Dauðsföllum fækkar en Spánn tekur fram úr Kína Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2020 12:01 Maður fluttur á sjúkrahús á Spáni. AP/Alvaro Barrientos Dauðsföllum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hefur fækkað lítillega milli daga en þrátt fyrir það hefur Spánn tekið fram úr Kína hvað varðar fjölda staðfestra smita. Á Spáni hækkaði talan um 6.398 og hafa nú minnst 85.195 smit verið staðfest. Í Kína segja opinberar tölur að rúmlega 82 þúsund hafi smitast. 812 dóu síðasta sólarhringinn og hefur þeim fækkað lítillega fimm daga í röð. Alls hafa 7.340 dáið. Meðal þeirra sem hafa smitast á Spáni er Fernando Simón, talsmaður yfirvalda vegna kórónuveirunnar. AP fréttaveitan segir að Simón hafi upprunalega verið hrósað fyrir rólegt viðmót og skýrleika. Það hafi þó breyst með sífellt auknum fjölda smitaðra og látinna í landinu og hann hafi seinna meir verið gagnrýndur fyrir að gera lítið úr faraldrinum. Í Evrópu hefur ástandið verið hvað verst á Ítalíu og Spáni og hafa heilbrigðiskerfi landanna átt erfið með að eiga við vandamálið. Gjörgæslur í sex af sautján héröðum Spánar eru fullar og eru héröð til viðbótar við það að bætast á listann. Verið er að reisa bráðabirgðasjúkrahús víða til að fjölga rúmum. Einnig hefur fjöldi þeirra sem dáið hafa á milli daga lækkað lítillega á Ítalíu. Síðast dóu 756 á milli daga. Flest smit hafa þó greinst í Bandaríkjunum en þeim hefur fjölgað verulega að undanförnu vegna mikillar aukningar í skimunum. Alls hafa 143.055 greinst með veiruna þar í landi, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Þar hafa 2.513 dáið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ítalía Tengdar fréttir Vara við skorti á ferskvöru vegna faraldursins í Evrópu Skortur á ferskum ávöxtum og grænmeti í Evrópu er viðbúinn vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á vöruflutninga og starfsfólk sem týnir uppskeruna. Til skoðunar er að draga úr skorti með því að búa til sérstakar akreinar fyrir vöruflutninga með ferskvöru yfir landamæri innan Evrópu. 26. mars 2020 11:05 Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. 25. mars 2020 18:43 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Sjá meira
Dauðsföllum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hefur fækkað lítillega milli daga en þrátt fyrir það hefur Spánn tekið fram úr Kína hvað varðar fjölda staðfestra smita. Á Spáni hækkaði talan um 6.398 og hafa nú minnst 85.195 smit verið staðfest. Í Kína segja opinberar tölur að rúmlega 82 þúsund hafi smitast. 812 dóu síðasta sólarhringinn og hefur þeim fækkað lítillega fimm daga í röð. Alls hafa 7.340 dáið. Meðal þeirra sem hafa smitast á Spáni er Fernando Simón, talsmaður yfirvalda vegna kórónuveirunnar. AP fréttaveitan segir að Simón hafi upprunalega verið hrósað fyrir rólegt viðmót og skýrleika. Það hafi þó breyst með sífellt auknum fjölda smitaðra og látinna í landinu og hann hafi seinna meir verið gagnrýndur fyrir að gera lítið úr faraldrinum. Í Evrópu hefur ástandið verið hvað verst á Ítalíu og Spáni og hafa heilbrigðiskerfi landanna átt erfið með að eiga við vandamálið. Gjörgæslur í sex af sautján héröðum Spánar eru fullar og eru héröð til viðbótar við það að bætast á listann. Verið er að reisa bráðabirgðasjúkrahús víða til að fjölga rúmum. Einnig hefur fjöldi þeirra sem dáið hafa á milli daga lækkað lítillega á Ítalíu. Síðast dóu 756 á milli daga. Flest smit hafa þó greinst í Bandaríkjunum en þeim hefur fjölgað verulega að undanförnu vegna mikillar aukningar í skimunum. Alls hafa 143.055 greinst með veiruna þar í landi, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Þar hafa 2.513 dáið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ítalía Tengdar fréttir Vara við skorti á ferskvöru vegna faraldursins í Evrópu Skortur á ferskum ávöxtum og grænmeti í Evrópu er viðbúinn vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á vöruflutninga og starfsfólk sem týnir uppskeruna. Til skoðunar er að draga úr skorti með því að búa til sérstakar akreinar fyrir vöruflutninga með ferskvöru yfir landamæri innan Evrópu. 26. mars 2020 11:05 Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. 25. mars 2020 18:43 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Sjá meira
Vara við skorti á ferskvöru vegna faraldursins í Evrópu Skortur á ferskum ávöxtum og grænmeti í Evrópu er viðbúinn vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á vöruflutninga og starfsfólk sem týnir uppskeruna. Til skoðunar er að draga úr skorti með því að búa til sérstakar akreinar fyrir vöruflutninga með ferskvöru yfir landamæri innan Evrópu. 26. mars 2020 11:05
Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. 25. mars 2020 18:43