Klæjar í puttana að byrja aftur að raka kafloðna og misklippta fastakúnna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. apríl 2020 12:28 Vel þarf að gæta að sóttvarnareglum á næstu vikum. Unsplash/John Karlo Mendoza Kjartan Björnsson, rakarinn góðkunni á Selfossi, segist varla geta beðið eftir því að mega opna rakarastofu sína á Selfossi á nýjan leik þegar slakað verður á samkomubanninu. Hann segir ljóst að margir séu komnir á tíma í klippingu. Hárnsyrtistofur hafa verið lokaðar í um fjórar vikur og munu ekki opna aftur fyrr en 4. maí þegar slakað verður á samkomubanninnu. Kjartan ræddi stöðu hármála á Selfossi og nærsveitum í Bítinu í morgun. „Nú eru menn orðnir kafloðnir,“ sagði Kjartan enda ljóst að kominn sé tími á marga í klippingu eftir að samkomubannið var sett á. Hann segir meira að segja að sumir hafi verið svo örvæntingarfullir að þeir hafi beðið hann um að koma heim til sín að klippa. „Það er einfaldlega ekki hægt að standa í því, þá væri maður að fara á svig við reglur og lög og við höfum ekki áhuga á því,“ segir Kjartan og ljóst er af orðum hans að ekki sé vanþörf á því að Selfyssingar komist í klippingu, enda hafi hann séð skrautlegar heimagerðar tilraunir á undanförnum vikum. „Svo hittir maður menn út í búð þar sem er búið að taka öðru megin og þá virkaði ekki vélin og svona, þetta er alveg svakalegt að sjá suma,“ sagði Kjartan á léttu nótunum. Býst hann því við að það verði mikið að gera þegar rakarastofa hans opnar á ný, og er til skoðunar að taka upp númerakerfi til þess að stýra flæðinu inn á stofuna. Það yrði þá í fyrsta sinn í hartnær áttatíu ár sem slíkt kerfi yrði sett upp á rakarastofunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Bítið Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Kjartan Björnsson, rakarinn góðkunni á Selfossi, segist varla geta beðið eftir því að mega opna rakarastofu sína á Selfossi á nýjan leik þegar slakað verður á samkomubanninu. Hann segir ljóst að margir séu komnir á tíma í klippingu. Hárnsyrtistofur hafa verið lokaðar í um fjórar vikur og munu ekki opna aftur fyrr en 4. maí þegar slakað verður á samkomubanninnu. Kjartan ræddi stöðu hármála á Selfossi og nærsveitum í Bítinu í morgun. „Nú eru menn orðnir kafloðnir,“ sagði Kjartan enda ljóst að kominn sé tími á marga í klippingu eftir að samkomubannið var sett á. Hann segir meira að segja að sumir hafi verið svo örvæntingarfullir að þeir hafi beðið hann um að koma heim til sín að klippa. „Það er einfaldlega ekki hægt að standa í því, þá væri maður að fara á svig við reglur og lög og við höfum ekki áhuga á því,“ segir Kjartan og ljóst er af orðum hans að ekki sé vanþörf á því að Selfyssingar komist í klippingu, enda hafi hann séð skrautlegar heimagerðar tilraunir á undanförnum vikum. „Svo hittir maður menn út í búð þar sem er búið að taka öðru megin og þá virkaði ekki vélin og svona, þetta er alveg svakalegt að sjá suma,“ sagði Kjartan á léttu nótunum. Býst hann því við að það verði mikið að gera þegar rakarastofa hans opnar á ný, og er til skoðunar að taka upp númerakerfi til þess að stýra flæðinu inn á stofuna. Það yrði þá í fyrsta sinn í hartnær áttatíu ár sem slíkt kerfi yrði sett upp á rakarastofunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Bítið Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira