Rannsaka hlutabréfaviðskipti þingmanns fyrir faraldurinn Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2020 09:02 Richard Burr var einn þriggja öldungadeildarþingmanna sem greiddu atkvæði gegn frumvarpi sem bannaði þingmönnum að stunda innherjaviðskipti árið 2012. Viðskipti hans í aðdraganda faraldursins í Bandaríkjunum eru nú til skoðunar. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hlutabréfaviðskipti að minnsta kosti eins þingmanns í aðdraganda kórónuveirufaraldursins þar í landi. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. Richard Burr, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Norður-Karólínu, er formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar og situr einnig í heilbrigðis- menntamála-, atvinnumála- og lífeyrisnefnd hennar. Báðar nefndir hafa fengið reglulegar upplýsingar um veiruna og faraldurinn um margra mánaða skeið. AP-fréttastofan segir að Burr hafi selt hlutabréf hans og eiginkonu hans fyrir allt að 1,7 milljónir dollara, jafnvirði um 241 milljónar íslenskra króna, í þrjátíu skömmtum frá lokum janúar fram í um miðjan febrúar. Sum bréfin voru í hótelkeðjum sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Skömmu síðar byrjuðu fjármálamarkaðir um allan heim að hrynja vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins. Viðskipti í kauphöllinni í New York voru ítrekuð stöðvuð sjálfkrafa skömmu eftir opnun vegna þess hversu mikið hlutabréfaverð féll. Heimildir Washington Post herma að dómsmálaráðuneytið rannsaki nú viðskiptin í samvinnu við Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC). Lögmaður Burr segir að honum hafi verið heimilt að stunda hlutabréfaviðskipti á grundvelli opinberra upplýsinga líkt og öðrum Bandaríkjamönnum. Lög sem voru samþykkt árið 2012 banna þó þingmönnum, starfsmönnum þeirra og öðrum embættismönnum alríkisstjórnarinnar að stunda viðskipti sem byggjast á innherjaupplýsingum sem þeir komast yfir í opinberum störfum. Siðanefnd skoðar málið Burr neitar sök en hefur viðurkennt að hafa selt bréfin vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Hann hafi hins vegar aðeins reitt sig á almennan fréttaflutning við ákvörðunina um að selja bréfin. Að sögn AP-fréttastofunnar fékk leyniþjónustunefndin sem Burr stýrir engar skýrslur um faraldurinn í vikunni sem þingmaðurinn seldi flest hlutabréfin. Siðanefnd öldungadeildarinnar fer nú yfir hvort Burr hafi brotið siðareglur Bandaríkjaþings með viðskiptunum og heldur lögmaðurinn því fram að það hafi verið að beiðni Burr. Fleiri þingmenn hafa verið gagnrýndir fyrir hlutabréfaviðskipti í aðdraganda faraldursins. Þeirra á meðal er Kelly Loeffler, öldungadeildarþingkona repúblikana frá Kentucky. Hún seldi hlutabréf sama dag og hún sat fund heilbrigðismálanefndar þingsins þar sem forsvarsmenn heilbrigðiskerfisins lýstu því hvaða áhrif faraldurinn gæti haft á Bandaríkin. Bréfin hrundu í verði eftir að Loeffler seldi þau. Í staðinn keypti hún meðal annars hluti í fyrirtæki sem framleiðir fjarfundarbúnað sem mikil eftirspurn ef nú eftir vegna faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 20. mars 2020 13:17 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hlutabréfaviðskipti að minnsta kosti eins þingmanns í aðdraganda kórónuveirufaraldursins þar í landi. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. Richard Burr, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Norður-Karólínu, er formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar og situr einnig í heilbrigðis- menntamála-, atvinnumála- og lífeyrisnefnd hennar. Báðar nefndir hafa fengið reglulegar upplýsingar um veiruna og faraldurinn um margra mánaða skeið. AP-fréttastofan segir að Burr hafi selt hlutabréf hans og eiginkonu hans fyrir allt að 1,7 milljónir dollara, jafnvirði um 241 milljónar íslenskra króna, í þrjátíu skömmtum frá lokum janúar fram í um miðjan febrúar. Sum bréfin voru í hótelkeðjum sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Skömmu síðar byrjuðu fjármálamarkaðir um allan heim að hrynja vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins. Viðskipti í kauphöllinni í New York voru ítrekuð stöðvuð sjálfkrafa skömmu eftir opnun vegna þess hversu mikið hlutabréfaverð féll. Heimildir Washington Post herma að dómsmálaráðuneytið rannsaki nú viðskiptin í samvinnu við Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC). Lögmaður Burr segir að honum hafi verið heimilt að stunda hlutabréfaviðskipti á grundvelli opinberra upplýsinga líkt og öðrum Bandaríkjamönnum. Lög sem voru samþykkt árið 2012 banna þó þingmönnum, starfsmönnum þeirra og öðrum embættismönnum alríkisstjórnarinnar að stunda viðskipti sem byggjast á innherjaupplýsingum sem þeir komast yfir í opinberum störfum. Siðanefnd skoðar málið Burr neitar sök en hefur viðurkennt að hafa selt bréfin vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Hann hafi hins vegar aðeins reitt sig á almennan fréttaflutning við ákvörðunina um að selja bréfin. Að sögn AP-fréttastofunnar fékk leyniþjónustunefndin sem Burr stýrir engar skýrslur um faraldurinn í vikunni sem þingmaðurinn seldi flest hlutabréfin. Siðanefnd öldungadeildarinnar fer nú yfir hvort Burr hafi brotið siðareglur Bandaríkjaþings með viðskiptunum og heldur lögmaðurinn því fram að það hafi verið að beiðni Burr. Fleiri þingmenn hafa verið gagnrýndir fyrir hlutabréfaviðskipti í aðdraganda faraldursins. Þeirra á meðal er Kelly Loeffler, öldungadeildarþingkona repúblikana frá Kentucky. Hún seldi hlutabréf sama dag og hún sat fund heilbrigðismálanefndar þingsins þar sem forsvarsmenn heilbrigðiskerfisins lýstu því hvaða áhrif faraldurinn gæti haft á Bandaríkin. Bréfin hrundu í verði eftir að Loeffler seldi þau. Í staðinn keypti hún meðal annars hluti í fyrirtæki sem framleiðir fjarfundarbúnað sem mikil eftirspurn ef nú eftir vegna faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 20. mars 2020 13:17 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 20. mars 2020 13:17