Fær ekki að hitta eiginkonu sína til sextíu ára Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. mars 2020 21:30 Birgir Guðjónsson læknir Sigurjón Ólason „Enginn getur komið í staðinn fyrir ástvin“, segir maður sem hefur ekki fengið að hitta eiginkonu sína í nærri hálfan mánuð vegna heimsóknarbanns á hjúkrunarheimilum. Þau hjónin hafa verið saman í sextíu ár og segir hann aðskilnaðinn síðustu vikur hafa tekið verulega á. Eiginkona Birgis Guðjónssonar hefur síðustu misseri dvalið á hjúkrunarheimilinu Grund en hún er með alzheimer. „Ég er hjá henni alltaf eftirmiðdaginn og borða með henni um helgar. Þannig að ég hef séð hana hvern einasta dag síðan að hún lenti á stofnun sem eru næstum tvö ár núna,“ segir Birgir. Hefur ekki hitt hana í tvær vikur Fyrir um hálfum mánuði var sett á heimsóknarbann á sjúkrastofnanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það bann gildir meðal annars á hjúkrunarheimilinu Grund. Birgir hefur því ekki getað hitt eiginkonu sína síðan þá og hefur það reynst honum mjög erfitt. Birgir segist skilja það að settar séu takmarkanir á heimsóknir ættingja af ótta við smit. „Ég hefði tekið þátt í að skipuleggja takmarkanir. Það er sjálfsagt að tryggja það að fólk sé sæmilega heilbrigt. Bæði hversu oft og svona má koma en að útiloka svona alveg það er brútalt,“ segir Birgir. Hann segir ástand margra íbúa þannig að lausnir eins og snjalltæki nýtist lítið. Birgir er læknir að mennt og segir hann margt skjóta skökku við þegar kemur að banninu. Til að mynda fari fjöldi starsmanna inn og út af hjúkrunarheimilunum á meðan ættingjar fá ekki að koma inn. „Læknisfræðilega stenst þetta ekki því að þetta er bundið við mjög afmarkaða hópa en það er fjöldi annarra sem mun þurfa að ganga um og koma utan að og þá er eins mikil smithætta hjá þeim,“ segir Birgir. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundar.Vísir/Egill Margir reiðir og sárir vegna bannsins Heimsóknabannið hefur áhrif á fjölda fólks um allt land en yfir tvö þúsund manns dvelja á hjúkrunarheimilum á landinu öllu. Þetta fólk fær ekki að hitta ættingja sína núna. „Flestir sýna þessu skilning. Margir eru reiðir, sárir, svekktir út í okkur og ég skil þær tilfinningar fullkomlega og hef samúð með þeim en á meðan að landlæknir og sóttvarnalæknir gefa út þessar leiðbeiningar um það að vera með heimsóknarbann þá hlýtum við því,“ segir Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundar heimilanna. Gísli segir að aðeins séu gefnar undanþágurnar frá banninu þegar fólk er komið í lífslokameðferð. Birgir sér ekki fram á að hitta eiginkonu sína næstu vikurnar. Hann óttast að henni geti farið aftur þar sem hún fær ekki að hitta fjölskylduna svona lengi. Þegar hún hitti hann síðast þá mundi hún varla nöfn barnanna þeirra þriggja. „Það er mikið af góðu starfsfólki og það er vel séð um hvern einstakling en það getur enginn komið í staðinn fyrir ástvin,“ segir Birgir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Reykjavík Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Heyrir daglega í fjölskyldu sinni í gengum síma vegna heimsóknarbanns Íbúi á Hrafnistu heyrir daglega í fjölskyldu sinni í síma meðan á heimsóknarbanni stendur vegna kórónuveirunnar. 9. mars 2020 20:39 Landspítalinn lokaður fyrir gestum Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. 6. mars 2020 17:50 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
„Enginn getur komið í staðinn fyrir ástvin“, segir maður sem hefur ekki fengið að hitta eiginkonu sína í nærri hálfan mánuð vegna heimsóknarbanns á hjúkrunarheimilum. Þau hjónin hafa verið saman í sextíu ár og segir hann aðskilnaðinn síðustu vikur hafa tekið verulega á. Eiginkona Birgis Guðjónssonar hefur síðustu misseri dvalið á hjúkrunarheimilinu Grund en hún er með alzheimer. „Ég er hjá henni alltaf eftirmiðdaginn og borða með henni um helgar. Þannig að ég hef séð hana hvern einasta dag síðan að hún lenti á stofnun sem eru næstum tvö ár núna,“ segir Birgir. Hefur ekki hitt hana í tvær vikur Fyrir um hálfum mánuði var sett á heimsóknarbann á sjúkrastofnanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það bann gildir meðal annars á hjúkrunarheimilinu Grund. Birgir hefur því ekki getað hitt eiginkonu sína síðan þá og hefur það reynst honum mjög erfitt. Birgir segist skilja það að settar séu takmarkanir á heimsóknir ættingja af ótta við smit. „Ég hefði tekið þátt í að skipuleggja takmarkanir. Það er sjálfsagt að tryggja það að fólk sé sæmilega heilbrigt. Bæði hversu oft og svona má koma en að útiloka svona alveg það er brútalt,“ segir Birgir. Hann segir ástand margra íbúa þannig að lausnir eins og snjalltæki nýtist lítið. Birgir er læknir að mennt og segir hann margt skjóta skökku við þegar kemur að banninu. Til að mynda fari fjöldi starsmanna inn og út af hjúkrunarheimilunum á meðan ættingjar fá ekki að koma inn. „Læknisfræðilega stenst þetta ekki því að þetta er bundið við mjög afmarkaða hópa en það er fjöldi annarra sem mun þurfa að ganga um og koma utan að og þá er eins mikil smithætta hjá þeim,“ segir Birgir. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundar.Vísir/Egill Margir reiðir og sárir vegna bannsins Heimsóknabannið hefur áhrif á fjölda fólks um allt land en yfir tvö þúsund manns dvelja á hjúkrunarheimilum á landinu öllu. Þetta fólk fær ekki að hitta ættingja sína núna. „Flestir sýna þessu skilning. Margir eru reiðir, sárir, svekktir út í okkur og ég skil þær tilfinningar fullkomlega og hef samúð með þeim en á meðan að landlæknir og sóttvarnalæknir gefa út þessar leiðbeiningar um það að vera með heimsóknarbann þá hlýtum við því,“ segir Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundar heimilanna. Gísli segir að aðeins séu gefnar undanþágurnar frá banninu þegar fólk er komið í lífslokameðferð. Birgir sér ekki fram á að hitta eiginkonu sína næstu vikurnar. Hann óttast að henni geti farið aftur þar sem hún fær ekki að hitta fjölskylduna svona lengi. Þegar hún hitti hann síðast þá mundi hún varla nöfn barnanna þeirra þriggja. „Það er mikið af góðu starfsfólki og það er vel séð um hvern einstakling en það getur enginn komið í staðinn fyrir ástvin,“ segir Birgir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Reykjavík Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Heyrir daglega í fjölskyldu sinni í gengum síma vegna heimsóknarbanns Íbúi á Hrafnistu heyrir daglega í fjölskyldu sinni í síma meðan á heimsóknarbanni stendur vegna kórónuveirunnar. 9. mars 2020 20:39 Landspítalinn lokaður fyrir gestum Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. 6. mars 2020 17:50 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Heyrir daglega í fjölskyldu sinni í gengum síma vegna heimsóknarbanns Íbúi á Hrafnistu heyrir daglega í fjölskyldu sinni í síma meðan á heimsóknarbanni stendur vegna kórónuveirunnar. 9. mars 2020 20:39
Landspítalinn lokaður fyrir gestum Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. 6. mars 2020 17:50