Bara allt í einu! Sigríður Karlsdóttir skrifar 27. mars 2020 10:00 Dagur þrjátíu og eitthvað heima. Með börnin. Í tæplega 90 fermetrum. Og köttur. Þetta gæti verið byrjun á hryllingsmynd. En þetta var bara skrifað til að krydda upp komandi texta. Ég þori varla að viðurkenna þetta, en ég eeeeeelska þetta ástand. Ekki misskilja mig, ég er sorgmædd og ég er leið, sérstaklega þegar ég les um öll dauðsföllin og öll þessi veikindi. Ég vona heitt og innilega að við komumst nokkuð heil til baka. En í þessu ástandi, á degi þrjátíu og eitthvað, (Verkfall plús Kóróna) hefur mér ekki leiðst í 1 mínútu. Er ekki að grínast. Meina þetta. Ég bara hreinlega elska að vera heima í hellinum mínum með fjölskyldu minni og mega ekki fara út nema til að sækja fæðu. Eins og í gamla gamla gamla daga. Hluti af mér skammast mín fyrir að líða svona vel miðað við ástandið í heiminum. Sem sýnir það að innra ástand hefur ekkert með ytra ástand að gera. Ekki neitt. Ég vakna á morgnana. Hlusta á Sadhguru vin minn á Youtube í um það bil klukkustund. Fæ mér kaffi og vítamínvatn. Ég bið fyrir heiminum og hugleiði ljós inn í mína nánustu. Ég geri jógaæfingar og fæ að velja mér jógastöð og jógakennara beint heim í stofu. Eða kakóstund. Allir að gefa, engin eigingjarn. Getur þetta orðið eitthvað betra?? Ég fer í göngutúr út á sjó og hlusta á uppbyggilegt efni á meðan. Ég elda kvöldmat og ég baka fyrir kaffitíma á meðan ég hlusta á tónlist og syng upphátt. Vantar bara svuntuna. Ég púsla á gólfinu með börnunum og við lesum saman. Líf mitt er pínkuponsu eins og líf langömmu minnar. Nema hún var í 30 fermetrar. Með 17 börn. Ég þarf ekki að gera neitt. A Allt sem ég hélt að væri mikilvægt, er ekki rass í bala mikilvægt. Allt í einu er ég hætt að segja “bíddu” við börnin mín, eða “kannski seinna”. Allt í einu þarf ég ekki að skutla og sækja og er bara allíteinu er ég bara á sokkunum út á stétt með börnunum að syngja Eurovision lag. Allt í einu skiptir einkunnir ekki eins miklu máli eða vinna á einhverju íþróttamóti. Allt í einu er ekki hægt að lita á sér augabrúnirnar eða undirbúa sig í viku fyrir árshátíð sem stenst aldrei væntingar. Allt í einu tuða ég ekkert yfir heimalærdómi. Allt í einu má vera drasl því það kemur enginn í heimsókn. Allt í einu þarf ég að mæta mér og mínum tilfinningum í 90 fermetra íbúð með fullt af triggerum. Allt í einu er ég að mála steina sem ég fann í fjörunni. Mála allskonar kalla og yin og yang merkið. Bara alveg óvart er ég hætt að fara svona oft í búð og nýti allt miklu betur. Allt í einu leika allir sér bara í sínu horni og ég fer að leira. Alveg bara sísona. Allt í einu… …... þarf ég BARA MIG og ekkert annað. Þarf ekki einu sinni ís með dýfu. Það er svo klikkað bara að vera! Svo algjörlega klikkað ástand. Að fá tækifæri til að fá að vera, án þess að þurfa að gera, er algjörlega stórkostlegt! Móðir náttúra skoh! Skrefinu á undan. Klukkan er núna korter yfir sjö á fimmtudagskvöldi… held ég. Ég sit á púða á gólfinu í náttfötunum. Með heyrnartól en ekki að hlusta á neitt samt. Börnin eru einhvers staðar úti að leika. Heimatilbúin afgangur síðan í gær. Í alvöru krakkar…. ef þetta er ekki „lífið er núna“ þá er það ekkert. NJÓTIÐ!! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur þrjátíu og eitthvað heima. Með börnin. Í tæplega 90 fermetrum. Og köttur. Þetta gæti verið byrjun á hryllingsmynd. En þetta var bara skrifað til að krydda upp komandi texta. Ég þori varla að viðurkenna þetta, en ég eeeeeelska þetta ástand. Ekki misskilja mig, ég er sorgmædd og ég er leið, sérstaklega þegar ég les um öll dauðsföllin og öll þessi veikindi. Ég vona heitt og innilega að við komumst nokkuð heil til baka. En í þessu ástandi, á degi þrjátíu og eitthvað, (Verkfall plús Kóróna) hefur mér ekki leiðst í 1 mínútu. Er ekki að grínast. Meina þetta. Ég bara hreinlega elska að vera heima í hellinum mínum með fjölskyldu minni og mega ekki fara út nema til að sækja fæðu. Eins og í gamla gamla gamla daga. Hluti af mér skammast mín fyrir að líða svona vel miðað við ástandið í heiminum. Sem sýnir það að innra ástand hefur ekkert með ytra ástand að gera. Ekki neitt. Ég vakna á morgnana. Hlusta á Sadhguru vin minn á Youtube í um það bil klukkustund. Fæ mér kaffi og vítamínvatn. Ég bið fyrir heiminum og hugleiði ljós inn í mína nánustu. Ég geri jógaæfingar og fæ að velja mér jógastöð og jógakennara beint heim í stofu. Eða kakóstund. Allir að gefa, engin eigingjarn. Getur þetta orðið eitthvað betra?? Ég fer í göngutúr út á sjó og hlusta á uppbyggilegt efni á meðan. Ég elda kvöldmat og ég baka fyrir kaffitíma á meðan ég hlusta á tónlist og syng upphátt. Vantar bara svuntuna. Ég púsla á gólfinu með börnunum og við lesum saman. Líf mitt er pínkuponsu eins og líf langömmu minnar. Nema hún var í 30 fermetrar. Með 17 börn. Ég þarf ekki að gera neitt. A Allt sem ég hélt að væri mikilvægt, er ekki rass í bala mikilvægt. Allt í einu er ég hætt að segja “bíddu” við börnin mín, eða “kannski seinna”. Allt í einu þarf ég ekki að skutla og sækja og er bara allíteinu er ég bara á sokkunum út á stétt með börnunum að syngja Eurovision lag. Allt í einu skiptir einkunnir ekki eins miklu máli eða vinna á einhverju íþróttamóti. Allt í einu er ekki hægt að lita á sér augabrúnirnar eða undirbúa sig í viku fyrir árshátíð sem stenst aldrei væntingar. Allt í einu tuða ég ekkert yfir heimalærdómi. Allt í einu má vera drasl því það kemur enginn í heimsókn. Allt í einu þarf ég að mæta mér og mínum tilfinningum í 90 fermetra íbúð með fullt af triggerum. Allt í einu er ég að mála steina sem ég fann í fjörunni. Mála allskonar kalla og yin og yang merkið. Bara alveg óvart er ég hætt að fara svona oft í búð og nýti allt miklu betur. Allt í einu leika allir sér bara í sínu horni og ég fer að leira. Alveg bara sísona. Allt í einu… …... þarf ég BARA MIG og ekkert annað. Þarf ekki einu sinni ís með dýfu. Það er svo klikkað bara að vera! Svo algjörlega klikkað ástand. Að fá tækifæri til að fá að vera, án þess að þurfa að gera, er algjörlega stórkostlegt! Móðir náttúra skoh! Skrefinu á undan. Klukkan er núna korter yfir sjö á fimmtudagskvöldi… held ég. Ég sit á púða á gólfinu í náttfötunum. Með heyrnartól en ekki að hlusta á neitt samt. Börnin eru einhvers staðar úti að leika. Heimatilbúin afgangur síðan í gær. Í alvöru krakkar…. ef þetta er ekki „lífið er núna“ þá er það ekkert. NJÓTIÐ!!
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar