Segir hjúkrunarfræðinga hafa hafnað meiri hækkunum en aðrir fái Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. apríl 2020 15:42 Bjarni Benediktsson í pontu Alþingis í óundirbúnum fyrirspurnum í morgun. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. Ríkissáttasemjari vonast til að hægt verði að vinna hratt í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins en fyrsti sáttafundurinn eftir að kjarasamningur þeirra var felldur var haldinn í morgun. Hjúkrunarfræðingar felldu í gær kjarasamning sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skrifaði undir þann 10. apríl með 53% atkvæða. Halldóra Mogensen spurði fjármálaráðherra út í kostnaðinn við samning við hjúkrunarfræðinga.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pirata spurði fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hvað nýfelldur kjarasamningur hefði kostað. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist ekki vera með heildarkostnaðinn en hann væri með kostnað við umfram kröfu stéttarinnar. „Viðbótarkrafa hjúkrunarfræðinga sem lengst af stóðu í vegi fyrir að samningar tækjust en þeir tókust þó þó að þeir hafi nú verið felldir því miður með tæpum meirihluta kostaði milljarða uppundir fimm milljarða. Viðbótarkrafan þar sem farið var fram á að samið yrði um umfram það sem allir aðrir höfðu samið um.“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði í fréttum RÚV mikilvægt að í framhaldinu yrði unnið hratt þar sem óvissa og órói kringum heilbrigðiskerfið væri vond. Ríkissáttasemjari boðaði til fundar klukkan tíu í morgun með hjúkrunarfræðingum og ríkinu. Guðbjörg Pálsdóttir formaður félagsins vildi ekki tjá sig um stöðuna fyrir fundinn í morgun en félagið hafði kynnt að verulegur ágóði væri í samningnum. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.Aðsend Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að á fundinum verði farið niðurstöðu kosningarinnar. „Það sem ég býst fyllilega við og ætlast til er að báðir samningsaðilar leggi sig alla fram og við sitjum við verkefnið saman til að finna góða lausn, samningsnefndirnar hafa unnið að heilindum þannig að ég bind miklar vonir við að við getum unnið hratt og vel saman. Hversu fljótt okkur tekst að finna lausnina er erfitt að segja til um en það mun ekki stranda á því að það verði unnið dag og nótt að þessu verkefni.“ Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar felldu naumlega kjarasamning Hjúkrunarfræðingar felldu í dag kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem skrifað var undir þann 10. apríl. 29. apríl 2020 13:45 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. Ríkissáttasemjari vonast til að hægt verði að vinna hratt í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins en fyrsti sáttafundurinn eftir að kjarasamningur þeirra var felldur var haldinn í morgun. Hjúkrunarfræðingar felldu í gær kjarasamning sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skrifaði undir þann 10. apríl með 53% atkvæða. Halldóra Mogensen spurði fjármálaráðherra út í kostnaðinn við samning við hjúkrunarfræðinga.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pirata spurði fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hvað nýfelldur kjarasamningur hefði kostað. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist ekki vera með heildarkostnaðinn en hann væri með kostnað við umfram kröfu stéttarinnar. „Viðbótarkrafa hjúkrunarfræðinga sem lengst af stóðu í vegi fyrir að samningar tækjust en þeir tókust þó þó að þeir hafi nú verið felldir því miður með tæpum meirihluta kostaði milljarða uppundir fimm milljarða. Viðbótarkrafan þar sem farið var fram á að samið yrði um umfram það sem allir aðrir höfðu samið um.“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði í fréttum RÚV mikilvægt að í framhaldinu yrði unnið hratt þar sem óvissa og órói kringum heilbrigðiskerfið væri vond. Ríkissáttasemjari boðaði til fundar klukkan tíu í morgun með hjúkrunarfræðingum og ríkinu. Guðbjörg Pálsdóttir formaður félagsins vildi ekki tjá sig um stöðuna fyrir fundinn í morgun en félagið hafði kynnt að verulegur ágóði væri í samningnum. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.Aðsend Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að á fundinum verði farið niðurstöðu kosningarinnar. „Það sem ég býst fyllilega við og ætlast til er að báðir samningsaðilar leggi sig alla fram og við sitjum við verkefnið saman til að finna góða lausn, samningsnefndirnar hafa unnið að heilindum þannig að ég bind miklar vonir við að við getum unnið hratt og vel saman. Hversu fljótt okkur tekst að finna lausnina er erfitt að segja til um en það mun ekki stranda á því að það verði unnið dag og nótt að þessu verkefni.“
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar felldu naumlega kjarasamning Hjúkrunarfræðingar felldu í dag kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem skrifað var undir þann 10. apríl. 29. apríl 2020 13:45 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar felldu naumlega kjarasamning Hjúkrunarfræðingar felldu í dag kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem skrifað var undir þann 10. apríl. 29. apríl 2020 13:45
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent