Samvinna í þágu framfara Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 3. janúar 2021 22:00 Nýtt ár verður árið sem við festum í sessi allan lærdóminn, ávinninginn og allt það jákvæða sem árið 2020 færði okkur þó. Í mínum huga er engin spurning um hvað það var. Samvinna og samstaða var lykillinn að því hvernig okkur tókst til að halda samfélaginu gangandi við mjög krefjandi aðstæður. Við urðum þess áþreifanlega vör á sveitarstjórnarstiginu hvernig máttur samvinnunnar skipaði stórt hlutverk í öllum aðgerðum sem hafa snúið að grunnþjónustu sveitarfélaganna þegar mikið lá við. Bæjarstjórar og forstöðumenn innan stjórnsýslunnar funduðu sem aldrei fyrr þvert á sveitarfélög til að ráða ráðum sínum. Finna sameiginlegar lausnir á flóknum verkefnum. Eins og að halda uppi leik- og grunnskólastarfi í miðjum heimsfaraldri. Og standa vörð um félagsþjónustuna þannig að fólkið okkar, sem minnstu varnirnar hafa en þurfa þær mestar, væri varið sem allra best gegn þeim alvarlega vágesti sem kórónuveiran er. Í hverri einustu viku var farið yfir aðgerðaplan og upplýst um stöðu mála og því fylgdi mikið öryggi að finna samstöðuna sem ríkti á milli sveitarfélaga. Mögnuð tilfinning að upplifa sem kjörinn fulltrúi. Það var samvinna sem skilaði verðskulduðum árangri. Höfuðborgarsvæðið þarf að vinna betur saman Á höfuðborgarsvæðinu er ástæða til frekari samvinnu sveitarfélaganna því þannig er hægt að þjóna íbúum enn betur á svo marga vegu. Við höfum nú þegar byggðasamlögin, þar sem sveitarfélögin hafa sameinast um rekstur ákveðinnar grunnþjónustu líkt og almenningssamgangna og sorpmála. Rekstur byggðasamlaganna er vissulega flókin og er nú til endurskoðunar til að auka gagnsæi á milli ábyrgðar og ákvarðanatöku. En fleiri stór verkefni eru þegar komin af stað þar sem samvinnan stýrir ferð. Má þar nefna stafræna þróun sveitarfélaganna. Sú umbreyting mun hafa áhrif á alla þjónustu sveitarfélaga. Hún mun ekki síður hafa áhrif á vinnustundir þeirra sem veita þjónstuna innan stjórnsýslunnar og mun til framtíðar spara tíma og skapa svigrúm til að nýta fjármuni betur og bæta þjónustu við íbúa enn frekar. Við vitum að vægi grunnþjónustu er að aukast og mun gera það áfram. Þá skiptir máli að sveitarfélögin hafi þær bjargir sem þarf til að laga rekstur sinn að breyttri sviðsmynd sem kallar á aukið fagfólk til starfa við leik- og grunnskóla jafnt sem við félagsþjónustuna. Nú þegar hefur verið sett á laggirnar stafrænan starfshóp sem hefur það hlutverk að leiða sveitarfélögin saman og marka stefnu um sameiginlegan stafrænan grunn til að byggja umbreytinguna á. Stafrænar umbreytingar eru risaverkefni sem kosta töluverða fjármuni enda til þess fallið að styrkja alla innviði í breyttu umhverfi. Því er mikilvægt að sameinast um leiðir, deila kostnaði og samræma kerfi á milli sveitarfélaga. Ekki síst til að auðvelda íbúum aðgengi að allri þjónustu. Styrkjum samvinnu innan atvinnusvæðisins Borgarlínan er annað verkefni sem snertir öll sveitarfélögin og hefur verið komið þannig um kring að úr varð sameiginlegt verkefni þar sem hagsmunir allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu eru undir. Unnið er að skilvirkri tengingu á milli sveitarfélaga þannig að íbúar eigi þess kost að komast hratt og örugglega á milli staða en ekki síður til að vinna gegn loftslagsvánni. Höfuðborgarsvæðið er eitt atvinnusvæði. Það ekkert eðlilegra en að búa í einu sveitarfélagi og starfa í öðru. Því eigum við að stefna áfram veginn, leita í styrkleikana og styrkja samvinnu þvert á sveitarfélögin sem aldrei fyrr. Hér getum við tekið fleiri mikilvæg verkefni inn í markvissa stefnumótin eins og að kortleggja félagslega þjónustu þvert á sveitarfélögin hvar þarf að gefa í og hvar þarf að hugað að þolmörkum sem varða okkur öll. Búseta á að vera valmöguleiki, óháð sveitarfélagi og óháð stöðu íbúanna sjálfra. Þar skiptir öllu máli að sýnin og stefnan við skipulagningu hverfa taki mið að því. Framboð á húsnæði þarf að taka mið af fjölbreytileika samfélagsins og meðvitað þarf að styðja við slíka íbúaþróun. Þá skiptir máli að taka félagslega þætti inn með markvissum hætti, og kostnað þjónustunnar til að mæta barnafjölskyldum sem best óháð efnahag. Verðug verkefni og spennandi. Því þau eru framsækin og mikilvæg í þróun uppbyggingar höfuðborgarsvæðisins sem stækkar hratt og varðar öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Sara Dögg Svanhildardóttir Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt ár verður árið sem við festum í sessi allan lærdóminn, ávinninginn og allt það jákvæða sem árið 2020 færði okkur þó. Í mínum huga er engin spurning um hvað það var. Samvinna og samstaða var lykillinn að því hvernig okkur tókst til að halda samfélaginu gangandi við mjög krefjandi aðstæður. Við urðum þess áþreifanlega vör á sveitarstjórnarstiginu hvernig máttur samvinnunnar skipaði stórt hlutverk í öllum aðgerðum sem hafa snúið að grunnþjónustu sveitarfélaganna þegar mikið lá við. Bæjarstjórar og forstöðumenn innan stjórnsýslunnar funduðu sem aldrei fyrr þvert á sveitarfélög til að ráða ráðum sínum. Finna sameiginlegar lausnir á flóknum verkefnum. Eins og að halda uppi leik- og grunnskólastarfi í miðjum heimsfaraldri. Og standa vörð um félagsþjónustuna þannig að fólkið okkar, sem minnstu varnirnar hafa en þurfa þær mestar, væri varið sem allra best gegn þeim alvarlega vágesti sem kórónuveiran er. Í hverri einustu viku var farið yfir aðgerðaplan og upplýst um stöðu mála og því fylgdi mikið öryggi að finna samstöðuna sem ríkti á milli sveitarfélaga. Mögnuð tilfinning að upplifa sem kjörinn fulltrúi. Það var samvinna sem skilaði verðskulduðum árangri. Höfuðborgarsvæðið þarf að vinna betur saman Á höfuðborgarsvæðinu er ástæða til frekari samvinnu sveitarfélaganna því þannig er hægt að þjóna íbúum enn betur á svo marga vegu. Við höfum nú þegar byggðasamlögin, þar sem sveitarfélögin hafa sameinast um rekstur ákveðinnar grunnþjónustu líkt og almenningssamgangna og sorpmála. Rekstur byggðasamlaganna er vissulega flókin og er nú til endurskoðunar til að auka gagnsæi á milli ábyrgðar og ákvarðanatöku. En fleiri stór verkefni eru þegar komin af stað þar sem samvinnan stýrir ferð. Má þar nefna stafræna þróun sveitarfélaganna. Sú umbreyting mun hafa áhrif á alla þjónustu sveitarfélaga. Hún mun ekki síður hafa áhrif á vinnustundir þeirra sem veita þjónstuna innan stjórnsýslunnar og mun til framtíðar spara tíma og skapa svigrúm til að nýta fjármuni betur og bæta þjónustu við íbúa enn frekar. Við vitum að vægi grunnþjónustu er að aukast og mun gera það áfram. Þá skiptir máli að sveitarfélögin hafi þær bjargir sem þarf til að laga rekstur sinn að breyttri sviðsmynd sem kallar á aukið fagfólk til starfa við leik- og grunnskóla jafnt sem við félagsþjónustuna. Nú þegar hefur verið sett á laggirnar stafrænan starfshóp sem hefur það hlutverk að leiða sveitarfélögin saman og marka stefnu um sameiginlegan stafrænan grunn til að byggja umbreytinguna á. Stafrænar umbreytingar eru risaverkefni sem kosta töluverða fjármuni enda til þess fallið að styrkja alla innviði í breyttu umhverfi. Því er mikilvægt að sameinast um leiðir, deila kostnaði og samræma kerfi á milli sveitarfélaga. Ekki síst til að auðvelda íbúum aðgengi að allri þjónustu. Styrkjum samvinnu innan atvinnusvæðisins Borgarlínan er annað verkefni sem snertir öll sveitarfélögin og hefur verið komið þannig um kring að úr varð sameiginlegt verkefni þar sem hagsmunir allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu eru undir. Unnið er að skilvirkri tengingu á milli sveitarfélaga þannig að íbúar eigi þess kost að komast hratt og örugglega á milli staða en ekki síður til að vinna gegn loftslagsvánni. Höfuðborgarsvæðið er eitt atvinnusvæði. Það ekkert eðlilegra en að búa í einu sveitarfélagi og starfa í öðru. Því eigum við að stefna áfram veginn, leita í styrkleikana og styrkja samvinnu þvert á sveitarfélögin sem aldrei fyrr. Hér getum við tekið fleiri mikilvæg verkefni inn í markvissa stefnumótin eins og að kortleggja félagslega þjónustu þvert á sveitarfélögin hvar þarf að gefa í og hvar þarf að hugað að þolmörkum sem varða okkur öll. Búseta á að vera valmöguleiki, óháð sveitarfélagi og óháð stöðu íbúanna sjálfra. Þar skiptir öllu máli að sýnin og stefnan við skipulagningu hverfa taki mið að því. Framboð á húsnæði þarf að taka mið af fjölbreytileika samfélagsins og meðvitað þarf að styðja við slíka íbúaþróun. Þá skiptir máli að taka félagslega þætti inn með markvissum hætti, og kostnað þjónustunnar til að mæta barnafjölskyldum sem best óháð efnahag. Verðug verkefni og spennandi. Því þau eru framsækin og mikilvæg í þróun uppbyggingar höfuðborgarsvæðisins sem stækkar hratt og varðar öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Sara Dögg Svanhildardóttir Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun