Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar

Konan sem lést úr COVID-19 sjúkdómnum í gær var með alvarlegan öndunarfærasjúkdóm. Réttindi þeirra sem tilheyra viðkvæmum hópum vegna veirunnar og ættu að vera í verndarsóttkví eru ekki tryggð, en farið verður nánar yfir þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar fjöllum við líka um smitrakningaforrit sem Almannavarnir vonast til að koma í loftið á mánudaginn. Þjóðin verður þá beðin að sækja forritið sem fylgist með ferðum fólks og getur þannig hraðað smitrakningavinnu til muna.

Þá verður rætt við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum um ástandið þar og við íbúa á Hvammstanga, sem kveðst finna fyrir smitskömm eftir að hafa farið út á meðal fólks, óafvitandi sýktur af COVID-19 sjúkdómnum.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30 og fréttirnar verða að sjálfsögðu í opinni dagskrá að vanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×