Össur hagnaðist um milljarð króna á fyrsta fjórðungi Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2020 07:54 Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur haft áhrifu á rekstur Össurar og tók sala að dragast saman í mars. Hún er þó strax farin að sýna ummerki bata í Evrópu og í Kína, þar sem sala í apríl var á pari við 2019. Hagnaður fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi 2020 var um milljarður króna sem var um fimm prósent af veltu. EBITDA var þrír milljarðar króna eða fjórtán prósent af sölu. EBITDA framlegð lækkaði vegna lægri sölu og hefur verið gripið til ráðstafana til að draga úr kostnaði til skamms tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu vegna ársfjórðungsuppgjörs Össurar sem finna má hér. Fjárhagsáætlun Össurar fyrir árið 2020 var afturkölluð í mars vegna faraldursins og sömuleiðis gerðu forsvarsmenn fyrirtækisins samkomulag um að fresta frágangi á kaupum Össurar á bandaríska stoðtækjaframleiðandanum College Park. Kaupin voru samþykkt af bandarískum samkeppnisyfirvöldum í byrjun apríl. Í áðurnefndri tilkynningu segir að fjárhagsstaða Össurar sé sterk. Félagið hafi tryggt sér aukna fjármögnun upp á 225 milljónir Bandaríkjadala, eða 29 milljarða króna, í mars. Sjóðir félagsins og ódregnar lánlínur stóðu í 304 milljónum Bandaríkjadala, 39 milljörðum, í lok mars. Haft er eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra, að öryggi og heilbrigði starfsmanna og viðskiptavina sé í fyrirrúmi. Starfsmenn framleiðslu vinni á vaktaskiptum og flestir skrifstofu- og sölustarfsmenn starfi að heiman. „Faraldurinn hefur tímabundið neikvæð áhrif á eftirspurn eftir stoðtækjum og spelkum & stuðningsvörum vegna takmarkanna sem sett hafa verið á sumum mörkuðum til að hamla útbreiðslu á faraldrinum. Rekstrarniðurstöður félagsins hafa þar af leiðandi orðið fyrir neikvæðum áhrifum og enn er óljóst hversu lengi áhrifin munu vera viðvarandi. Söluvöxtur á fyrstu tveimur mánuðum ársins voru í takt við væntingar en sala byrjaði að verða fyrir neikvæðum áhrifum sökum faraldursins í mars,“ segir Jón. „Við sjáum einnig töluverð áhrif á sölu það sem af er apríl en við erum þegar farin að sjá merki um bata í nokkrum af helstu mörkuðum okkar í Evrópu og sala í Kína var í apríl aftur á pari við 2019. Ekki er gert ráð fyrir að langtímahorfur í stoðtækja- og spelku- & stuðningsmarkaðinum breytist en þó má ætla að áhrifin af faraldrinum munu leiða til uppsafnaðrar eftirspurnar.“ Hann segir mikla óvissu enn ríkja fyrir árið og að ekki sé hætt að veita uppfærða fjárhagsáætlun að svo stöddu. Fyrirtækið sé þó vel í stakk búið til að takast á við þessa óvissutíma. „Ég vil þakka öllum starfsmönnum og viðskiptavinum félagsins fyrir sveigjanleika, jákvæðan teymisanda og framlag þeirra á þessum fordæmalausu tímum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur haft áhrifu á rekstur Össurar og tók sala að dragast saman í mars. Hún er þó strax farin að sýna ummerki bata í Evrópu og í Kína, þar sem sala í apríl var á pari við 2019. Hagnaður fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi 2020 var um milljarður króna sem var um fimm prósent af veltu. EBITDA var þrír milljarðar króna eða fjórtán prósent af sölu. EBITDA framlegð lækkaði vegna lægri sölu og hefur verið gripið til ráðstafana til að draga úr kostnaði til skamms tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu vegna ársfjórðungsuppgjörs Össurar sem finna má hér. Fjárhagsáætlun Össurar fyrir árið 2020 var afturkölluð í mars vegna faraldursins og sömuleiðis gerðu forsvarsmenn fyrirtækisins samkomulag um að fresta frágangi á kaupum Össurar á bandaríska stoðtækjaframleiðandanum College Park. Kaupin voru samþykkt af bandarískum samkeppnisyfirvöldum í byrjun apríl. Í áðurnefndri tilkynningu segir að fjárhagsstaða Össurar sé sterk. Félagið hafi tryggt sér aukna fjármögnun upp á 225 milljónir Bandaríkjadala, eða 29 milljarða króna, í mars. Sjóðir félagsins og ódregnar lánlínur stóðu í 304 milljónum Bandaríkjadala, 39 milljörðum, í lok mars. Haft er eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra, að öryggi og heilbrigði starfsmanna og viðskiptavina sé í fyrirrúmi. Starfsmenn framleiðslu vinni á vaktaskiptum og flestir skrifstofu- og sölustarfsmenn starfi að heiman. „Faraldurinn hefur tímabundið neikvæð áhrif á eftirspurn eftir stoðtækjum og spelkum & stuðningsvörum vegna takmarkanna sem sett hafa verið á sumum mörkuðum til að hamla útbreiðslu á faraldrinum. Rekstrarniðurstöður félagsins hafa þar af leiðandi orðið fyrir neikvæðum áhrifum og enn er óljóst hversu lengi áhrifin munu vera viðvarandi. Söluvöxtur á fyrstu tveimur mánuðum ársins voru í takt við væntingar en sala byrjaði að verða fyrir neikvæðum áhrifum sökum faraldursins í mars,“ segir Jón. „Við sjáum einnig töluverð áhrif á sölu það sem af er apríl en við erum þegar farin að sjá merki um bata í nokkrum af helstu mörkuðum okkar í Evrópu og sala í Kína var í apríl aftur á pari við 2019. Ekki er gert ráð fyrir að langtímahorfur í stoðtækja- og spelku- & stuðningsmarkaðinum breytist en þó má ætla að áhrifin af faraldrinum munu leiða til uppsafnaðrar eftirspurnar.“ Hann segir mikla óvissu enn ríkja fyrir árið og að ekki sé hætt að veita uppfærða fjárhagsáætlun að svo stöddu. Fyrirtækið sé þó vel í stakk búið til að takast á við þessa óvissutíma. „Ég vil þakka öllum starfsmönnum og viðskiptavinum félagsins fyrir sveigjanleika, jákvæðan teymisanda og framlag þeirra á þessum fordæmalausu tímum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira