„Líklega verða börn oftar send heim“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. janúar 2021 13:15 Formaður félags stjórnenda leikskóla er ekki sammála skóla og frístundasviði borgarinnar um að stytting vinnuvikunnar án viðbótarfjármagns muni ekki bitna á þjónustu. Fyrirséð sé að börnin verði oftar send fyrr heim. Vísir/Vilhelm Fyrirséð er að þjónusta í leikskólum muni skerðast við útfærslu styttingar vinnuvikunnar því viðbótarfjármagn fylgir ekki með framkvæmdinni. Líklega verða börn oftar send fyrr heim vegna svokallaðrar fáliðunarstefnu. Þetta segir formaður Félags stjórnenda leikskóla. 1. janúar tók gildi stytting vinnuvikunnar hjá leikskólum. Í skriflegu svari frá skóla-og frístundasviði borgarinnar segir að flestir leikskólar hafi þegar innleitt 36 stunda vinnuviku. Í nokkrum leikskólum hafi þó ekki verið hægt að innleiða styttinguna til fulls. Fjármagn fylgir ekki styttingunni en í svarinu kemur fram að þjónusta leikskólanna muni ekki skerðast. Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla, var spurður hvort stytting vinnuvikunnar á leikskólum án fjármagns þýddi ekki annað hvort þjónustuskerðing eða aukið vinnuálag. „Álaginu yrði mætt. Það eru til leiðir sem stjórnendur hafa og það er fáliðunarstefna, sem hún er oft kölluð. Þegar vantar starfsfólk og starfsemin er farin að ógna öryggi nemenda okkar þá er það leið að senda börn heim. Það hefur verið gert í gegnum tíðina þegar vantar starfsfólk og sú fáliðunaráætlun er ekkert að breytast og líklega verða börn oftar send heim.“ Þjónustuskerðing sé því fyrirsjáanleg afleiðing. „Nú er verið að stytta vinnuvikuna hjá öllum innan leikskólans og ef eru mikil veikindi eða vantar starfsfólk fyrir þá þarf að leysa málin með því að senda börnin heim.“ Sigurður Sigurjónsson er formaður félags stjórnenda leikskóla.Aðsend „Minn hópur er orðinn svolítið tættur og þreyttur“ Sigurður segir að það sé ósanngjarnt að öll vinnan við útfærslu þessa samningsatriðis dæmist að því er virðist eingöngu á leikskólana. Tveir séu aðilar að samningnum og beri ábyrgð á útfærslu þess sem um var samið. „Þetta er líka verkefni sveitarfélaganna. Ef þetta gengur ekki og ef koma upp hnökrar þá þurfa aðilar að finna leiðir til að leysa þá hnökra. Það er ekki hægt að leggja það á skólana eina að finna leiðir að því að leysa úr þessum hnútum. Sveitarfélögin verða að koma að því líka.“ Sigurður segir að þetta erfiða verkefni hafi jafnvel yfirskyggt viðbrögð leikskólanna við faraldrinum. Það hafi verið jafnvel verið einfaldara verkefni en þetta. „Minn hópur er orðinn svolítið tættur og þreyttur. Þegar koma stór verkefni ofan í allt saman þarf ansi mikla þolinmæði til að standa þetta allt af sér.“ Skóla - og menntamál Kjaramál Reykjavík Vinnumarkaður Börn og uppeldi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
1. janúar tók gildi stytting vinnuvikunnar hjá leikskólum. Í skriflegu svari frá skóla-og frístundasviði borgarinnar segir að flestir leikskólar hafi þegar innleitt 36 stunda vinnuviku. Í nokkrum leikskólum hafi þó ekki verið hægt að innleiða styttinguna til fulls. Fjármagn fylgir ekki styttingunni en í svarinu kemur fram að þjónusta leikskólanna muni ekki skerðast. Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla, var spurður hvort stytting vinnuvikunnar á leikskólum án fjármagns þýddi ekki annað hvort þjónustuskerðing eða aukið vinnuálag. „Álaginu yrði mætt. Það eru til leiðir sem stjórnendur hafa og það er fáliðunarstefna, sem hún er oft kölluð. Þegar vantar starfsfólk og starfsemin er farin að ógna öryggi nemenda okkar þá er það leið að senda börn heim. Það hefur verið gert í gegnum tíðina þegar vantar starfsfólk og sú fáliðunaráætlun er ekkert að breytast og líklega verða börn oftar send heim.“ Þjónustuskerðing sé því fyrirsjáanleg afleiðing. „Nú er verið að stytta vinnuvikuna hjá öllum innan leikskólans og ef eru mikil veikindi eða vantar starfsfólk fyrir þá þarf að leysa málin með því að senda börnin heim.“ Sigurður Sigurjónsson er formaður félags stjórnenda leikskóla.Aðsend „Minn hópur er orðinn svolítið tættur og þreyttur“ Sigurður segir að það sé ósanngjarnt að öll vinnan við útfærslu þessa samningsatriðis dæmist að því er virðist eingöngu á leikskólana. Tveir séu aðilar að samningnum og beri ábyrgð á útfærslu þess sem um var samið. „Þetta er líka verkefni sveitarfélaganna. Ef þetta gengur ekki og ef koma upp hnökrar þá þurfa aðilar að finna leiðir til að leysa þá hnökra. Það er ekki hægt að leggja það á skólana eina að finna leiðir að því að leysa úr þessum hnútum. Sveitarfélögin verða að koma að því líka.“ Sigurður segir að þetta erfiða verkefni hafi jafnvel yfirskyggt viðbrögð leikskólanna við faraldrinum. Það hafi verið jafnvel verið einfaldara verkefni en þetta. „Minn hópur er orðinn svolítið tættur og þreyttur. Þegar koma stór verkefni ofan í allt saman þarf ansi mikla þolinmæði til að standa þetta allt af sér.“
Skóla - og menntamál Kjaramál Reykjavík Vinnumarkaður Börn og uppeldi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira