„Martröð í helvíti“: Lögreglan í Kanada gagnrýnd fyrir að gefa ekki út viðvörun Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2020 23:25 Frá því þegar lögreglan umkringdi árásarmanninn. AP/Tim Krochak Forsvarsmenn lögreglunnar í Kanada segja að undirbúningur fyrir viðvörun til almennings hafi staðið yfir þegar Gabriel Wortman var skotinn til bana um helgina. Hann hafði þá skotið minnst 22 til bana á rúmum þrettán klukkustundum og á mjög stóru svæði í mannskæðustu árás landsins. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vara almenning ekki við ódæðum Wortman. Hér að neðan má sjá viðtal við Clinton Ellison, sem komst undan Wortman, þar sem hann lýsir því hvernig hann fann lík bróður síns og faldi sig út í skógi á meðan Wortman leitaði að honum. Hann sagðist hafa heyrt skothljóð úr öllum áttum á meðan hann lá í felum. Ellison segir þetta hafa verið martröð frá helvíti. Hann gagnrýndi lögregluna fyrir að hafa brugðist hægt við og fyrir að hafa ekki gefið út almenna viðvörun. Chris Leather, yfirlögregluþjónn, sagði á blaðamannafundi í dag að samskiptaörðugleikar hafi tafið útgáfu viðvörunar og sömuleiðis hafi gengið illa að ákveða hvernig ætti að skrifa hana. Leather sagðist ánægður með upplýsingaflæðið frá lögreglunni og sérstaklega með tilliti til þess hve flóknar aðstæður væru. Hann sagði lögregluna hafa gefið út þær upplýsingar að Wortman hafi verið dulbúinn sem lögregluþjónn á bíl sem hann hafði látið breyta svo hann leit út eins og lögreglubíll, um leið og þær hafi legið fyrir. Samkvæmt frétt CBC sagði Leather að það hefði legið fyrir á milli sjö og átta á sunnudagsmorgni. Lögreglan sagði frá dulbúningi Wortman í tísti sem birt var klukkan 10:21. Sjá einnig: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Enn hefur ekki verið gefið út hvernig vopn Wortman var með en talið er að hann hafi ekki verið með skotvopnaleyfi. Ekki er vitað hvar hann fékk byssuna sem hann notaði. Tilefni árásanna liggur heldur ekki fyrir. Lögreglan þykist viss um að hann hafi þekkt einhver fórnarlamba sinna og hafa líkur verið leiddar að því að Wortman hafi skipulagt fyrsta hluta árásanna en farið svo að ráðast á fólk af handahófi. Leather sagði í dag að vonandi yrði nákvæm tímalína um ferðir Wortman gefin út á næstu dögum. Enn væri verið að púsla atburðarásinni saman. CBC hefur komið höndum yfir upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir Wortman stöðva bíl sinn, stíga út og fara úr jakka sínum. Kanada Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Forsvarsmenn lögreglunnar í Kanada segja að undirbúningur fyrir viðvörun til almennings hafi staðið yfir þegar Gabriel Wortman var skotinn til bana um helgina. Hann hafði þá skotið minnst 22 til bana á rúmum þrettán klukkustundum og á mjög stóru svæði í mannskæðustu árás landsins. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vara almenning ekki við ódæðum Wortman. Hér að neðan má sjá viðtal við Clinton Ellison, sem komst undan Wortman, þar sem hann lýsir því hvernig hann fann lík bróður síns og faldi sig út í skógi á meðan Wortman leitaði að honum. Hann sagðist hafa heyrt skothljóð úr öllum áttum á meðan hann lá í felum. Ellison segir þetta hafa verið martröð frá helvíti. Hann gagnrýndi lögregluna fyrir að hafa brugðist hægt við og fyrir að hafa ekki gefið út almenna viðvörun. Chris Leather, yfirlögregluþjónn, sagði á blaðamannafundi í dag að samskiptaörðugleikar hafi tafið útgáfu viðvörunar og sömuleiðis hafi gengið illa að ákveða hvernig ætti að skrifa hana. Leather sagðist ánægður með upplýsingaflæðið frá lögreglunni og sérstaklega með tilliti til þess hve flóknar aðstæður væru. Hann sagði lögregluna hafa gefið út þær upplýsingar að Wortman hafi verið dulbúinn sem lögregluþjónn á bíl sem hann hafði látið breyta svo hann leit út eins og lögreglubíll, um leið og þær hafi legið fyrir. Samkvæmt frétt CBC sagði Leather að það hefði legið fyrir á milli sjö og átta á sunnudagsmorgni. Lögreglan sagði frá dulbúningi Wortman í tísti sem birt var klukkan 10:21. Sjá einnig: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Enn hefur ekki verið gefið út hvernig vopn Wortman var með en talið er að hann hafi ekki verið með skotvopnaleyfi. Ekki er vitað hvar hann fékk byssuna sem hann notaði. Tilefni árásanna liggur heldur ekki fyrir. Lögreglan þykist viss um að hann hafi þekkt einhver fórnarlamba sinna og hafa líkur verið leiddar að því að Wortman hafi skipulagt fyrsta hluta árásanna en farið svo að ráðast á fólk af handahófi. Leather sagði í dag að vonandi yrði nákvæm tímalína um ferðir Wortman gefin út á næstu dögum. Enn væri verið að púsla atburðarásinni saman. CBC hefur komið höndum yfir upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir Wortman stöðva bíl sinn, stíga út og fara úr jakka sínum.
Kanada Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira