Tvö og hálft prósent Hersir Aron Ólafsson skrifar 2. apríl 2020 09:00 Samfélagið hefur tekið örum breytingum undanfarnar vikur. Raunsæjar spár greiningardeildanna um mjúka lendingu eftir erfiðar kjaraviðræður sem á undan gengu enduðu eftir allt saman í ruslinu. Fordæmalausir tímar. Sennilega munu áhrif COVID 19 vara mun lengur en það tekur efnahaginn eða samfélag manna að komast í eðlilegt horf. Mörgum er um þessar mundir tíðrætt um að Íslendingar séu aldrei samheldnari en í krísu; þegar stóru málin knýja að dyrum og samfélög þurfa að þjappa sér saman um sameiginlegt markmið þvert á flokkslínur og dægurþras. Skiljanlega kemst fátt annað en faraldurinn að. Reyndar að frátöldu einu, litlu tísti. Síðan samkomubanni var komið á fyrir tæpum þremur vikum telst greinarhöfundi til að dómsmálaráðherra hafi tíst tæplega fjörutíu sinnum. Lauslega samantekið hefur um fjórðungur tístanna fjallað um almannavarnir, samkomubann og þríeykið sem fundar við landsmenn á hverjum degi klukkan tvö. Annar fjórðungur hefur snúist um björgunarpakka ríkisstjórnarinnar og aðgerðir Schengen vegna veirunnar. Um sex tíst af þessum fjörutíu eru svo um viðbrögð fyrir hælisleitendur vegna faraldursins og rafræna stjórnsýslu. Fjögur tíst fjalla um nýtt ákvæði í almannavarnarlögum um borgaralega skyldu opinberra starfsmanna vegna veirunnar. Önnur fjögur fjalla um skipta búsetu barna í þeirri viðleitni að jafna stöðu foreldra. Allt eru þetta góð og gild mál. Auk alls þessa svaraði ráðherrann tísti frá borgarfulltrúa Samfylkingar, sem sagðist vita af því að menn væru að selja vín á netinu og senda heim. Ráðherrann spurði hvort ekki væri tími til að gera slíka sölu löglega. Semsagt, færa söluna af svörtum markaði og upp á borð, þar sem hægt er að smíða regluverk utan um. Þessi athugasemd ráðherra virðist hafa komið litlum en áberandi hópi fólks algjörlega úr jafnvægi. Rætt er um tístið líkt og það sé það eina sem ráðherra hafi haft til málanna að leggja undanfarið. Með rúman tíma í sóttkví og inniveru mætti ætla að sérfræðingar samfélagsmiðlanna vissu betur, og gæfu sér jafnvel smástund í að kynna sér staðreyndir áður en fúkyrðaflaumurinn er settur af stað. En hvað um það. Staðreyndin er sú að frumvarpið snýst einungis um að jafna stöðu innlendra framleiðenda við erlenda keppinauta þeirra. Málið var unnið í haust, klárt í byrjun árs og fór í samráð í febrúar. Ekki er um að ræða viðbragð við Covid. Engin stefnubreyting er lögð til í frumvarpinu. Ekkert aukið aðgengi. Enn eru aldurstakmörk við tvítugt og áfengisgjöld hressileg. Heimsending með áfengi er þegar leyfileg hér á landi, svo lengi sem þú færð vöruna senda frá útlöndum. Forgangsmálin eru skýr og hafa ekkert með netverslun með áfengi að gera. Hvorki hjá dómsmálaráðherra né öðrum yfirvöldum. Eitt tíst af fjörutíu. Það eru tvö og hálft prósent. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Hersir Aron Ólafsson Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Samfélagið hefur tekið örum breytingum undanfarnar vikur. Raunsæjar spár greiningardeildanna um mjúka lendingu eftir erfiðar kjaraviðræður sem á undan gengu enduðu eftir allt saman í ruslinu. Fordæmalausir tímar. Sennilega munu áhrif COVID 19 vara mun lengur en það tekur efnahaginn eða samfélag manna að komast í eðlilegt horf. Mörgum er um þessar mundir tíðrætt um að Íslendingar séu aldrei samheldnari en í krísu; þegar stóru málin knýja að dyrum og samfélög þurfa að þjappa sér saman um sameiginlegt markmið þvert á flokkslínur og dægurþras. Skiljanlega kemst fátt annað en faraldurinn að. Reyndar að frátöldu einu, litlu tísti. Síðan samkomubanni var komið á fyrir tæpum þremur vikum telst greinarhöfundi til að dómsmálaráðherra hafi tíst tæplega fjörutíu sinnum. Lauslega samantekið hefur um fjórðungur tístanna fjallað um almannavarnir, samkomubann og þríeykið sem fundar við landsmenn á hverjum degi klukkan tvö. Annar fjórðungur hefur snúist um björgunarpakka ríkisstjórnarinnar og aðgerðir Schengen vegna veirunnar. Um sex tíst af þessum fjörutíu eru svo um viðbrögð fyrir hælisleitendur vegna faraldursins og rafræna stjórnsýslu. Fjögur tíst fjalla um nýtt ákvæði í almannavarnarlögum um borgaralega skyldu opinberra starfsmanna vegna veirunnar. Önnur fjögur fjalla um skipta búsetu barna í þeirri viðleitni að jafna stöðu foreldra. Allt eru þetta góð og gild mál. Auk alls þessa svaraði ráðherrann tísti frá borgarfulltrúa Samfylkingar, sem sagðist vita af því að menn væru að selja vín á netinu og senda heim. Ráðherrann spurði hvort ekki væri tími til að gera slíka sölu löglega. Semsagt, færa söluna af svörtum markaði og upp á borð, þar sem hægt er að smíða regluverk utan um. Þessi athugasemd ráðherra virðist hafa komið litlum en áberandi hópi fólks algjörlega úr jafnvægi. Rætt er um tístið líkt og það sé það eina sem ráðherra hafi haft til málanna að leggja undanfarið. Með rúman tíma í sóttkví og inniveru mætti ætla að sérfræðingar samfélagsmiðlanna vissu betur, og gæfu sér jafnvel smástund í að kynna sér staðreyndir áður en fúkyrðaflaumurinn er settur af stað. En hvað um það. Staðreyndin er sú að frumvarpið snýst einungis um að jafna stöðu innlendra framleiðenda við erlenda keppinauta þeirra. Málið var unnið í haust, klárt í byrjun árs og fór í samráð í febrúar. Ekki er um að ræða viðbragð við Covid. Engin stefnubreyting er lögð til í frumvarpinu. Ekkert aukið aðgengi. Enn eru aldurstakmörk við tvítugt og áfengisgjöld hressileg. Heimsending með áfengi er þegar leyfileg hér á landi, svo lengi sem þú færð vöruna senda frá útlöndum. Forgangsmálin eru skýr og hafa ekkert með netverslun með áfengi að gera. Hvorki hjá dómsmálaráðherra né öðrum yfirvöldum. Eitt tíst af fjörutíu. Það eru tvö og hálft prósent. Höfundur er lögfræðingur.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun