Gáfu Landspítalanum fimmtán öndunarvélar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2020 15:54 Reykjavík vetur Vísir/Vilhelm Landspítalanum bárust síðdegis fimmtán öndunarvélar til notkunar á Landspítalanum. Um er að ræða gjöf sem berst frá Bandaríkjunum að frumkvæði Íslendinga ytra sem vilja ekki láta nafns síns getið að svo stöddu. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir gjöfina gríðarlega mikilvæga í undirbúningi á spítalanum sem stendur sem allra hæst vegna kórónuveirunnar. „Þær voru að lenda hjá okkur fyrir nokkrum mínútum. Það er beinlínis verið að opna pakkana,“ segir Anna Sigrún. 26 öndunarvélar eru á gjörgæsludeild Landspítalans fyrir og útboð vegna nýrra öndunarvéla, þrjátíu talsins, stendur yfir. Barátta er að markaðnum eðli máls samkvæmt enda kórónuveirufaraldur um allan heim og heilbrigðisyfirvöld í hörðum slag um tækjabúnað. Gjöfin inniheldur þrjár öndunarvélar til notkunar á gjörgæslu og tólf sem hægt er að nota á almennum deildum. Þá munu fimm öndunarvélar til notkunar á gjörgæslu bætast við á næstunni. Kærkomin gjöf og gott betur. Anna Sigrún segir að öndunarvélarnar séu af gerð sem hafi áður verið í notkun á spítalanum. Sem skipti máli og auðveldi allt. Nú sé verið að yfirfara vélarnar og ganga úr skugga um að allir íhlutir séu á sínum stað svo hægt verði að taka þær í notkun þegar þörf krefur. Hinir gjafmildu, sem eru að stofninum til íslenskir að sögn Önnu Sigrúnar, vilja ekki láta nafns síns getið að svo stöddu. Viðkomandi hafi farið í þetta verkefni að frumkvæði, leitað uppi vélar og fundu. Þær bárust svo í dag. „Þetta skiptir okkur miklu máli. Við erum ljónheppin!“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrstu var talið að allar öndunarvélarnar fimmtán væru fyrir gjörgæslu. Þá liggur nú fyrir að fimm öndunarvélar bætast við á næstunni og stefnir því í heildargjöf upp á átta öndunarvélar fyrir gjörgæslu og tólf til notkunar á almennri deild. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Landspítalanum bárust síðdegis fimmtán öndunarvélar til notkunar á Landspítalanum. Um er að ræða gjöf sem berst frá Bandaríkjunum að frumkvæði Íslendinga ytra sem vilja ekki láta nafns síns getið að svo stöddu. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir gjöfina gríðarlega mikilvæga í undirbúningi á spítalanum sem stendur sem allra hæst vegna kórónuveirunnar. „Þær voru að lenda hjá okkur fyrir nokkrum mínútum. Það er beinlínis verið að opna pakkana,“ segir Anna Sigrún. 26 öndunarvélar eru á gjörgæsludeild Landspítalans fyrir og útboð vegna nýrra öndunarvéla, þrjátíu talsins, stendur yfir. Barátta er að markaðnum eðli máls samkvæmt enda kórónuveirufaraldur um allan heim og heilbrigðisyfirvöld í hörðum slag um tækjabúnað. Gjöfin inniheldur þrjár öndunarvélar til notkunar á gjörgæslu og tólf sem hægt er að nota á almennum deildum. Þá munu fimm öndunarvélar til notkunar á gjörgæslu bætast við á næstunni. Kærkomin gjöf og gott betur. Anna Sigrún segir að öndunarvélarnar séu af gerð sem hafi áður verið í notkun á spítalanum. Sem skipti máli og auðveldi allt. Nú sé verið að yfirfara vélarnar og ganga úr skugga um að allir íhlutir séu á sínum stað svo hægt verði að taka þær í notkun þegar þörf krefur. Hinir gjafmildu, sem eru að stofninum til íslenskir að sögn Önnu Sigrúnar, vilja ekki láta nafns síns getið að svo stöddu. Viðkomandi hafi farið í þetta verkefni að frumkvæði, leitað uppi vélar og fundu. Þær bárust svo í dag. „Þetta skiptir okkur miklu máli. Við erum ljónheppin!“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrstu var talið að allar öndunarvélarnar fimmtán væru fyrir gjörgæslu. Þá liggur nú fyrir að fimm öndunarvélar bætast við á næstunni og stefnir því í heildargjöf upp á átta öndunarvélar fyrir gjörgæslu og tólf til notkunar á almennri deild.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira