Þjálfari og liðsfélagar „dissuðu“ ákvörðun Ástu um að fara heim Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2020 23:00 Ásta Júlía Grímsdóttir ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Körfuboltakonan Ásta Júlía Grímsdóttir kveðst afar þakklát mömmu sinni fyrir að hafa ýtt á eftir því að hún legði af stað frá Bandaríkjunum til Íslands áður en samgöngur fóru enn meira úr skorðum vegna kórónuveirunnar. Ásta Júlía fór í Houston Baptist háskólann síðasta haust og lék körfubolta fyrir hans hönd í vetur eftir að hafa orðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari með Val í fyrra. Hún segir forráðamenn skólans hafa verið lengi að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar og er fegin að vera komin til fjölskyldu sinnar á Íslandi, eftir skrautlegt ferðalag heim. „Þetta var búið að vera í gangi mun lengur á Íslandi en ekki komið upp í Bandaríkjunum alveg strax. Skólinn minn var voða rólegur með þetta allt. Rétt fyrir „spring break“ heyrir mamma mín í mér og spyr hvort ég fari ekki að koma heim, en ég var alveg „af hverju ætti ég að koma heim? Það er ekkert í gangi hér.“ En eftir vorfríið byrjuðu fleiri skólar að flytja sig alveg „online“ og þá ákvað skólinn minn að gera það í tvær vikur og skoða svo málið,“ sagði Ásta Júlía í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Klippa: Sportið í dag: Ásta Júlía um ferðalag sitt frá BNA til Íslands „Maður getur ekkert ákveðið að fara heim í lok mars því að þá eru öll flug hætt og svona, svo mamma var með miklar áhyggjur af að ég myndi bara festast í Bandaríkjunum,“ sagði Ásta Júlía, en hvernig tók skólinn því að hún hygðist fara heim? „Ég flýg af stað heim á miðvikudegi en á mánudeginum talar mamma við þjálfarann og tekur einhvern veginn þessa ákvörðun fyrir mig, að kaupa flug og að ég fari heim. Þá var þjálfarinn minn bara: „Þetta er rugl. Þú ert að fara að koma hingað aftur eftir tvær vikur. Ef að þú ert tilbúin að eyða þessum peningum þá er það bara allt í lagi fyrir þig.“ Hún var rosa mikið að dissa þessa ákvörðun hjá mér að fara heim, og allar í liðinu mínu líka sem eru frá Evrópu og Ástralíu. Daginn eftir sendir svo þjálfarinn á alla foreldra um að kaupa flug strax því allt væri að loka. Þetta breyttist bara með hverjum degi,“ sagði Ásta Júlía. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild kvenna Bandaríski háskólakörfuboltinn Sportið í dag Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Körfuboltakonan Ásta Júlía Grímsdóttir kveðst afar þakklát mömmu sinni fyrir að hafa ýtt á eftir því að hún legði af stað frá Bandaríkjunum til Íslands áður en samgöngur fóru enn meira úr skorðum vegna kórónuveirunnar. Ásta Júlía fór í Houston Baptist háskólann síðasta haust og lék körfubolta fyrir hans hönd í vetur eftir að hafa orðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari með Val í fyrra. Hún segir forráðamenn skólans hafa verið lengi að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar og er fegin að vera komin til fjölskyldu sinnar á Íslandi, eftir skrautlegt ferðalag heim. „Þetta var búið að vera í gangi mun lengur á Íslandi en ekki komið upp í Bandaríkjunum alveg strax. Skólinn minn var voða rólegur með þetta allt. Rétt fyrir „spring break“ heyrir mamma mín í mér og spyr hvort ég fari ekki að koma heim, en ég var alveg „af hverju ætti ég að koma heim? Það er ekkert í gangi hér.“ En eftir vorfríið byrjuðu fleiri skólar að flytja sig alveg „online“ og þá ákvað skólinn minn að gera það í tvær vikur og skoða svo málið,“ sagði Ásta Júlía í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Klippa: Sportið í dag: Ásta Júlía um ferðalag sitt frá BNA til Íslands „Maður getur ekkert ákveðið að fara heim í lok mars því að þá eru öll flug hætt og svona, svo mamma var með miklar áhyggjur af að ég myndi bara festast í Bandaríkjunum,“ sagði Ásta Júlía, en hvernig tók skólinn því að hún hygðist fara heim? „Ég flýg af stað heim á miðvikudegi en á mánudeginum talar mamma við þjálfarann og tekur einhvern veginn þessa ákvörðun fyrir mig, að kaupa flug og að ég fari heim. Þá var þjálfarinn minn bara: „Þetta er rugl. Þú ert að fara að koma hingað aftur eftir tvær vikur. Ef að þú ert tilbúin að eyða þessum peningum þá er það bara allt í lagi fyrir þig.“ Hún var rosa mikið að dissa þessa ákvörðun hjá mér að fara heim, og allar í liðinu mínu líka sem eru frá Evrópu og Ástralíu. Daginn eftir sendir svo þjálfarinn á alla foreldra um að kaupa flug strax því allt væri að loka. Þetta breyttist bara með hverjum degi,“ sagði Ásta Júlía. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild kvenna Bandaríski háskólakörfuboltinn Sportið í dag Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira