Stórlega dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2020 11:22 Frá 13. mars fór að draga stórlega úr flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu og munar þar mest um hrun í flugi milli ríkja í Evrópu og Bandaríkjanna. vísir/vilhelm Stórlega hefur dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu eftir að hratt fór að draga úr flugumferð fyrr í mánuðinum. Framkvæmdastjóri Isavia ANS segir þessa krísu ólíka þeirri sem skapaðist vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri Isavia ANS segir ástandið í alþjóðafluginu nú ólíkt því sem skapaðist við hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum og eldgosið í Eyjafjallajökli.Isavia ANS Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri Isavia ANS sem rekur meðal annars alþjóðaflugstjórnarmiðstöðina á Reykjavíkurflugvelli segir að flugumferð á svæðinu hafi verið eðlileg fram til 13. mars miðað við fyrri ár. En á þessum árstíma sé eðlilegt að um 450 flugvélar fari um svæðið á sólarhring. „Í gær fóru hins vegar aðeins 156 flugfélar um flugstjórnarsvæðið á þeim sólarhring," segir Ásgeir. Umferðin hefur því dregist saman umsextíu og fimm prósent á tíu dögum. Ásgeir segir mestu muna um samdrátt í flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna og síðan mikinn samdrátt í flugi um Keflavíkurflugvöll. Þar hefur hefur komum og brottförum fækkað um rúmlega fjórðung síðustu daga. Ásgeir Pálsson segir að stjórnun flugumferðar á íslenska flugstjórnarsvæðinu verði tryggð.Isavia ANS Ásgeir segir þetta ástand ólíkt því þegar flugumferð raskaðist vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjunum og eldgossins í Eyjafjallajökli vegna þess að þá hafi ekki ríkt sú óvissa vegna heilsu starfsmanna og mögulegrar sóttkvíar þeirra og nú ríki. Sérstakar ráðstafanir hafi verið gerðar vegna þessarrar stöðu og Isavia ANS sé einbeitt í að komast í gegnum þetta ástand með allri nauðsynlegri þjónustu við alþjóðaflugið. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mikil röskun á millilandaflugi 23. mars 2020 10:44 240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36 Nánast öllu millilandaflugi í dag aflýst Í dag átti samkvæmt áætlun að fljúga til tíu áfangastaða í norður Ameríku og Evrópu frá Keflavíkurflugvelli en þrjátíu og fórum þessarra brottfara var aflýst. 22. mars 2020 14:50 Allar flugleiðir til landsins gætu lokast næstu mánaðamót Utanríkisráðherra hvetur Íslendinga erlendis til að snúa heim strax vegna þess að um næstu mánaðamót gætu allar flugleiðir hafa lokast vegna kórónuveirunnar. 22. mars 2020 09:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Stórlega hefur dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu eftir að hratt fór að draga úr flugumferð fyrr í mánuðinum. Framkvæmdastjóri Isavia ANS segir þessa krísu ólíka þeirri sem skapaðist vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri Isavia ANS segir ástandið í alþjóðafluginu nú ólíkt því sem skapaðist við hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum og eldgosið í Eyjafjallajökli.Isavia ANS Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri Isavia ANS sem rekur meðal annars alþjóðaflugstjórnarmiðstöðina á Reykjavíkurflugvelli segir að flugumferð á svæðinu hafi verið eðlileg fram til 13. mars miðað við fyrri ár. En á þessum árstíma sé eðlilegt að um 450 flugvélar fari um svæðið á sólarhring. „Í gær fóru hins vegar aðeins 156 flugfélar um flugstjórnarsvæðið á þeim sólarhring," segir Ásgeir. Umferðin hefur því dregist saman umsextíu og fimm prósent á tíu dögum. Ásgeir segir mestu muna um samdrátt í flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna og síðan mikinn samdrátt í flugi um Keflavíkurflugvöll. Þar hefur hefur komum og brottförum fækkað um rúmlega fjórðung síðustu daga. Ásgeir Pálsson segir að stjórnun flugumferðar á íslenska flugstjórnarsvæðinu verði tryggð.Isavia ANS Ásgeir segir þetta ástand ólíkt því þegar flugumferð raskaðist vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjunum og eldgossins í Eyjafjallajökli vegna þess að þá hafi ekki ríkt sú óvissa vegna heilsu starfsmanna og mögulegrar sóttkvíar þeirra og nú ríki. Sérstakar ráðstafanir hafi verið gerðar vegna þessarrar stöðu og Isavia ANS sé einbeitt í að komast í gegnum þetta ástand með allri nauðsynlegri þjónustu við alþjóðaflugið.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mikil röskun á millilandaflugi 23. mars 2020 10:44 240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36 Nánast öllu millilandaflugi í dag aflýst Í dag átti samkvæmt áætlun að fljúga til tíu áfangastaða í norður Ameríku og Evrópu frá Keflavíkurflugvelli en þrjátíu og fórum þessarra brottfara var aflýst. 22. mars 2020 14:50 Allar flugleiðir til landsins gætu lokast næstu mánaðamót Utanríkisráðherra hvetur Íslendinga erlendis til að snúa heim strax vegna þess að um næstu mánaðamót gætu allar flugleiðir hafa lokast vegna kórónuveirunnar. 22. mars 2020 09:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36
Nánast öllu millilandaflugi í dag aflýst Í dag átti samkvæmt áætlun að fljúga til tíu áfangastaða í norður Ameríku og Evrópu frá Keflavíkurflugvelli en þrjátíu og fórum þessarra brottfara var aflýst. 22. mars 2020 14:50
Allar flugleiðir til landsins gætu lokast næstu mánaðamót Utanríkisráðherra hvetur Íslendinga erlendis til að snúa heim strax vegna þess að um næstu mánaðamót gætu allar flugleiðir hafa lokast vegna kórónuveirunnar. 22. mars 2020 09:00