Hætta á auknu brotthvarfi að samkomubanni loknu Andri Eysteinsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 30. apríl 2020 19:33 Frá fundi almannavarna í dag. Mynd/Lögreglan. Það er hætta á auknu brotthvarfi að loknu samkomubanni að mati skólameistara Tækniskólans. Starfsfólk skólans hafi hringt í á annað þúsund nemendur til að hvetja þá áfram. Yfirlögregluþjónn biðlar til samninganefnda að afstýra verkfalli sem hefði áhrif á skólastarf. Skólamál voru til umræðu á upplýsingafundi almannavarna í dag en starf leik- og grunnskóla hefst með hefðbundnum hætti 4. maí. Nám í framhalds- og háskólum verður háð fjölda og fjarlægðartakmörkunum. Skólameistari Tækniskólans segir að vel hafi gengið en skólafólk hafi áhyggjur. „Helsta áskorun og áhyggjuefni stjórnenda á framhaldsskólastiginu hefur verið brotthvarf nemenda og mikið hefur verið gert til að koma í veg fyrir það,“ sagði Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans. Starfsfólk skólans hefur hringt á annað þúsund símtöl til að ýta við og hvetja nemendur áfram Sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar segir að víðast hvar hafi vel gengið í grunnskólum en nokkrir hópar skeri sig úr. „Því miður hafa allmargir nemendur að erlendum uppruna ekki fengið nógu mikla íslensku kennslu því miður og margir sem eru fatlaðir hafa ekki fengið næga kennslu þannig að við verðum að huga að þessum hópum,“ sagði Þorsteinn Hjartarson sviðsstjóri. Við höfum vissulega áhyggjur af ákveðnu hópi nemenda sem hafa verið að glíma við alls konar áhyggjur og kvíða og þá er mikilvægt að bjóða upp á úrræði,“ sagði sviðstjórinn. Rektor Háskóla Íslands hefur ekki fengið brottfallstölur en einhverjir hafi þurft að hætta námi. „Við höfum reynt að vinna málið þannig að það hafi verið minna brottfall. Ég vona svo sannarlega að það hafi ekki margir lent í þessum hópum en því miður er mögulegt að þar séu einhverjir. Félagsmenn í Eflingu sem stefna í verkfall í næstu viku voru hvattir til að semja en það mun hafa áhrif á grunnskóla í nokkrum sveitarfélögum. Þorsteinn sviðsstjóri sagði það valda áhyggjum og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvatti samningsaðila til að ná saman. „Gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að leysa þessa deilu,“ sagði Víðir. Engin greindist með kórónuveirusmit síðasta sólarhring sex eru á spítala og engin á gjörgæslu. Skóla - og menntamál Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Það er hætta á auknu brotthvarfi að loknu samkomubanni að mati skólameistara Tækniskólans. Starfsfólk skólans hafi hringt í á annað þúsund nemendur til að hvetja þá áfram. Yfirlögregluþjónn biðlar til samninganefnda að afstýra verkfalli sem hefði áhrif á skólastarf. Skólamál voru til umræðu á upplýsingafundi almannavarna í dag en starf leik- og grunnskóla hefst með hefðbundnum hætti 4. maí. Nám í framhalds- og háskólum verður háð fjölda og fjarlægðartakmörkunum. Skólameistari Tækniskólans segir að vel hafi gengið en skólafólk hafi áhyggjur. „Helsta áskorun og áhyggjuefni stjórnenda á framhaldsskólastiginu hefur verið brotthvarf nemenda og mikið hefur verið gert til að koma í veg fyrir það,“ sagði Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans. Starfsfólk skólans hefur hringt á annað þúsund símtöl til að ýta við og hvetja nemendur áfram Sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar segir að víðast hvar hafi vel gengið í grunnskólum en nokkrir hópar skeri sig úr. „Því miður hafa allmargir nemendur að erlendum uppruna ekki fengið nógu mikla íslensku kennslu því miður og margir sem eru fatlaðir hafa ekki fengið næga kennslu þannig að við verðum að huga að þessum hópum,“ sagði Þorsteinn Hjartarson sviðsstjóri. Við höfum vissulega áhyggjur af ákveðnu hópi nemenda sem hafa verið að glíma við alls konar áhyggjur og kvíða og þá er mikilvægt að bjóða upp á úrræði,“ sagði sviðstjórinn. Rektor Háskóla Íslands hefur ekki fengið brottfallstölur en einhverjir hafi þurft að hætta námi. „Við höfum reynt að vinna málið þannig að það hafi verið minna brottfall. Ég vona svo sannarlega að það hafi ekki margir lent í þessum hópum en því miður er mögulegt að þar séu einhverjir. Félagsmenn í Eflingu sem stefna í verkfall í næstu viku voru hvattir til að semja en það mun hafa áhrif á grunnskóla í nokkrum sveitarfélögum. Þorsteinn sviðsstjóri sagði það valda áhyggjum og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvatti samningsaðila til að ná saman. „Gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að leysa þessa deilu,“ sagði Víðir. Engin greindist með kórónuveirusmit síðasta sólarhring sex eru á spítala og engin á gjörgæslu.
Skóla - og menntamál Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira