Segir hjúkrunarfræðinga hafa hafnað meiri hækkunum en aðrir fái Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. apríl 2020 15:42 Bjarni Benediktsson í pontu Alþingis í óundirbúnum fyrirspurnum í morgun. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. Ríkissáttasemjari vonast til að hægt verði að vinna hratt í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins en fyrsti sáttafundurinn eftir að kjarasamningur þeirra var felldur var haldinn í morgun. Hjúkrunarfræðingar felldu í gær kjarasamning sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skrifaði undir þann 10. apríl með 53% atkvæða. Halldóra Mogensen spurði fjármálaráðherra út í kostnaðinn við samning við hjúkrunarfræðinga.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pirata spurði fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hvað nýfelldur kjarasamningur hefði kostað. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist ekki vera með heildarkostnaðinn en hann væri með kostnað við umfram kröfu stéttarinnar. „Viðbótarkrafa hjúkrunarfræðinga sem lengst af stóðu í vegi fyrir að samningar tækjust en þeir tókust þó þó að þeir hafi nú verið felldir því miður með tæpum meirihluta kostaði milljarða uppundir fimm milljarða. Viðbótarkrafan þar sem farið var fram á að samið yrði um umfram það sem allir aðrir höfðu samið um.“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði í fréttum RÚV mikilvægt að í framhaldinu yrði unnið hratt þar sem óvissa og órói kringum heilbrigðiskerfið væri vond. Ríkissáttasemjari boðaði til fundar klukkan tíu í morgun með hjúkrunarfræðingum og ríkinu. Guðbjörg Pálsdóttir formaður félagsins vildi ekki tjá sig um stöðuna fyrir fundinn í morgun en félagið hafði kynnt að verulegur ágóði væri í samningnum. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.Aðsend Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að á fundinum verði farið niðurstöðu kosningarinnar. „Það sem ég býst fyllilega við og ætlast til er að báðir samningsaðilar leggi sig alla fram og við sitjum við verkefnið saman til að finna góða lausn, samningsnefndirnar hafa unnið að heilindum þannig að ég bind miklar vonir við að við getum unnið hratt og vel saman. Hversu fljótt okkur tekst að finna lausnina er erfitt að segja til um en það mun ekki stranda á því að það verði unnið dag og nótt að þessu verkefni.“ Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar felldu naumlega kjarasamning Hjúkrunarfræðingar felldu í dag kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem skrifað var undir þann 10. apríl. 29. apríl 2020 13:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. Ríkissáttasemjari vonast til að hægt verði að vinna hratt í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins en fyrsti sáttafundurinn eftir að kjarasamningur þeirra var felldur var haldinn í morgun. Hjúkrunarfræðingar felldu í gær kjarasamning sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skrifaði undir þann 10. apríl með 53% atkvæða. Halldóra Mogensen spurði fjármálaráðherra út í kostnaðinn við samning við hjúkrunarfræðinga.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pirata spurði fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hvað nýfelldur kjarasamningur hefði kostað. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist ekki vera með heildarkostnaðinn en hann væri með kostnað við umfram kröfu stéttarinnar. „Viðbótarkrafa hjúkrunarfræðinga sem lengst af stóðu í vegi fyrir að samningar tækjust en þeir tókust þó þó að þeir hafi nú verið felldir því miður með tæpum meirihluta kostaði milljarða uppundir fimm milljarða. Viðbótarkrafan þar sem farið var fram á að samið yrði um umfram það sem allir aðrir höfðu samið um.“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði í fréttum RÚV mikilvægt að í framhaldinu yrði unnið hratt þar sem óvissa og órói kringum heilbrigðiskerfið væri vond. Ríkissáttasemjari boðaði til fundar klukkan tíu í morgun með hjúkrunarfræðingum og ríkinu. Guðbjörg Pálsdóttir formaður félagsins vildi ekki tjá sig um stöðuna fyrir fundinn í morgun en félagið hafði kynnt að verulegur ágóði væri í samningnum. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.Aðsend Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að á fundinum verði farið niðurstöðu kosningarinnar. „Það sem ég býst fyllilega við og ætlast til er að báðir samningsaðilar leggi sig alla fram og við sitjum við verkefnið saman til að finna góða lausn, samningsnefndirnar hafa unnið að heilindum þannig að ég bind miklar vonir við að við getum unnið hratt og vel saman. Hversu fljótt okkur tekst að finna lausnina er erfitt að segja til um en það mun ekki stranda á því að það verði unnið dag og nótt að þessu verkefni.“
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar felldu naumlega kjarasamning Hjúkrunarfræðingar felldu í dag kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem skrifað var undir þann 10. apríl. 29. apríl 2020 13:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar felldu naumlega kjarasamning Hjúkrunarfræðingar felldu í dag kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem skrifað var undir þann 10. apríl. 29. apríl 2020 13:45