Goðsögn LA Rams líkir nýja merki liðsins við typpi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 16:00 Los Angeles Rams goðsögnin Eric Dickerson tekur sjálfu með stuðningsmönnum félagsins. Getty/Alika Jenner NFL-liðið Los Angeles Rams er að flytja á nýjan glæsilegan leikvang í úthverfi Los Angeles í haust og félagið ákvað að markaðssetja liðið upp á nýtt með nýju merki. Það eru hins vegar ekki allir sáttir með það og þar á meðal ein stærsta goðsögnin í sögu Hrútanna. Eric Dickerson var dögunum valinn í hundrað ára úrvalslið NFL-deildarinnar sem einn af tólf bestu hlaupurum sögunnar. Hann ræddi nýja merkið í viðtali við Los Angeles Times. Nýja merki Los Angeles Rams er skammstöfunin LA þar sem A-ið myndar um leið horn á hrúti. Eric Dickerson finnst að merkið ætti frekar að vera merki Los Angeles Chargers liðsins sem mun deila nýja leikvanginum í Inglewood með Los Angeles Rams. The ?????? ?????????????? Rams pic.twitter.com/qyspVxoHWX— Los Angeles Rams (@RamsNFL) March 23, 2020 „Ef þú segðir mér að þetta sé merki Chargers liðsins þá myndi ég svara að þetta væri svo sem í lagi. Stuðningsmennirnir okkar hata það. Þeir eru ekki hrifnir. Það eru þeir sem munu vera með það á sér. Fólkið á skrifstofunni klæðast því en þau kaupa þau ekki,“ sagði Eric Dickerson við Los Angeles Times. „Sumir segja að það líti út eins og typpi og það gerir það. Það segir svo margt. Það ætti að vera nóg svo að fólkið hjá Rams viðurkenni að þau hafi gert mistök,“ sagði Eric Dickerson Eric Dickerson on new Rams logo: It looks like a penis https://t.co/VZWm0bvmlu @FourVerts pic.twitter.com/FVt8wWesYY— NY Daily News Sports (@NYDNSports) March 26, 2020 Eric Dickerson var hlaupari hjá Los Angeles Rams á árunum 1983 til 1987 og var efstur í hlaupametrum í deildinni á þremur af þessum fjórum tímabilum og þá var hann fjórum sinnum valinn í lið ársins á þessum árum sínum hjá Rams. Eric Dickerson gerði meira en það því tímabilið 1984 setti hann met sem stendur enn þegar hann hljóp með boltann 2105 jarda og bætti þá met O. J. Simpson. Eric Dickerson var tekinn inn í frægðarhöllina árið 1999 en hann hefur alltaf verið óhræddur að segja skoðun sína á opinberum vettvangi og er vinsæll viðmælandi í bandarískum íþróttafjölmiðlum. Þetta er samt örugglega í fyrsta sinn sem merki íþróttaliðs þykir minna menn á getnaðarlim en sýnir svart á hvítu hvað Eric Dickerson og fleiri eru ósáttir með þetta nýja merki félagsins. .@RamsNFL fans, I reviewed your comments regarding our new logos and share in your disappointment. I ll be speaking with the Rams on our behalf. Please like if you prefer the logo on the left and retweet to vote for the logo on the right (Rams booster club).-The Rambassador pic.twitter.com/wZuzCzwdER— Eric Dickerson (@EricDickerson) March 25, 2020 NFL Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Sjá meira
NFL-liðið Los Angeles Rams er að flytja á nýjan glæsilegan leikvang í úthverfi Los Angeles í haust og félagið ákvað að markaðssetja liðið upp á nýtt með nýju merki. Það eru hins vegar ekki allir sáttir með það og þar á meðal ein stærsta goðsögnin í sögu Hrútanna. Eric Dickerson var dögunum valinn í hundrað ára úrvalslið NFL-deildarinnar sem einn af tólf bestu hlaupurum sögunnar. Hann ræddi nýja merkið í viðtali við Los Angeles Times. Nýja merki Los Angeles Rams er skammstöfunin LA þar sem A-ið myndar um leið horn á hrúti. Eric Dickerson finnst að merkið ætti frekar að vera merki Los Angeles Chargers liðsins sem mun deila nýja leikvanginum í Inglewood með Los Angeles Rams. The ?????? ?????????????? Rams pic.twitter.com/qyspVxoHWX— Los Angeles Rams (@RamsNFL) March 23, 2020 „Ef þú segðir mér að þetta sé merki Chargers liðsins þá myndi ég svara að þetta væri svo sem í lagi. Stuðningsmennirnir okkar hata það. Þeir eru ekki hrifnir. Það eru þeir sem munu vera með það á sér. Fólkið á skrifstofunni klæðast því en þau kaupa þau ekki,“ sagði Eric Dickerson við Los Angeles Times. „Sumir segja að það líti út eins og typpi og það gerir það. Það segir svo margt. Það ætti að vera nóg svo að fólkið hjá Rams viðurkenni að þau hafi gert mistök,“ sagði Eric Dickerson Eric Dickerson on new Rams logo: It looks like a penis https://t.co/VZWm0bvmlu @FourVerts pic.twitter.com/FVt8wWesYY— NY Daily News Sports (@NYDNSports) March 26, 2020 Eric Dickerson var hlaupari hjá Los Angeles Rams á árunum 1983 til 1987 og var efstur í hlaupametrum í deildinni á þremur af þessum fjórum tímabilum og þá var hann fjórum sinnum valinn í lið ársins á þessum árum sínum hjá Rams. Eric Dickerson gerði meira en það því tímabilið 1984 setti hann met sem stendur enn þegar hann hljóp með boltann 2105 jarda og bætti þá met O. J. Simpson. Eric Dickerson var tekinn inn í frægðarhöllina árið 1999 en hann hefur alltaf verið óhræddur að segja skoðun sína á opinberum vettvangi og er vinsæll viðmælandi í bandarískum íþróttafjölmiðlum. Þetta er samt örugglega í fyrsta sinn sem merki íþróttaliðs þykir minna menn á getnaðarlim en sýnir svart á hvítu hvað Eric Dickerson og fleiri eru ósáttir með þetta nýja merki félagsins. .@RamsNFL fans, I reviewed your comments regarding our new logos and share in your disappointment. I ll be speaking with the Rams on our behalf. Please like if you prefer the logo on the left and retweet to vote for the logo on the right (Rams booster club).-The Rambassador pic.twitter.com/wZuzCzwdER— Eric Dickerson (@EricDickerson) March 25, 2020
NFL Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Sjá meira