Skilur viðskiptavini mjög vel en biðlar til fólks að vera rólegt á meðan farið er í gegnum skaflinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2020 21:00 Þórunn Reynisdóttir er forstjóri Úrval Útsýnar. aðsend Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýnar, segist mjög vel skilja þá viðskiptavini fyrirtækisins sem séu orðnir óþreyjufullir eftir endurgreiðslum vegna ferða sem ekki hefur verið farið í vegna kórónuveirufaraldursins. Hins vegar sé það svo að fyrirtækið hafi sjálft ekki fengið endurgreitt frá sínum birgjum, til að mynda hótelum og flugfélögum, enda sé frost í ferðaþjónustu um allan heim. Vísir greindi frá því í dag að nokkrir viðskiptavinir Úrval Útsýnar undirbúi hópmálsókn gegn fyrirtækinu þar sem þeir hafi ekki enn fengið endurgreitt vegna ferðar til Egyptalands um páskana. Ferðin var felld niður vegna kórónuveirufaraldursins. Birgjar hafa ekki getað endurgreitt Þórunn segir að Úrval Útsýn hafi verið í sambandi við alla þá aðila sem áttu bókað í ferðina til Egyptalands en staðan sé sú að birgjar ferðaskrifstofunnar, til dæmis flugfélög og hótel, hafa ekki endurgreitt Úrval Útsýn það sem fyrirtækið var búið að greiða vegna hinna ýmsu ferða. Egyptalandsferðin sé þar á meðal. „Flugfélagið, sem er í þessu tilfelli British Airways, hefur ekki getað endurgreitt okkur. Við höfum reynt að útskýra þetta fyrir okkar viðskiptavinum í ljósi aðstæðna. Við höfum óskað eftir því að fólk hafi aðeins þolinmæði með okkur á meðan við erum að vinna í þessum málum,“ segir Þórunn í samtali við Vísi. Hún segir skiljanlegar ástæður fyrir því að viðskiptavinir vilji fá endurgreiðslu. „Og við höfum fullan skilning á því. Við hefðum endurgreitt öllum við eðlilegar aðstæður en í ljósi aðstæðna þá stoppaði allt og allir vildu fá sínar ferðir endurgreiddar einn, tveir og þrír,“ segir Þórunn og bendir á að flugfélög, til dæmis Icelandair, hafi ekki getað endurgreitt sínum viðskiptavinum strax. Þá segir hún að Úrval Útsýn greiði fyrir fram fyrir þá þjónustu sem keypt er hjá fyrirtækinu, ekki sé verið að greiða eftir á og því sé ferðaskrifstofan með mikið af útistandandi kröfum hjá birgjum, eins og tilfellið er með ferðina til Egyptalands. „Við vorum búin að greiða okkar birgjum alla þessa ferð þannig að við eigum þetta útistandandi hjá þeim. Þetta á við um fjölda ferða hjá okkur,“ segir Þórunn. Bíða eftir niðurstöðu varðandi endurgreiðslulöggjöfina Hún segir fyrirtækið hafa átt í viðræðum við stjórnvöld vegna þessara mála en líkt og greint hefur verið frá liggur nú fyrir frumvarp á Alþingi sem heimilar ferðaskrifstofum að láta viðskiptavini hafa inneign í stað endurgreiðslu. Fjölmargir hafa gagnrýnt þetta, meðal annars Neytendasamtökin og bent hefur verið á að frumvarpið standist mögulega ekki eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Þórunn segir að endurgreiðslulöggjöfinni hafa verið breytt víða í nágrannalöndum okkar vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem nú eru uppi í heiminum. „Að frysta endurgreiðslur því fyrirtækin geta ekki endurgreitt svona einn, tveir og þrír og okkar birgjar ekki getað endurgreitt okkur það sem við höfum greitt fyrir þessar ferðir. Við höfum upplýst alla okkar viðskiptavini um stöðuna, að við erum að bíða eftir niðurstöðu frá ráðherra ferðamála hvernig eigi að afgreiða þessi mál. Við erum sem fyrirtæki fulltryggð þannig að enginn af okkar viðskiptavinum er að tapa sínum inneignum hjá okkur. Við erum tryggð fyrir öllum þeim ferðum sem hafa verið keyptar hjá okkur út árið en við höfum ekki heimild samkvæmt lögum að endurgreiða úr tryggingunni,“ segir Þórunn og bætir við að tryggingamálin séu eitt af því sem sé til skoðunar í samráði við stjórnvöld. Þá leggur hún mikla áherslu á að viðskiptavinir séu ekki að fara að tapa inneigninni sinni. Í mjög erfiðri stöðu vegna aðstæðna „Við höfum beðið fólk um að vera rólegt með okkur á meðan við erum að komast í gegnum þennan skafl. Við getum ekkert gert fyrr en niðurstaða er komin og tekið næstu skref,“ segir Þórunn. Hún segir að fyrirtækið hugsi að sjálfsögðu um hag viðskiptavinanna. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því ef við sjáum ekki til þess að skila til þeirra endurgreiðslunni þá eigum við ekkert viðskiptasamband til framtíðar en við erum bara í mjög erfiðri stöðu í ljósi aðstæðna. Það sem við höfum lagt út það höfum við ekki getað greitt því við erum með gríðarlega háar upphæðir hjá flugfélögum og hótelum útistandandi,“ segir Þórunn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Ferðalög Tengdar fréttir Boða hópmálsókn gegn Úrval-Útsýn vegna draumaferðarinnar sem aldrei var farin Nokkrir viðskiptavinir ferðaskrifstofunnar Úrval-Útsýn hafa í hyggju að fara í hópmálsókn gegn félaginu. Þeim hefur gengið illa að fá ferðaskrifstofuna til þess að endurgreiða draumaferðina til Egyptalands sem aldrei var farin vegna kórónuveirufaraldursins. 28. apríl 2020 16:00 „Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. 22. apríl 2020 12:51 Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýnar, segist mjög vel skilja þá viðskiptavini fyrirtækisins sem séu orðnir óþreyjufullir eftir endurgreiðslum vegna ferða sem ekki hefur verið farið í vegna kórónuveirufaraldursins. Hins vegar sé það svo að fyrirtækið hafi sjálft ekki fengið endurgreitt frá sínum birgjum, til að mynda hótelum og flugfélögum, enda sé frost í ferðaþjónustu um allan heim. Vísir greindi frá því í dag að nokkrir viðskiptavinir Úrval Útsýnar undirbúi hópmálsókn gegn fyrirtækinu þar sem þeir hafi ekki enn fengið endurgreitt vegna ferðar til Egyptalands um páskana. Ferðin var felld niður vegna kórónuveirufaraldursins. Birgjar hafa ekki getað endurgreitt Þórunn segir að Úrval Útsýn hafi verið í sambandi við alla þá aðila sem áttu bókað í ferðina til Egyptalands en staðan sé sú að birgjar ferðaskrifstofunnar, til dæmis flugfélög og hótel, hafa ekki endurgreitt Úrval Útsýn það sem fyrirtækið var búið að greiða vegna hinna ýmsu ferða. Egyptalandsferðin sé þar á meðal. „Flugfélagið, sem er í þessu tilfelli British Airways, hefur ekki getað endurgreitt okkur. Við höfum reynt að útskýra þetta fyrir okkar viðskiptavinum í ljósi aðstæðna. Við höfum óskað eftir því að fólk hafi aðeins þolinmæði með okkur á meðan við erum að vinna í þessum málum,“ segir Þórunn í samtali við Vísi. Hún segir skiljanlegar ástæður fyrir því að viðskiptavinir vilji fá endurgreiðslu. „Og við höfum fullan skilning á því. Við hefðum endurgreitt öllum við eðlilegar aðstæður en í ljósi aðstæðna þá stoppaði allt og allir vildu fá sínar ferðir endurgreiddar einn, tveir og þrír,“ segir Þórunn og bendir á að flugfélög, til dæmis Icelandair, hafi ekki getað endurgreitt sínum viðskiptavinum strax. Þá segir hún að Úrval Útsýn greiði fyrir fram fyrir þá þjónustu sem keypt er hjá fyrirtækinu, ekki sé verið að greiða eftir á og því sé ferðaskrifstofan með mikið af útistandandi kröfum hjá birgjum, eins og tilfellið er með ferðina til Egyptalands. „Við vorum búin að greiða okkar birgjum alla þessa ferð þannig að við eigum þetta útistandandi hjá þeim. Þetta á við um fjölda ferða hjá okkur,“ segir Þórunn. Bíða eftir niðurstöðu varðandi endurgreiðslulöggjöfina Hún segir fyrirtækið hafa átt í viðræðum við stjórnvöld vegna þessara mála en líkt og greint hefur verið frá liggur nú fyrir frumvarp á Alþingi sem heimilar ferðaskrifstofum að láta viðskiptavini hafa inneign í stað endurgreiðslu. Fjölmargir hafa gagnrýnt þetta, meðal annars Neytendasamtökin og bent hefur verið á að frumvarpið standist mögulega ekki eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Þórunn segir að endurgreiðslulöggjöfinni hafa verið breytt víða í nágrannalöndum okkar vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem nú eru uppi í heiminum. „Að frysta endurgreiðslur því fyrirtækin geta ekki endurgreitt svona einn, tveir og þrír og okkar birgjar ekki getað endurgreitt okkur það sem við höfum greitt fyrir þessar ferðir. Við höfum upplýst alla okkar viðskiptavini um stöðuna, að við erum að bíða eftir niðurstöðu frá ráðherra ferðamála hvernig eigi að afgreiða þessi mál. Við erum sem fyrirtæki fulltryggð þannig að enginn af okkar viðskiptavinum er að tapa sínum inneignum hjá okkur. Við erum tryggð fyrir öllum þeim ferðum sem hafa verið keyptar hjá okkur út árið en við höfum ekki heimild samkvæmt lögum að endurgreiða úr tryggingunni,“ segir Þórunn og bætir við að tryggingamálin séu eitt af því sem sé til skoðunar í samráði við stjórnvöld. Þá leggur hún mikla áherslu á að viðskiptavinir séu ekki að fara að tapa inneigninni sinni. Í mjög erfiðri stöðu vegna aðstæðna „Við höfum beðið fólk um að vera rólegt með okkur á meðan við erum að komast í gegnum þennan skafl. Við getum ekkert gert fyrr en niðurstaða er komin og tekið næstu skref,“ segir Þórunn. Hún segir að fyrirtækið hugsi að sjálfsögðu um hag viðskiptavinanna. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því ef við sjáum ekki til þess að skila til þeirra endurgreiðslunni þá eigum við ekkert viðskiptasamband til framtíðar en við erum bara í mjög erfiðri stöðu í ljósi aðstæðna. Það sem við höfum lagt út það höfum við ekki getað greitt því við erum með gríðarlega háar upphæðir hjá flugfélögum og hótelum útistandandi,“ segir Þórunn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Ferðalög Tengdar fréttir Boða hópmálsókn gegn Úrval-Útsýn vegna draumaferðarinnar sem aldrei var farin Nokkrir viðskiptavinir ferðaskrifstofunnar Úrval-Útsýn hafa í hyggju að fara í hópmálsókn gegn félaginu. Þeim hefur gengið illa að fá ferðaskrifstofuna til þess að endurgreiða draumaferðina til Egyptalands sem aldrei var farin vegna kórónuveirufaraldursins. 28. apríl 2020 16:00 „Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. 22. apríl 2020 12:51 Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Boða hópmálsókn gegn Úrval-Útsýn vegna draumaferðarinnar sem aldrei var farin Nokkrir viðskiptavinir ferðaskrifstofunnar Úrval-Útsýn hafa í hyggju að fara í hópmálsókn gegn félaginu. Þeim hefur gengið illa að fá ferðaskrifstofuna til þess að endurgreiða draumaferðina til Egyptalands sem aldrei var farin vegna kórónuveirufaraldursins. 28. apríl 2020 16:00
„Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. 22. apríl 2020 12:51
Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35