Munu sökkva bátum frá Íran sem áreita herskip Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2020 18:24 Ellefu bátum Byltingarvarða Íran var siglt upp að bandarískum herskipum á alþjóðlegu hafsvæði. AP/Sjóher Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa gefið þá skipun að sjóliðar sökkvi írönskum bátum sem siglt sé of nærri bandarískum herskipum og séu notaðir til að áreita herskipin. Sjóher Bandaríkjanna sagði frá því í síðustu viku að ellefu bátum Byltingarvarða Íran hafi verið siglt upp að bandarískum herskipum í Persaflóa, á alþjóðlegu hafsvæði. Í um klukkustund var skilaboðum og viðvörunum bandarískra sjóliða ekki svarað og héldu Íranarnir áfram að sigla í kringum herskipin í mikilli nálægð. Trump sagði frá skipun sinni í tísti í dag. David Norquist, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði það til marks um að bandarískir sjóliðar hefðu rétt á sjálfsvörn. I have instructed the United States Navy to shoot down and destroy any and all Iranian gunboats if they harass our ships at sea.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 22, 2020 John Hyten, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, var á sama blaðamannafundi og Norquist og vildi hann ekki segja hvort að aðgerðum Írana í síðustu viku hefði verið svarað með skothríð, hefði Trump gefið umrædda skipun fyrir það. Hann sagði þó að það væri vel hægt að túlka það að menn miði byssum á bandarísk herskip sem ógnandi hegðun. Hér má sjá myndband sem Sjóherinn sendi frá sér í síðustu viku. BREAKING: 11 Iranian #IRGCN vessels repeatedly conducted dangerous & harassing approaches against U.S. naval ships operating in international waters of North Arabian Gulf. U.S. crews took actions deemed appropriate to avoid collision.Details: https://t.co/ZVKPKv738o pic.twitter.com/lKJgDz0l2N— U.S. Navy (@USNavy) April 15, 2020 Talsmaður Byltingarvarða Íran, sagði í samtali við AP fréttaveituna að Trump væri að níðast á Íran og hann ætti þess í stað að einbeita sér að þeim sjóliðum Bandaríkjanna sem hafa smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Þá tilkynntu yfirvöld Íran í dag að fyrsta hernaðar-gervihnetti ríkisins hafi verið skotið á loft. Sérfræðingar sem fylgjast með ríkinu segja tæknina sem þurfi til þess til marks um að ríkið gæti þróað langdrægar eldflaugar. Donald Trump Bandaríkin Íran Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa gefið þá skipun að sjóliðar sökkvi írönskum bátum sem siglt sé of nærri bandarískum herskipum og séu notaðir til að áreita herskipin. Sjóher Bandaríkjanna sagði frá því í síðustu viku að ellefu bátum Byltingarvarða Íran hafi verið siglt upp að bandarískum herskipum í Persaflóa, á alþjóðlegu hafsvæði. Í um klukkustund var skilaboðum og viðvörunum bandarískra sjóliða ekki svarað og héldu Íranarnir áfram að sigla í kringum herskipin í mikilli nálægð. Trump sagði frá skipun sinni í tísti í dag. David Norquist, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði það til marks um að bandarískir sjóliðar hefðu rétt á sjálfsvörn. I have instructed the United States Navy to shoot down and destroy any and all Iranian gunboats if they harass our ships at sea.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 22, 2020 John Hyten, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, var á sama blaðamannafundi og Norquist og vildi hann ekki segja hvort að aðgerðum Írana í síðustu viku hefði verið svarað með skothríð, hefði Trump gefið umrædda skipun fyrir það. Hann sagði þó að það væri vel hægt að túlka það að menn miði byssum á bandarísk herskip sem ógnandi hegðun. Hér má sjá myndband sem Sjóherinn sendi frá sér í síðustu viku. BREAKING: 11 Iranian #IRGCN vessels repeatedly conducted dangerous & harassing approaches against U.S. naval ships operating in international waters of North Arabian Gulf. U.S. crews took actions deemed appropriate to avoid collision.Details: https://t.co/ZVKPKv738o pic.twitter.com/lKJgDz0l2N— U.S. Navy (@USNavy) April 15, 2020 Talsmaður Byltingarvarða Íran, sagði í samtali við AP fréttaveituna að Trump væri að níðast á Íran og hann ætti þess í stað að einbeita sér að þeim sjóliðum Bandaríkjanna sem hafa smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Þá tilkynntu yfirvöld Íran í dag að fyrsta hernaðar-gervihnetti ríkisins hafi verið skotið á loft. Sérfræðingar sem fylgjast með ríkinu segja tæknina sem þurfi til þess til marks um að ríkið gæti þróað langdrægar eldflaugar.
Donald Trump Bandaríkin Íran Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira