Apollo-geimfarinn Al Worden látinn Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2020 22:57 Al Worden í geimbúningi sínum áður en hann flaug til tunglsins í Apollo 15-leiðangrinum árið 1971. AP/NASA Al Worden, bandaríski geimfarinn sem fór á braut um tunglið í Apollo 15-leiðangrinum árið 1971, lést í dag, 88 ára að aldri. Á heimleiðinni varð Worden fyrsti maðurinn til að fara í geimgöngu utan sporbrautar jarðarinnar. AP-fréttastofan hefur eftir vini Worden að hann hafi andast í svefni í endurhæfingarmiðstöð í Houston í Texas þar sem hann var til meðferðar eftir sýkingu. Jim Bridenstine, forstjóri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lýsir Worden sem bandarískri hetju og fullyrðir að afrek hans í geimnum falli aldrei í gleymskunnar dá. I m deeply saddened to hear that Apollo astronaut Al Worden has passed away. Al was an American hero whose achievements in space and on Earth will never be forgotten. My prayers are with his family and friends. https://t.co/ZUx1yMv6iJ pic.twitter.com/Y7F6RT1foZ— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) March 18, 2020 Worden flaug stjórnhylkinu Endeavour á braut um tunglið á meðan tveir félagar hans, David Scott og Jim Irwin, gengu á tunglinu og prófuðu fyrsta tungljeppa NASA. Scott er á meðal fjögurra manna sem gengu á tunglinu sem eru enn á lífi. Irwin lést árið 1991. Apollo 15 var eini geimleiðangur Worden. Á leiðinni heim frá tunglinu fór hann út úr geimferjunni í um 322.000 kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Það var í fyrsta skipti sem maður fór í geimgöngu lengra úti í geimnum en á braut um jörðu. „Nú veit ég hvers vegna ég er hér. Ekki til að líta nánar á tunglið heldur til að horfa aftur heim, til jarðar,“ sagði Worden um leiðangurinn. Aðeins ellefu af geimförunum 24 sem flugu til tunglsins frá 1968 til 1972 eru nú eftir á lífi. Buzz Aldrin, annar maðurinn til að stíga fæti á tunglið, er einn þeirra. Hann minntist Worden með því að birta mynd af þeim saman með vísun í tíma þeirra í West Point-herskólanum á Twitter. Line of Grey, Be Thou at Peace! Godspeed Al. #Apollo15 pic.twitter.com/VClUdTv33p— Buzz Aldrin (@TheRealBuzz) March 18, 2020 Andlát Geimurinn Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Al Worden, bandaríski geimfarinn sem fór á braut um tunglið í Apollo 15-leiðangrinum árið 1971, lést í dag, 88 ára að aldri. Á heimleiðinni varð Worden fyrsti maðurinn til að fara í geimgöngu utan sporbrautar jarðarinnar. AP-fréttastofan hefur eftir vini Worden að hann hafi andast í svefni í endurhæfingarmiðstöð í Houston í Texas þar sem hann var til meðferðar eftir sýkingu. Jim Bridenstine, forstjóri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lýsir Worden sem bandarískri hetju og fullyrðir að afrek hans í geimnum falli aldrei í gleymskunnar dá. I m deeply saddened to hear that Apollo astronaut Al Worden has passed away. Al was an American hero whose achievements in space and on Earth will never be forgotten. My prayers are with his family and friends. https://t.co/ZUx1yMv6iJ pic.twitter.com/Y7F6RT1foZ— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) March 18, 2020 Worden flaug stjórnhylkinu Endeavour á braut um tunglið á meðan tveir félagar hans, David Scott og Jim Irwin, gengu á tunglinu og prófuðu fyrsta tungljeppa NASA. Scott er á meðal fjögurra manna sem gengu á tunglinu sem eru enn á lífi. Irwin lést árið 1991. Apollo 15 var eini geimleiðangur Worden. Á leiðinni heim frá tunglinu fór hann út úr geimferjunni í um 322.000 kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Það var í fyrsta skipti sem maður fór í geimgöngu lengra úti í geimnum en á braut um jörðu. „Nú veit ég hvers vegna ég er hér. Ekki til að líta nánar á tunglið heldur til að horfa aftur heim, til jarðar,“ sagði Worden um leiðangurinn. Aðeins ellefu af geimförunum 24 sem flugu til tunglsins frá 1968 til 1972 eru nú eftir á lífi. Buzz Aldrin, annar maðurinn til að stíga fæti á tunglið, er einn þeirra. Hann minntist Worden með því að birta mynd af þeim saman með vísun í tíma þeirra í West Point-herskólanum á Twitter. Line of Grey, Be Thou at Peace! Godspeed Al. #Apollo15 pic.twitter.com/VClUdTv33p— Buzz Aldrin (@TheRealBuzz) March 18, 2020
Andlát Geimurinn Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira