Alltaf áskoranir í löggæslu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. maí 2020 15:20 Halla Bergþóra Björnsdóttir er nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Ofbeldismál eru meðal þeirra mála sem eru Höllu Bergþóru Björnsdóttur, nýjum lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, hugleikin. Hún á þó ekki von á að ráðast í miklar stefnubreytingar hjá embættinu. Dómsmálaráðherra skipaði Höllu Bergþóru í embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í gær en hún tekur við embætti þann 11. maí. Hún gegndi áður embætti sýslumanns en frá árinu 2015 hefur hún verið lögreglustjóri á Norðurlandi Eystra. Sjá einnig: Halla Bergþóra nýr lögreglustjóri „Það eru nú sambærileg verkefni, lögregluverkefnin hér og fyrir norðan, en það er bara auðvitað áherslan á að reyna að veita eins góða þjónustu og mögulegt er, ég mun leggja áherslu á það,“ segir Halla Bergþóra. Sem nýr stjórnandi eigi hún eflaust eftir að setja svip sinn á embættið en hún segir engar meiriháttar breytingar í farvatninu. „Ég á nú ekki von á að það verði einhver stefnubreyting en það er auðvitað bara þannig þegar nýr stjórnandi kemur þá verða kannski einhverjar áherslubreytingar en það verða engar miklar stefnubreytingar,“ segir Halla Bergþóra. „Það hafa auðvitað alltaf verið hugleikin hjá mér heimilisofbeldismál og ofbeldismál almennt. Það hefur nú verið áhersla á það í samfélaginu og ég hugsa að það verði bara áfram.“ Halla Bergþóra tekur við embætti af Sigríði Björk Guðjónsdóttur en Hulda Elsa Björgvinsdóttir hefur verið settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu síðan Sigríður Björk tók við embætti ríkislögreglustjóra. „Það eru alltaf áskoranir í löggæslu, alltaf áskoranir að halda sér í takt við breytingar á samfélaginu og eflaust verða áskoranir margar á næstu árum,“ segir Halla Bergþóra. Lögregluþjónar eru meðal þeirra stétta sem enn hafa ekki náð saman við ríkið um gerð kjarasamnings. „Ég bara vona að það náist sem fyrst að lögreglumenn nái að semja við ríkið. Það væri farsælt fyrir alla,“ segir Halla Bergþóra. Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Ofbeldismál eru meðal þeirra mála sem eru Höllu Bergþóru Björnsdóttur, nýjum lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, hugleikin. Hún á þó ekki von á að ráðast í miklar stefnubreytingar hjá embættinu. Dómsmálaráðherra skipaði Höllu Bergþóru í embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í gær en hún tekur við embætti þann 11. maí. Hún gegndi áður embætti sýslumanns en frá árinu 2015 hefur hún verið lögreglustjóri á Norðurlandi Eystra. Sjá einnig: Halla Bergþóra nýr lögreglustjóri „Það eru nú sambærileg verkefni, lögregluverkefnin hér og fyrir norðan, en það er bara auðvitað áherslan á að reyna að veita eins góða þjónustu og mögulegt er, ég mun leggja áherslu á það,“ segir Halla Bergþóra. Sem nýr stjórnandi eigi hún eflaust eftir að setja svip sinn á embættið en hún segir engar meiriháttar breytingar í farvatninu. „Ég á nú ekki von á að það verði einhver stefnubreyting en það er auðvitað bara þannig þegar nýr stjórnandi kemur þá verða kannski einhverjar áherslubreytingar en það verða engar miklar stefnubreytingar,“ segir Halla Bergþóra. „Það hafa auðvitað alltaf verið hugleikin hjá mér heimilisofbeldismál og ofbeldismál almennt. Það hefur nú verið áhersla á það í samfélaginu og ég hugsa að það verði bara áfram.“ Halla Bergþóra tekur við embætti af Sigríði Björk Guðjónsdóttur en Hulda Elsa Björgvinsdóttir hefur verið settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu síðan Sigríður Björk tók við embætti ríkislögreglustjóra. „Það eru alltaf áskoranir í löggæslu, alltaf áskoranir að halda sér í takt við breytingar á samfélaginu og eflaust verða áskoranir margar á næstu árum,“ segir Halla Bergþóra. Lögregluþjónar eru meðal þeirra stétta sem enn hafa ekki náð saman við ríkið um gerð kjarasamnings. „Ég bara vona að það náist sem fyrst að lögreglumenn nái að semja við ríkið. Það væri farsælt fyrir alla,“ segir Halla Bergþóra.
Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira