Læknir segir það kraftaverk að drengirnir séu komnir heim eftir svo stuttan tíma Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2020 22:58 Frá Hafnarfjarðarhöfn þegar verið var að hífa bílinn upp. Vefmyndavél Hafnarfjarðarhafnar Felix Valsson, læknirinn sem sá um kælimeðferð tveggja drengja sem voru í hjartastoppi í tvo tíma eftir að hafa verið í bíl sem endað í sjónum í Hafnarfjarðarhöfn, segir málið vera einstakt og jafnvel kraftaverk. Hann segir það hafa verið ótrúlegt þegar drengirnir vöknuðu. Þrír drengir voru í bílnum þegar hann fór í höfnina við Óseyrarbryggju að kvöldi 17. janúar. Tveir fæddir 2002 og einn fæddur 2004. Einn komst sjálfur upp en hinum tveimur var bjargað og voru allir þrír fluttir á slysadeild. Drengirnir tveir, þeir Kristján Hrafn Ágústsson, fimmtán ára, og Helgi Valur Ingólfsson, sautján ára, voru í sjónum í um 30 mínútur áður en kafarar náðu þeim upp. Þeir voru í hjartastoppi í tvo tíma. Í samtali við Ríkisútvarpið segir Felix að vitað sé að kuldi verndi heilann fyrir súrefnisskorti og því var sérstakri kælimeðferð beitt til að koma í veg fyrir skaða. Drengjunum var haldið við 32 gráður í tvo sólarhringa og hitastig þeirra hækkað hægt og rólega. Sjá einnig: Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Eftir það voru drengirnir settir í öndunarvélar á gjörgæslu. Kristján Hrafn komst úr öndunarvél eftir nokkra daga en Helgi Valur eftir nokkrar vikur. Felix sagði í fréttum RÚV að það hefði verið ótrúlegt þegar drengirnir vöknuðu. „Sérstaklega því ef maður er hreinskilinn, þetta leit ekki vel út í byrjun. Þetta var langur tími, löng endurlífgun og blóðprufur sem við tökum töluðu ekki vel fyrir þeim. Þeir voru orðnir mjög súrir, maður mælir sýrustigið á líkamanum, og sérstaklega annar var með sýrustig sem ég hef hreinlega aldrei séð neinn lifa af,“ segir Felix. Þessi tvö tilfelli séu að mörgu leiti ekki sambærileg öðrum tilfellum þar sem þessari meðferð hefur verið beitt. Það helsta sé að það að áður hafi hjara viðkomandi verið byrjað að slá löngu áður en sá var settur á hjarta- og lungnavél. Þarna hafi drengirnir verið í hjartastoppi allan tímann þar til þeir voru settir á vélina. Hafnarfjörður Heilbrigðismál Piltum bjargað úr Hafnarfjarðarhöfn Tengdar fréttir Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Helgi Valur Ingólfsson 17 ára er útskrifaður af sjúkrahúsi, þremur mánuðum eftir slysið í Hafnarfjarðarhöfn. 17. apríl 2020 15:08 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Felix Valsson, læknirinn sem sá um kælimeðferð tveggja drengja sem voru í hjartastoppi í tvo tíma eftir að hafa verið í bíl sem endað í sjónum í Hafnarfjarðarhöfn, segir málið vera einstakt og jafnvel kraftaverk. Hann segir það hafa verið ótrúlegt þegar drengirnir vöknuðu. Þrír drengir voru í bílnum þegar hann fór í höfnina við Óseyrarbryggju að kvöldi 17. janúar. Tveir fæddir 2002 og einn fæddur 2004. Einn komst sjálfur upp en hinum tveimur var bjargað og voru allir þrír fluttir á slysadeild. Drengirnir tveir, þeir Kristján Hrafn Ágústsson, fimmtán ára, og Helgi Valur Ingólfsson, sautján ára, voru í sjónum í um 30 mínútur áður en kafarar náðu þeim upp. Þeir voru í hjartastoppi í tvo tíma. Í samtali við Ríkisútvarpið segir Felix að vitað sé að kuldi verndi heilann fyrir súrefnisskorti og því var sérstakri kælimeðferð beitt til að koma í veg fyrir skaða. Drengjunum var haldið við 32 gráður í tvo sólarhringa og hitastig þeirra hækkað hægt og rólega. Sjá einnig: Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Eftir það voru drengirnir settir í öndunarvélar á gjörgæslu. Kristján Hrafn komst úr öndunarvél eftir nokkra daga en Helgi Valur eftir nokkrar vikur. Felix sagði í fréttum RÚV að það hefði verið ótrúlegt þegar drengirnir vöknuðu. „Sérstaklega því ef maður er hreinskilinn, þetta leit ekki vel út í byrjun. Þetta var langur tími, löng endurlífgun og blóðprufur sem við tökum töluðu ekki vel fyrir þeim. Þeir voru orðnir mjög súrir, maður mælir sýrustigið á líkamanum, og sérstaklega annar var með sýrustig sem ég hef hreinlega aldrei séð neinn lifa af,“ segir Felix. Þessi tvö tilfelli séu að mörgu leiti ekki sambærileg öðrum tilfellum þar sem þessari meðferð hefur verið beitt. Það helsta sé að það að áður hafi hjara viðkomandi verið byrjað að slá löngu áður en sá var settur á hjarta- og lungnavél. Þarna hafi drengirnir verið í hjartastoppi allan tímann þar til þeir voru settir á vélina.
Hafnarfjörður Heilbrigðismál Piltum bjargað úr Hafnarfjarðarhöfn Tengdar fréttir Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Helgi Valur Ingólfsson 17 ára er útskrifaður af sjúkrahúsi, þremur mánuðum eftir slysið í Hafnarfjarðarhöfn. 17. apríl 2020 15:08 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Helgi Valur Ingólfsson 17 ára er útskrifaður af sjúkrahúsi, þremur mánuðum eftir slysið í Hafnarfjarðarhöfn. 17. apríl 2020 15:08