Leggur til að ríkið láni fyrir hlutabréfum í nýju dótturfélagi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. maí 2020 13:27 Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Icelandair Group stefnir á að safna hátt í 30 milljörðum í aukið hlutafé. Þingmaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að ríkið komi félaginu til hjálpar vegna þeirra þrenginga sem kórónuveirufaraldurinn hafði í för með sér en eigendur verði að takast á við fortíðarvanda félagsins. Skoða ætti þann möguleika að ríkið láni fyrir hlutabréfum í nýju dótturfélagi. Markmið fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair Group í júní er að safna rúmlega 29 milljörðum króna í aukið hlutafé. Stjórn félagsins mun leggja tillögu þess efnis fyrir hluthafafund síðar í þessum mánuði. Þetta kom fram í tilkynningu sem félagið sendi Kauphöll í gærkvöldi. Hlutafjárútboðið er sagt mikilvægur liður í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins en auk útboðsins verður skoðaður sá möguleiki að breyta skuldum í hlutafé. Í gær greindu stjórnvöld frá því, að ef Icelandair tekst að safna því hlutafé sem félagið stefnir að, að þá séu stjórnvöld tilbúin að koma til aðstoðar með aðkomu að lánalínum með ríkisábyrgð. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að skýr skilyrði verði sett fyrir hvers konar aðkomu ríkisins. Mikilvægt sé að almenningur sitji ekki uppi með skaðann. „Við vitum að Icelandair átti í rekstrarvanda áður en faraldurinn kom og ein leiðin gæti verið sú að ríkið kæmi að rekstri og tæki tapið sem orsakast af faraldrinum en eigendurnir myndu bara sjálfir glíma við fortíðarvandann. Það er hægt að gera með því að Icelandair stofni dótturfélag. Ríkið láni fyrir hlutabréfum í því félagi og það félag sjái um flugreksturinn núna og byggi upp félagið í framhaldinu þegar faraldurinn er genginn yfir,“ segir Oddný. Þetta sé þekkt leið til að bjarga fyrirtækjum í vanda. „Þetta er leið sem myndi tryggja það að við værum ekki að setja víkjandi lán sem að myndi hverfa í fortíðarvanda félagsins,“ segir Oddný. Samfylkingin Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Icelandair Group stefnir á að safna hátt í 30 milljörðum í aukið hlutafé. Þingmaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að ríkið komi félaginu til hjálpar vegna þeirra þrenginga sem kórónuveirufaraldurinn hafði í för með sér en eigendur verði að takast á við fortíðarvanda félagsins. Skoða ætti þann möguleika að ríkið láni fyrir hlutabréfum í nýju dótturfélagi. Markmið fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair Group í júní er að safna rúmlega 29 milljörðum króna í aukið hlutafé. Stjórn félagsins mun leggja tillögu þess efnis fyrir hluthafafund síðar í þessum mánuði. Þetta kom fram í tilkynningu sem félagið sendi Kauphöll í gærkvöldi. Hlutafjárútboðið er sagt mikilvægur liður í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins en auk útboðsins verður skoðaður sá möguleiki að breyta skuldum í hlutafé. Í gær greindu stjórnvöld frá því, að ef Icelandair tekst að safna því hlutafé sem félagið stefnir að, að þá séu stjórnvöld tilbúin að koma til aðstoðar með aðkomu að lánalínum með ríkisábyrgð. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að skýr skilyrði verði sett fyrir hvers konar aðkomu ríkisins. Mikilvægt sé að almenningur sitji ekki uppi með skaðann. „Við vitum að Icelandair átti í rekstrarvanda áður en faraldurinn kom og ein leiðin gæti verið sú að ríkið kæmi að rekstri og tæki tapið sem orsakast af faraldrinum en eigendurnir myndu bara sjálfir glíma við fortíðarvandann. Það er hægt að gera með því að Icelandair stofni dótturfélag. Ríkið láni fyrir hlutabréfum í því félagi og það félag sjái um flugreksturinn núna og byggi upp félagið í framhaldinu þegar faraldurinn er genginn yfir,“ segir Oddný. Þetta sé þekkt leið til að bjarga fyrirtækjum í vanda. „Þetta er leið sem myndi tryggja það að við værum ekki að setja víkjandi lán sem að myndi hverfa í fortíðarvanda félagsins,“ segir Oddný.
Samfylkingin Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira