„Þór og KA eru ekki að fara að sameinast“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2020 15:07 Úr leik með KA í Olís-deild karla í handbolta. vísir/bára Ekki hefur komið til tals að sameina Þór og KA vegna ástandsins sem hefur skapast vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segja framkvæmdastjórar félaganna. Rætt var um málið við Geir Kristin Aðalsteinsson, formann Íþróttabandalags Akureyrar, í Sportinu í dag. Þótt sameining Þórs og KA sé ekki á borðinu er vilji fyrir því að fækka íþróttafélögum á Akureyri. Minni félögin innan ÍBA yrðu þá deildir innan Þórs og KA. „Mér finnst ekki tímabært að blanda þessu saman þegar við erum í miðjum stormi. En í íþróttastefnu bæjarins er talað um að hafa félögin stærri og færri. Það hefur verið umræða í bænum og hjá félögunum um sameiningu. En kannski var ekki nógu vel staðið að því og lítið út kom út úr því,“ sagði Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Þórs, í samtali við Vísi í dag. „Þór og KA eru ekki að fara að sameinast, heldur frekar að minni félögin gangi inn sem deildir í þau. Eða það verði sett regnhlífarsamtök yfir þessi minni félög, þar sem bókhald, fjármál og framkvæmdastjórn verði sett í einn pakka.“ Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tekur í sama streng. „Þetta hefur ekki komið inn á borð til okkar, annað en það sem hefur verið í gangi í rúmt ár eða svo, að það er vilji í íþróttastefnu bæjarins að fækka félögunum á Akureyri. Þar var hugsað um að KA og Þór yrðu kjarnafélög sem minni félögin gætu stofnað deildir inn í,“ sagði Sævar. „Væntanlega er þessi umræða komin vegna erfiðs fjárhags. Menn velta mikið fyrir sér því hvort hægt sé að reka tvö handboltafélög á Akureyri. Fótboltinn ber alltaf tvö félög. Iðkendur eru það það margir. En við erum alveg tilbúnir að vera eina handboltaliðið í bænum ef menn vilja það,“ sagði Sævar léttur en KA og Þór áttu lengi í samstarfi í karlahandbolta en upp úr því slitnaði 2017. Þá hafa KA og Þór átt í samstarfi í fótbolta og handbolta kvenna undanfarin ár. Hvað minni félögin varðar er Hnefaleikafélag Akureyrar er orðin að deild innan Þórs og til tals kom að Fimleikafélag Akureyrar yrði deild innan KA. „Síðasta haust áttum við samtal við Fimleikafélag Akureyrar yrði hugsanlega deild innan KA en það náði ekki fram að ganga. Menn horfa frekar í þetta í dag, að búa til færri en stærri félög á Akureyri,“ sagði Sævar. Hann segir að Akureyri sé nógu stór fyrir nokkur stór félög. „Bæði KA og Þór eru með svo gríðarlega mikla sögu. Þetta eru svo gömul félög. Ég held að Akureyrarbær þoli alveg 2-3 stór félög. Þetta er það stór bær.“ En ef KA og Þór myndu sameinast, yrði reksturinn auðveldari? „Væntanlega yrði hann það því bænum myndi hugnast það að nýta mannvirkin öðruvísi. Stóra sameiningin peningalega yrði Þór og KA en félagslega sé ég ekkert vit í því,“ sagði Reimar að lokum. Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Akureyri KA Þór Akureyri Tengdar fréttir „Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar“ Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, segir að margir íbúar bæjarins taki við sér þegar byrjað er að tala um að sameiningu stærstu íþróttafélög Akureyrar; Þór og KA. 21. apríl 2020 21:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn Sjá meira
Ekki hefur komið til tals að sameina Þór og KA vegna ástandsins sem hefur skapast vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segja framkvæmdastjórar félaganna. Rætt var um málið við Geir Kristin Aðalsteinsson, formann Íþróttabandalags Akureyrar, í Sportinu í dag. Þótt sameining Þórs og KA sé ekki á borðinu er vilji fyrir því að fækka íþróttafélögum á Akureyri. Minni félögin innan ÍBA yrðu þá deildir innan Þórs og KA. „Mér finnst ekki tímabært að blanda þessu saman þegar við erum í miðjum stormi. En í íþróttastefnu bæjarins er talað um að hafa félögin stærri og færri. Það hefur verið umræða í bænum og hjá félögunum um sameiningu. En kannski var ekki nógu vel staðið að því og lítið út kom út úr því,“ sagði Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Þórs, í samtali við Vísi í dag. „Þór og KA eru ekki að fara að sameinast, heldur frekar að minni félögin gangi inn sem deildir í þau. Eða það verði sett regnhlífarsamtök yfir þessi minni félög, þar sem bókhald, fjármál og framkvæmdastjórn verði sett í einn pakka.“ Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tekur í sama streng. „Þetta hefur ekki komið inn á borð til okkar, annað en það sem hefur verið í gangi í rúmt ár eða svo, að það er vilji í íþróttastefnu bæjarins að fækka félögunum á Akureyri. Þar var hugsað um að KA og Þór yrðu kjarnafélög sem minni félögin gætu stofnað deildir inn í,“ sagði Sævar. „Væntanlega er þessi umræða komin vegna erfiðs fjárhags. Menn velta mikið fyrir sér því hvort hægt sé að reka tvö handboltafélög á Akureyri. Fótboltinn ber alltaf tvö félög. Iðkendur eru það það margir. En við erum alveg tilbúnir að vera eina handboltaliðið í bænum ef menn vilja það,“ sagði Sævar léttur en KA og Þór áttu lengi í samstarfi í karlahandbolta en upp úr því slitnaði 2017. Þá hafa KA og Þór átt í samstarfi í fótbolta og handbolta kvenna undanfarin ár. Hvað minni félögin varðar er Hnefaleikafélag Akureyrar er orðin að deild innan Þórs og til tals kom að Fimleikafélag Akureyrar yrði deild innan KA. „Síðasta haust áttum við samtal við Fimleikafélag Akureyrar yrði hugsanlega deild innan KA en það náði ekki fram að ganga. Menn horfa frekar í þetta í dag, að búa til færri en stærri félög á Akureyri,“ sagði Sævar. Hann segir að Akureyri sé nógu stór fyrir nokkur stór félög. „Bæði KA og Þór eru með svo gríðarlega mikla sögu. Þetta eru svo gömul félög. Ég held að Akureyrarbær þoli alveg 2-3 stór félög. Þetta er það stór bær.“ En ef KA og Þór myndu sameinast, yrði reksturinn auðveldari? „Væntanlega yrði hann það því bænum myndi hugnast það að nýta mannvirkin öðruvísi. Stóra sameiningin peningalega yrði Þór og KA en félagslega sé ég ekkert vit í því,“ sagði Reimar að lokum.
Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Akureyri KA Þór Akureyri Tengdar fréttir „Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar“ Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, segir að margir íbúar bæjarins taki við sér þegar byrjað er að tala um að sameiningu stærstu íþróttafélög Akureyrar; Þór og KA. 21. apríl 2020 21:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn Sjá meira
„Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar“ Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, segir að margir íbúar bæjarins taki við sér þegar byrjað er að tala um að sameiningu stærstu íþróttafélög Akureyrar; Þór og KA. 21. apríl 2020 21:00