Smitin gætu orðið 1.200 eftir þrjár vikur Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2020 19:07 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt að 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur. Hertar aðgerðir til að hefta útbreiðsluna eru ekki útilokaðar. Töluverð fjölgun hefur orðið í greindum kórónuveirusmitum á Íslandi undanfarna daga. Þeim hefur fjölgað um áttatíu frá því í gær og eru nú orðin 330 samkvæmt síðustu opinberu tölum sem gefnar voru út. Sjá einnig: Veiran að ná sér á flug Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að reiknað væri með því að smitum haldi áfram að fjölga í þessum takti á næstunni í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöld. Ellefu til fimmtíu gætu veikst alvarlega Spálíkön sem yfirvöld hafi stuðst við bendi til þess að toppi faraldursins gæti verið náð eftir um þrjár vikur. Þá gætu um 1.200 manns hafa smitast, að sögn Víðis. Vísaði hann þar til spálíkans sem hópur sem sóttvarnalæknir kallaði saman gerði um líklega þróun faraldursins. Hópurinn skilaði fyrstu niðurstöðum sínum á upplýsingafundi með almannavörnum í gær. Í hópnum eru vísindamenn frá Háskóla Íslands, embættis landlæknis og Landspítala. Vísindamenn frá Háskóla Íslands, embætti landlæknis og Landspítala gerðu spálíkön sem almannavarnir styðjast við um ákvarðanir vegna faraldursins. Samkvæmt líkaninu gætu á bilinu þúsund til tvö þúsund manns hafa greinst með COVID-19 fyrir lok maí. Fjöldi greindra með virkan sjúkdóm gæti náð hámarki á fyrstu vikum apríl, sennilega um 600 manns en allt að 1.200 samkvæmt svartsýnustu spám. Allt að sextíu manns gætu þurft að leggjast inn á sjúkrahús á meðan faraldurinn gengur yfir en mögulega tvö hundruð manns ef allt fer á versta veg. Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna innlagna gæti verið um eða eftir miðjan apríl þegar gert er ráð fyri að um fjörutíu einstaklingar gætu legið á sjúkrahúsi, 120 í versta lagi. Af þeim gætu ellefu veikst alvarlega og þarfnast gjörgæslu. Svartsýnasta spá hljóðar upp á fimmtíu manns. Gætu hert reglur á minni stöðum Sjö smit hafa greinst í Vestmannaeyjum og 133 eru komnir í sóttkví þar. Í Húnaþingi vestra er um fimmtungur íbúa í sóttkví eftir að starfsmaður grunnskólans á Hvammstanga greindist smitaður. Víðir sagði koma til greina að herða reglurnar á þessum stöðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir að útgöngubann myndi valda gríðarlegum skaða Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 19. mars 2020 12:23 „Útgöngubann er ekki í spilunum“ Eins og staðan er núna er gróflega áætlað að fjöldi smita nái hamarki um miðjan apríl. Ekki stendur til að setja útgöngubann hér á landi þótt mögulega komi til greina að grípa til harðari aðgerða. 19. mars 2020 12:15 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt að 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur. Hertar aðgerðir til að hefta útbreiðsluna eru ekki útilokaðar. Töluverð fjölgun hefur orðið í greindum kórónuveirusmitum á Íslandi undanfarna daga. Þeim hefur fjölgað um áttatíu frá því í gær og eru nú orðin 330 samkvæmt síðustu opinberu tölum sem gefnar voru út. Sjá einnig: Veiran að ná sér á flug Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að reiknað væri með því að smitum haldi áfram að fjölga í þessum takti á næstunni í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöld. Ellefu til fimmtíu gætu veikst alvarlega Spálíkön sem yfirvöld hafi stuðst við bendi til þess að toppi faraldursins gæti verið náð eftir um þrjár vikur. Þá gætu um 1.200 manns hafa smitast, að sögn Víðis. Vísaði hann þar til spálíkans sem hópur sem sóttvarnalæknir kallaði saman gerði um líklega þróun faraldursins. Hópurinn skilaði fyrstu niðurstöðum sínum á upplýsingafundi með almannavörnum í gær. Í hópnum eru vísindamenn frá Háskóla Íslands, embættis landlæknis og Landspítala. Vísindamenn frá Háskóla Íslands, embætti landlæknis og Landspítala gerðu spálíkön sem almannavarnir styðjast við um ákvarðanir vegna faraldursins. Samkvæmt líkaninu gætu á bilinu þúsund til tvö þúsund manns hafa greinst með COVID-19 fyrir lok maí. Fjöldi greindra með virkan sjúkdóm gæti náð hámarki á fyrstu vikum apríl, sennilega um 600 manns en allt að 1.200 samkvæmt svartsýnustu spám. Allt að sextíu manns gætu þurft að leggjast inn á sjúkrahús á meðan faraldurinn gengur yfir en mögulega tvö hundruð manns ef allt fer á versta veg. Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna innlagna gæti verið um eða eftir miðjan apríl þegar gert er ráð fyri að um fjörutíu einstaklingar gætu legið á sjúkrahúsi, 120 í versta lagi. Af þeim gætu ellefu veikst alvarlega og þarfnast gjörgæslu. Svartsýnasta spá hljóðar upp á fimmtíu manns. Gætu hert reglur á minni stöðum Sjö smit hafa greinst í Vestmannaeyjum og 133 eru komnir í sóttkví þar. Í Húnaþingi vestra er um fimmtungur íbúa í sóttkví eftir að starfsmaður grunnskólans á Hvammstanga greindist smitaður. Víðir sagði koma til greina að herða reglurnar á þessum stöðum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir að útgöngubann myndi valda gríðarlegum skaða Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 19. mars 2020 12:23 „Útgöngubann er ekki í spilunum“ Eins og staðan er núna er gróflega áætlað að fjöldi smita nái hamarki um miðjan apríl. Ekki stendur til að setja útgöngubann hér á landi þótt mögulega komi til greina að grípa til harðari aðgerða. 19. mars 2020 12:15 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Segir að útgöngubann myndi valda gríðarlegum skaða Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 19. mars 2020 12:23
„Útgöngubann er ekki í spilunum“ Eins og staðan er núna er gróflega áætlað að fjöldi smita nái hamarki um miðjan apríl. Ekki stendur til að setja útgöngubann hér á landi þótt mögulega komi til greina að grípa til harðari aðgerða. 19. mars 2020 12:15