því að byggja stærðarinnar bráðabirgðagjörgæslu í Mílan, þar sem á að koma fyrir 400 sjúklingum. Sérfræðingar og heilbrigðisstarfsmenn óttast þó að hvorki verði hægt að finna búnað eins og öndunarvélar fyrir sjúkrahúsið né manna það. Almannavarnir Ítalíu hafa gagnrýnt önnur ríki, þar sem hlífðarbúnaður eins og grímur og einnota hanskar er framleiddur, harðlega fyrir að stöðva útflutning slíkra vara til Ítalíu. Angelo Borrelli, yfirmaður Almannavarna Ítalíu, hefur sérstaklega nefnt Indland, Rússlands, Rúmeníu og Frakkland í því samhengi. Fangar á Ítalíu hafa þess vegna verið fengnir til að framleiða hlífðargrímur og er áætlað að þeir geti framleitt um tíu þúsund á dag. Bannað að reka fólk Ríkisstjórn Ítalíu hefur samþykkt 25 milljarða evra neyðarpakka sem ætlað er að styrkja stoðir heilbrigðiskerfis landsins og í senn styðja efnahag þess. Sergio Mattarella skrifaði undir lögin, sem kallast „Cura-Italia“, í morgun. Lögin fela meðal annars í sér aðgerðir sem snúa að skattaafslætti, frestun greiðslu opinberra gjalda, mataraðstoð fyrir fátæka og þá var kosningum á Ítalíu frestað fram á haust. Einnig verður fyrirtækjum meinað að reka fólk, án góðra ástæðna, næstu tvo mánuðina og foreldrar barna í skólum sem hefur veirð lokað fá aukið leyfi frá störfum, svo eitthvað sé nefnt. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu reyndi að stappa stálinu í þjóðina í gær. Oggi stiamo affrontando una nuova prova. Difficilissima. Sono tanti gli italiani che in queste ore versano lacrime per la perdita di un familiare, che vivono l angoscia di un ricovero, la lontananza dei propri cari, la chiusura della propria attività, l incertezza del futuro.— Giuseppe Conte (@GiuseppeConteIT) March 17, 2020 Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Yfirvöld Ítalíu hafa ákveðið að fella niður lokapróf læknanema og útskrifa þá án þeirra. Aðgerðirnar ná yfir um tíu þúsund læknanema sem munu því útskrifast átta til níu mánuðum á undan áætlun. Markmiðið er að hjálpa heilbrigðiskerfi landsins sem er á kafi vegna nýju kórónuveirunnar en einnig hefur verið kallað eftir því að læknar á eftirlaunum snúi aftur til starfa. Um það bil þrjár vikur eru síðan krísan hófst á Ítalíu og á þeim tíma hafa sjúklingar bókstaflega hrannast upp. AP fréttaveitan ræddi við lækni í Brescia sem segir tómu húsnæði hafa verið breytt í gjörgæslu, þvottahúsi breytt í biðstofu og tjöld séu notuð til að greina sjúklinga. Náist ekki tök á ástandinu segir Sergio Cattaneo að heilbrigðiskerfi landsins, og þá sérstaklega norðurhluta þess, muni kikna undan álaginu. Cattaneo segir hraði útbreiðslu veirunnar hafa komið öllum á óvart og hana verði að stöðva. Um 2.500 hafa látið lífið á Ítalíu og rúmlega 31 þúsund smit hafa verið staðfest. Af þeim eru rúmlega 2.600 heilbrigðisstarfsmenn. Fjöldi sýktra heilbrigðisstarfsmanna er mjög hár í landinu eða hlutfallslega tvöfalt hærri en í Kína. Hér má sjá tíst frá forseta Gimbe Foundation á Ítalíu, sem eru samtök sem vinna að bótum á heilbrigðiskerfi landsins. Hann segir fjölda sýktra heilbrigðisstarfsmanna vera gífurlegt vandamál. #coronavirus: parliamo di un gravissimo problema.Il contagio degli operatori sanitari:- Sino a 11-3 non conoscevamo i numeri- Oggi sono 2.629 (8,3% dei casi totali)- Procedure e dispositivi protezione ancora inadeguatiPrendersi cura di chi si prende cura#COVID19italia pic.twitter.com/KfmCyRweiD— Nino Cartabellotta (@Cartabellotta) March 17, 2020 Samkvæmt frétt ítölsku fréttaveitunnar ANSA hefur AirBNB á Ítalíu boðið nýjum læknum og hjúkrunarfræðingum að finna tímabundið húsnæði að kostnaðarlaus. Ekki bara skortur á fólki Skortur á fólki er þó ekki eina vandamál heilbrigðiskerfis Ítalíu og jafnvel ekki einu sinni stærsta vandamálið. Þar er nefnilega mikill skortur hlífðarbúnaði og á öndunarvélum, eins og víða annars staðar í heiminum. Hingað til hefur um tíu prósent þeirra sem smitast þurft á innlögn á gjörgæslu að halda og þá sérstaklega vegna öndunarörðugleika. Yfirvöld Langbarðalands (Lombardy) vinna nú að því að byggja stærðarinnar bráðabirgðagjörgæslu í Mílan, þar sem á að koma fyrir 400 sjúklingum. Sérfræðingar og heilbrigðisstarfsmenn óttast þó að hvorki verði hægt að finna búnað eins og öndunarvélar fyrir sjúkrahúsið né manna það. Almannavarnir Ítalíu hafa gagnrýnt önnur ríki, þar sem hlífðarbúnaður eins og grímur og einnota hanskar er framleiddur, harðlega fyrir að stöðva útflutning slíkra vara til Ítalíu. Angelo Borrelli, yfirmaður Almannavarna Ítalíu, hefur sérstaklega nefnt Indland, Rússlands, Rúmeníu og Frakkland í því samhengi. Fangar á Ítalíu hafa þess vegna verið fengnir til að framleiða hlífðargrímur og er áætlað að þeir geti framleitt um tíu þúsund á dag. Bannað að reka fólk Ríkisstjórn Ítalíu hefur samþykkt 25 milljarða evra neyðarpakka sem ætlað er að styrkja stoðir heilbrigðiskerfis landsins og í senn styðja efnahag þess. Sergio Mattarella skrifaði undir lögin, sem kallast „Cura-Italia“, í morgun. Lögin fela meðal annars í sér aðgerðir sem snúa að skattaafslætti, frestun greiðslu opinberra gjalda, mataraðstoð fyrir fátæka og þá var kosningum á Ítalíu frestað fram á haust. Einnig verður fyrirtækjum meinað að reka fólk, án góðra ástæðna, næstu tvo mánuðina og foreldrar barna í skólum sem hefur veirð lokað fá aukið leyfi frá störfum, svo eitthvað sé nefnt. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu reyndi að stappa stálinu í þjóðina í gær. Oggi stiamo affrontando una nuova prova. Difficilissima. Sono tanti gli italiani che in queste ore versano lacrime per la perdita di un familiare, che vivono l angoscia di un ricovero, la lontananza dei propri cari, la chiusura della propria attività, l incertezza del futuro.— Giuseppe Conte (@GiuseppeConteIT) March 17, 2020
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira