„Þetta snýst ekki um peninga heldur um líf og dauða“ Anton Ingi Leifsson skrifar 29. apríl 2020 08:00 Úr leik Everton og Man. United skömmu áður en allt var sett á ís á Englandi. vísir/getty Yfirlæknir FIFA, Michel D’Hooghe, segir að fótboltinn ætti í fyrsta lagi að snúa aftur í lok ágúst eða í byrjun september vegna kórónuveirunnar. Hann segir ekkert vit í því að fara byrja spila bráðlega. Frakkar tilkynntu í gær að þeir væru búnir að blása tímabilið af og Hollendingar tilkynntu það sama fyrr í vikunni. Sú sama staða er þó ekki í Þýskalandi þar sem umræða er um að byrja að spila aftur 9. maí. „Við erum öll háð yfirvöldum. Þetta er mjög einfalt. Fótboltinn verður skyndilega ekki mikilvægasti hluturinn í lífinu. Ef þeir gætu byrjað tímabilið 2020/2021 í lok ágúst eða í byrjun september þá yrði ég sáttur,“ sagði hann við Telegrapah. „Þá gætu þeir mögulega sloppið við síðari bylgju faraldursins sem er ekki óumflýjanlegt. Allir þurfa að fara varla. Ég hef heyrt að í mörgum löndum eru þeir að íhuga að fara af stað; bæði með áhorfendur sem og án þeirra.“ Enska úrvalsdeildin hefur einnig sínar áætlanir um að spila en deildirnar hafa talað um að verði ekki byrjað að spila og tímabilið blásið af þá verði liðin af rosalegum fjárhæðum. „Á mínum langa ferli hef ég séð margar aðstæður þar sem það hefur verið jafnvægi milli heilsunnar og peninganna. Yfirleitt hefur það efnahagslega unnið. Ef það væri einu sinni sem heilsan hætti að vinna rökræðuna gegn peningunum þá væri það núna.“ „Þetta snýst ekki um peninga heldur snýst um þetta um líf og dauða. Þetta er mjög flókið,“ sagði Michel. Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) FIFA Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Yfirlæknir FIFA, Michel D’Hooghe, segir að fótboltinn ætti í fyrsta lagi að snúa aftur í lok ágúst eða í byrjun september vegna kórónuveirunnar. Hann segir ekkert vit í því að fara byrja spila bráðlega. Frakkar tilkynntu í gær að þeir væru búnir að blása tímabilið af og Hollendingar tilkynntu það sama fyrr í vikunni. Sú sama staða er þó ekki í Þýskalandi þar sem umræða er um að byrja að spila aftur 9. maí. „Við erum öll háð yfirvöldum. Þetta er mjög einfalt. Fótboltinn verður skyndilega ekki mikilvægasti hluturinn í lífinu. Ef þeir gætu byrjað tímabilið 2020/2021 í lok ágúst eða í byrjun september þá yrði ég sáttur,“ sagði hann við Telegrapah. „Þá gætu þeir mögulega sloppið við síðari bylgju faraldursins sem er ekki óumflýjanlegt. Allir þurfa að fara varla. Ég hef heyrt að í mörgum löndum eru þeir að íhuga að fara af stað; bæði með áhorfendur sem og án þeirra.“ Enska úrvalsdeildin hefur einnig sínar áætlanir um að spila en deildirnar hafa talað um að verði ekki byrjað að spila og tímabilið blásið af þá verði liðin af rosalegum fjárhæðum. „Á mínum langa ferli hef ég séð margar aðstæður þar sem það hefur verið jafnvægi milli heilsunnar og peninganna. Yfirleitt hefur það efnahagslega unnið. Ef það væri einu sinni sem heilsan hætti að vinna rökræðuna gegn peningunum þá væri það núna.“ „Þetta snýst ekki um peninga heldur snýst um þetta um líf og dauða. Þetta er mjög flókið,“ sagði Michel.
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) FIFA Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira