Fær ekki að hitta eiginkonu sína til sextíu ára Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. mars 2020 21:30 Birgir Guðjónsson læknir Sigurjón Ólason „Enginn getur komið í staðinn fyrir ástvin“, segir maður sem hefur ekki fengið að hitta eiginkonu sína í nærri hálfan mánuð vegna heimsóknarbanns á hjúkrunarheimilum. Þau hjónin hafa verið saman í sextíu ár og segir hann aðskilnaðinn síðustu vikur hafa tekið verulega á. Eiginkona Birgis Guðjónssonar hefur síðustu misseri dvalið á hjúkrunarheimilinu Grund en hún er með alzheimer. „Ég er hjá henni alltaf eftirmiðdaginn og borða með henni um helgar. Þannig að ég hef séð hana hvern einasta dag síðan að hún lenti á stofnun sem eru næstum tvö ár núna,“ segir Birgir. Hefur ekki hitt hana í tvær vikur Fyrir um hálfum mánuði var sett á heimsóknarbann á sjúkrastofnanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það bann gildir meðal annars á hjúkrunarheimilinu Grund. Birgir hefur því ekki getað hitt eiginkonu sína síðan þá og hefur það reynst honum mjög erfitt. Birgir segist skilja það að settar séu takmarkanir á heimsóknir ættingja af ótta við smit. „Ég hefði tekið þátt í að skipuleggja takmarkanir. Það er sjálfsagt að tryggja það að fólk sé sæmilega heilbrigt. Bæði hversu oft og svona má koma en að útiloka svona alveg það er brútalt,“ segir Birgir. Hann segir ástand margra íbúa þannig að lausnir eins og snjalltæki nýtist lítið. Birgir er læknir að mennt og segir hann margt skjóta skökku við þegar kemur að banninu. Til að mynda fari fjöldi starsmanna inn og út af hjúkrunarheimilunum á meðan ættingjar fá ekki að koma inn. „Læknisfræðilega stenst þetta ekki því að þetta er bundið við mjög afmarkaða hópa en það er fjöldi annarra sem mun þurfa að ganga um og koma utan að og þá er eins mikil smithætta hjá þeim,“ segir Birgir. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundar.Vísir/Egill Margir reiðir og sárir vegna bannsins Heimsóknabannið hefur áhrif á fjölda fólks um allt land en yfir tvö þúsund manns dvelja á hjúkrunarheimilum á landinu öllu. Þetta fólk fær ekki að hitta ættingja sína núna. „Flestir sýna þessu skilning. Margir eru reiðir, sárir, svekktir út í okkur og ég skil þær tilfinningar fullkomlega og hef samúð með þeim en á meðan að landlæknir og sóttvarnalæknir gefa út þessar leiðbeiningar um það að vera með heimsóknarbann þá hlýtum við því,“ segir Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundar heimilanna. Gísli segir að aðeins séu gefnar undanþágurnar frá banninu þegar fólk er komið í lífslokameðferð. Birgir sér ekki fram á að hitta eiginkonu sína næstu vikurnar. Hann óttast að henni geti farið aftur þar sem hún fær ekki að hitta fjölskylduna svona lengi. Þegar hún hitti hann síðast þá mundi hún varla nöfn barnanna þeirra þriggja. „Það er mikið af góðu starfsfólki og það er vel séð um hvern einstakling en það getur enginn komið í staðinn fyrir ástvin,“ segir Birgir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Reykjavík Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Heyrir daglega í fjölskyldu sinni í gengum síma vegna heimsóknarbanns Íbúi á Hrafnistu heyrir daglega í fjölskyldu sinni í síma meðan á heimsóknarbanni stendur vegna kórónuveirunnar. 9. mars 2020 20:39 Landspítalinn lokaður fyrir gestum Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. 6. mars 2020 17:50 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Enginn getur komið í staðinn fyrir ástvin“, segir maður sem hefur ekki fengið að hitta eiginkonu sína í nærri hálfan mánuð vegna heimsóknarbanns á hjúkrunarheimilum. Þau hjónin hafa verið saman í sextíu ár og segir hann aðskilnaðinn síðustu vikur hafa tekið verulega á. Eiginkona Birgis Guðjónssonar hefur síðustu misseri dvalið á hjúkrunarheimilinu Grund en hún er með alzheimer. „Ég er hjá henni alltaf eftirmiðdaginn og borða með henni um helgar. Þannig að ég hef séð hana hvern einasta dag síðan að hún lenti á stofnun sem eru næstum tvö ár núna,“ segir Birgir. Hefur ekki hitt hana í tvær vikur Fyrir um hálfum mánuði var sett á heimsóknarbann á sjúkrastofnanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það bann gildir meðal annars á hjúkrunarheimilinu Grund. Birgir hefur því ekki getað hitt eiginkonu sína síðan þá og hefur það reynst honum mjög erfitt. Birgir segist skilja það að settar séu takmarkanir á heimsóknir ættingja af ótta við smit. „Ég hefði tekið þátt í að skipuleggja takmarkanir. Það er sjálfsagt að tryggja það að fólk sé sæmilega heilbrigt. Bæði hversu oft og svona má koma en að útiloka svona alveg það er brútalt,“ segir Birgir. Hann segir ástand margra íbúa þannig að lausnir eins og snjalltæki nýtist lítið. Birgir er læknir að mennt og segir hann margt skjóta skökku við þegar kemur að banninu. Til að mynda fari fjöldi starsmanna inn og út af hjúkrunarheimilunum á meðan ættingjar fá ekki að koma inn. „Læknisfræðilega stenst þetta ekki því að þetta er bundið við mjög afmarkaða hópa en það er fjöldi annarra sem mun þurfa að ganga um og koma utan að og þá er eins mikil smithætta hjá þeim,“ segir Birgir. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundar.Vísir/Egill Margir reiðir og sárir vegna bannsins Heimsóknabannið hefur áhrif á fjölda fólks um allt land en yfir tvö þúsund manns dvelja á hjúkrunarheimilum á landinu öllu. Þetta fólk fær ekki að hitta ættingja sína núna. „Flestir sýna þessu skilning. Margir eru reiðir, sárir, svekktir út í okkur og ég skil þær tilfinningar fullkomlega og hef samúð með þeim en á meðan að landlæknir og sóttvarnalæknir gefa út þessar leiðbeiningar um það að vera með heimsóknarbann þá hlýtum við því,“ segir Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundar heimilanna. Gísli segir að aðeins séu gefnar undanþágurnar frá banninu þegar fólk er komið í lífslokameðferð. Birgir sér ekki fram á að hitta eiginkonu sína næstu vikurnar. Hann óttast að henni geti farið aftur þar sem hún fær ekki að hitta fjölskylduna svona lengi. Þegar hún hitti hann síðast þá mundi hún varla nöfn barnanna þeirra þriggja. „Það er mikið af góðu starfsfólki og það er vel séð um hvern einstakling en það getur enginn komið í staðinn fyrir ástvin,“ segir Birgir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Reykjavík Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Heyrir daglega í fjölskyldu sinni í gengum síma vegna heimsóknarbanns Íbúi á Hrafnistu heyrir daglega í fjölskyldu sinni í síma meðan á heimsóknarbanni stendur vegna kórónuveirunnar. 9. mars 2020 20:39 Landspítalinn lokaður fyrir gestum Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. 6. mars 2020 17:50 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Heyrir daglega í fjölskyldu sinni í gengum síma vegna heimsóknarbanns Íbúi á Hrafnistu heyrir daglega í fjölskyldu sinni í síma meðan á heimsóknarbanni stendur vegna kórónuveirunnar. 9. mars 2020 20:39
Landspítalinn lokaður fyrir gestum Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. 6. mars 2020 17:50