Sport

Real tilbúið að hleypa Bale frá félaginu í sumar eftir stormasamt samband við Zidane

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bale og Zidane á hliðarlínunni í vetur en samband þeirra er ekki upp á tíu.
Bale og Zidane á hliðarlínunni í vetur en samband þeirra er ekki upp á tíu. vísir/getty

Real Madrid hefur opnað dyrnar fyrir Gareth Bale og er tilbúið að láta hann fara í sumar en talið er ólíklegt að Wales-verjinn snúi ekki aftur í ensku úrvalsdeildina því launakröfur hans eru alltof háar.

Þessi frábæri leikmaður hefur verið ósáttur á Spáni um nokkurn tíma og hefur fallið hratt niður goggunarlistann eftir að Zidane tók aftur við stjórnartaumunum hjá Real.

Samband Bale og Zidane er ekki talið gott og reyndi Zidane að neyða Bale frá félaginu síðasta sumar. Það var vængmaðurinn ekki sáttur við og líkti því við hálfgert einelti.

Bale hefur einungis leikið átján leiki á þessari leiktíð og nú segja miðlar á Spáni að Madrídingar vilji losna við Bale af launaglistanum sínum. Hann fær 13,4 milljónir punda á ári.

Tottenham var talinn líklegur áfangastaður en sagt er að þeir ráði ekki við launapakka Bale. AS segir frá því að MLS sé líklegur áfangastaður Bale næsta sumar en hann hefur verið í herbúðum Real frá árinu 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×