Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar

Bretar gætu verið komnir með bóluefni við kórónuveirunni í september, gangi áætlanir þeirra eftir. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, segir þetta gleðilegar fréttir en varar þó við bjartsýni. Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar förum við líka yfir fyrirkomulag á því þegar heimsóknabanni lýkur á hjúkrunarheimilum fjórða maí og ræðum við lögreglumenn sem saka samninganefnd ríkisins um að tefja fyrir í samningaviðræðum um nýjan kjarasamning.

Loks skoðum við viðbrögð úr ýmsum áttum í samfélaginu, við öðrum aðgerðapakka stjórnvalda vegna kórónuveirunnar, sem kynntur var í gær.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30, í opinni dagskrá að vanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×