Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. janúar 2021 11:58 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. Lyfjastofnun Íslands hefur nú borist 31 tilkynning um aukaverkun eftir bólusetningu með Covid-19 bóluefni Pfizer. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun teljast fimm þeirra alvarlegar og þar af eru tilkynningar um fjögur andlát. Alvarlegu tilkynningarnar fimm varða allar aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma og langvinn veikindi. Ekki liggja fyrir augljós tengsl milli þessara aukaverkana og bólusetningar vegna undirliggjandi sjúkdóma viðkomandi einstaklinga að sögn Lyfjastofnunar. Allar alvarlegar tilkynningar um aukaverkanir varða aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma.vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hvert andlát þurfi að skoða mjög vel með opnum huga. „Við erum að hefja þá vinnu og við þurfum að gera það í samvinnu við öldrunarlækna. Ég er líka búinn að senda fyrirspurn út til kollega mína á Norðurlöndunum, hvort að þar hafi sést eitthvað viðlíka. Þeir hafa ekki séð neitt slíkt þannig að við þurfum bara að skoða þetta betur,“ segir Þórólfur. Hann segist ekki vita til þess að sambærilegar tilkynningar hafi verið að berast í löndunum í kringum okkur. „Þegar maður skoðar hverjir hafa verið rannsakaðir í þessum bólusetningum, þá hafa eldri einstaklingar verið bólusettir en ekki einstaklingar með kannski mikið af undirliggjandi sjúkdómum og svo framvegis. Þannig kannski erum við að sjá eitthvað nýtt í þessu sem ekki hefur sést áður en þetta þarf bara að skoða.“ Tíu til tuttugu vikuleg andlát á hjúkrunarheimilum Hann bendir þó á að hér sé um að ræða viðkvæmasta fólk samfélagsins og er dánartíðni í hópnum há samkvæmt því. „Við þurfum náttúrulega að hafa það í huga að það deyja um tíu til tuttugu einstaklingar á hjúkrunarheimilum í hverri viku. Það er breytilegt en við þurfum að skoða þetta í ljósi þess og erum að fá tölur um hvort núna sé aukning á dauðsföllum í kjölfar þessarar bólusetningar.“ Þrjár vikur eiga að líða á milli fyrri og seinni bólusetningar af bóluefni Pfizer. Um vika er síðan fyrri skammtur var gefinn og Þórólfur segir mikilvægt að fá betri mynd af málinu áður en sá seinni verður gefinn. „Við þurfum að hafa mynd af því og þá ákvörðun í samræmi við það hvort við eigum að gefa öldruðum seinni skammtinn eða hvort við eigum að beita einhverri annarri nálgun. Ég held að við verðum að gera það,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Sjá meira
Lyfjastofnun Íslands hefur nú borist 31 tilkynning um aukaverkun eftir bólusetningu með Covid-19 bóluefni Pfizer. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun teljast fimm þeirra alvarlegar og þar af eru tilkynningar um fjögur andlát. Alvarlegu tilkynningarnar fimm varða allar aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma og langvinn veikindi. Ekki liggja fyrir augljós tengsl milli þessara aukaverkana og bólusetningar vegna undirliggjandi sjúkdóma viðkomandi einstaklinga að sögn Lyfjastofnunar. Allar alvarlegar tilkynningar um aukaverkanir varða aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma.vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hvert andlát þurfi að skoða mjög vel með opnum huga. „Við erum að hefja þá vinnu og við þurfum að gera það í samvinnu við öldrunarlækna. Ég er líka búinn að senda fyrirspurn út til kollega mína á Norðurlöndunum, hvort að þar hafi sést eitthvað viðlíka. Þeir hafa ekki séð neitt slíkt þannig að við þurfum bara að skoða þetta betur,“ segir Þórólfur. Hann segist ekki vita til þess að sambærilegar tilkynningar hafi verið að berast í löndunum í kringum okkur. „Þegar maður skoðar hverjir hafa verið rannsakaðir í þessum bólusetningum, þá hafa eldri einstaklingar verið bólusettir en ekki einstaklingar með kannski mikið af undirliggjandi sjúkdómum og svo framvegis. Þannig kannski erum við að sjá eitthvað nýtt í þessu sem ekki hefur sést áður en þetta þarf bara að skoða.“ Tíu til tuttugu vikuleg andlát á hjúkrunarheimilum Hann bendir þó á að hér sé um að ræða viðkvæmasta fólk samfélagsins og er dánartíðni í hópnum há samkvæmt því. „Við þurfum náttúrulega að hafa það í huga að það deyja um tíu til tuttugu einstaklingar á hjúkrunarheimilum í hverri viku. Það er breytilegt en við þurfum að skoða þetta í ljósi þess og erum að fá tölur um hvort núna sé aukning á dauðsföllum í kjölfar þessarar bólusetningar.“ Þrjár vikur eiga að líða á milli fyrri og seinni bólusetningar af bóluefni Pfizer. Um vika er síðan fyrri skammtur var gefinn og Þórólfur segir mikilvægt að fá betri mynd af málinu áður en sá seinni verður gefinn. „Við þurfum að hafa mynd af því og þá ákvörðun í samræmi við það hvort við eigum að gefa öldruðum seinni skammtinn eða hvort við eigum að beita einhverri annarri nálgun. Ég held að við verðum að gera það,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Sjá meira