Berglind losnar úr prísundinni: „Í fyrsta skipti í níu vikur hef ég eitthvað að hlakka til“ Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 12:45 Berglind Björg Þorvaldsdóttir er búin að bíða lengi eftir því að komast út að hreyfa sig almennilega. VÍSIR/GETTY Þungu fargi er létt af Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem losnar úr ákveðinni prísund á Ítalíu á morgun þegar hún fær að fara út að skokka. Hún heldur heim til Íslands á næstu dögum. Berglind hefur verið í útgöngubanni líkt og aðrir íbúar Ítalíu síðustu tvo mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Hún var að láni frá Breiðablik hjá AC Milan og hafði staðið sig afar vel fyrir ítalska stórveldið þegar faraldurinn setti allt úr skorðum í landinu. Á morgun mega Ítalir aftur fara út og hreyfa sig haldi þeir fjarlægð frá öðrum, og liðsæfingar gætu hafist 18. maí. Berglind heldur hins vegar heimleiðis á næstu dögum og verður með Breiðabliki þegar Íslandsmótið hefst snemma í næsta mánuði, ef að líkum lætur. „Mér er gríðarlega létt. Að geta loksins farið út að labba og hlaupa er svo góð tilfinning. Einu skiptin sem maður mátti fara út var til að labba í búðina og ég var byrjuð að labba lengri vegalengdir í búðina til að fá meiri hreyfingu,“ sagði Berglind við Vísi. „Síðustu vikur hafa verið mjög erfiðar. Þessi óvissa var að fara með mann á tímabili og núna í fyrsta skipti á þessum níu vikum hefur maður eitthvað til þess að hlakka til,“ sagði Berglind. Eftir 9 vikur inni, þá má á morgun fara út að labba/hlaupa. Ég er svo spennt því fyrir að ég held ég muni ekkert sofa í nótt — Berglind Thorvaldsd (@berglindbjorg10) May 3, 2020 Berglind varð markadrottning Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð þegar Breiðablik varð í 2. sæti þrátt fyrir að tapa ekki leik á tímabilinu. Eftir heimkomu þarf hún að fara í tveggja vikna sóttkví en svo getur hún mætt á æfingar hjá Blikakonum sem þá verða ef til vill farnar að geta æft saman án takmarkana. Til stendur að Íslandsmótið hefjist snemma í júní. „Ég mun nýta þennan mánuð vel í að komast í gott stand fyrir mótið. Ég mun hafa allt sem ég þarf þegar ég kem heim í sóttkví. Svo verð ég tilbúin þegar ég má byrja að æfa með Breiðabliki aftur,“ sagði Berglind. Þrátt fyrir erfiða síðustu mánuði kveðst hún opin fyrir því að snúa aftur til Mílanó síðar enda hafi hún notið lífsins í borginni áður en faraldurinn skall á. Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild kvenna Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Líkir ástandinu í Mílanó við bíómynd 18. mars 2020 11:00 Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10 Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 09:32 Berglind raðar inn mörkum fyrir AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur farið frábærlega af stað í búningi AC Milan á Ítalíu og hún skoraði í 4-0 sigri liðsins á Tavagnacco í dag. 15. febrúar 2020 13:12 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Sjá meira
Þungu fargi er létt af Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem losnar úr ákveðinni prísund á Ítalíu á morgun þegar hún fær að fara út að skokka. Hún heldur heim til Íslands á næstu dögum. Berglind hefur verið í útgöngubanni líkt og aðrir íbúar Ítalíu síðustu tvo mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Hún var að láni frá Breiðablik hjá AC Milan og hafði staðið sig afar vel fyrir ítalska stórveldið þegar faraldurinn setti allt úr skorðum í landinu. Á morgun mega Ítalir aftur fara út og hreyfa sig haldi þeir fjarlægð frá öðrum, og liðsæfingar gætu hafist 18. maí. Berglind heldur hins vegar heimleiðis á næstu dögum og verður með Breiðabliki þegar Íslandsmótið hefst snemma í næsta mánuði, ef að líkum lætur. „Mér er gríðarlega létt. Að geta loksins farið út að labba og hlaupa er svo góð tilfinning. Einu skiptin sem maður mátti fara út var til að labba í búðina og ég var byrjuð að labba lengri vegalengdir í búðina til að fá meiri hreyfingu,“ sagði Berglind við Vísi. „Síðustu vikur hafa verið mjög erfiðar. Þessi óvissa var að fara með mann á tímabili og núna í fyrsta skipti á þessum níu vikum hefur maður eitthvað til þess að hlakka til,“ sagði Berglind. Eftir 9 vikur inni, þá má á morgun fara út að labba/hlaupa. Ég er svo spennt því fyrir að ég held ég muni ekkert sofa í nótt — Berglind Thorvaldsd (@berglindbjorg10) May 3, 2020 Berglind varð markadrottning Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð þegar Breiðablik varð í 2. sæti þrátt fyrir að tapa ekki leik á tímabilinu. Eftir heimkomu þarf hún að fara í tveggja vikna sóttkví en svo getur hún mætt á æfingar hjá Blikakonum sem þá verða ef til vill farnar að geta æft saman án takmarkana. Til stendur að Íslandsmótið hefjist snemma í júní. „Ég mun nýta þennan mánuð vel í að komast í gott stand fyrir mótið. Ég mun hafa allt sem ég þarf þegar ég kem heim í sóttkví. Svo verð ég tilbúin þegar ég má byrja að æfa með Breiðabliki aftur,“ sagði Berglind. Þrátt fyrir erfiða síðustu mánuði kveðst hún opin fyrir því að snúa aftur til Mílanó síðar enda hafi hún notið lífsins í borginni áður en faraldurinn skall á.
Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild kvenna Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Líkir ástandinu í Mílanó við bíómynd 18. mars 2020 11:00 Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10 Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 09:32 Berglind raðar inn mörkum fyrir AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur farið frábærlega af stað í búningi AC Milan á Ítalíu og hún skoraði í 4-0 sigri liðsins á Tavagnacco í dag. 15. febrúar 2020 13:12 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Sjá meira
Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10
Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 09:32
Berglind raðar inn mörkum fyrir AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur farið frábærlega af stað í búningi AC Milan á Ítalíu og hún skoraði í 4-0 sigri liðsins á Tavagnacco í dag. 15. febrúar 2020 13:12