Eyþóra tilbúin að fórna ÓL vegna framgöngu fimleikasambandsins Sindri Sverrisson skrifar 8. janúar 2021 12:30 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hefur engan áhuga á að skipta um þjálfara rétt fyrir ÓL í Tókýó. Getty/ Mateusz Slodkowski Ólympíufarinn Eyþóra Þórsdóttir stendur í stappi við hollenska fimleikasambandið sem vill losa sig við þjálfarann Patrick Kiens. Hún er tilbúin að fórna Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar breyti sambandið ekki afstöðu sinni. Eyþóra er 22 ára gömul, á íslenska foreldra og talar ágæta íslensku, en hefur alltaf búið í Hollandi. Hún var í hollenska landsliðinu sem varð í 7. sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2016, þar sem hún varð svo sjálf í 9. sæti í fjölþrautarkeppninni sem Simone Biles vann með glæsibrag. Mikill titringur hefur verið í hollenskum fimleikum frá því síðasta sumar. Eftir ásakanir fyrrverandi landsliðskvenna um ofbeldi og aðra ólíðandi hegðun þjálfara á vegum hollenska fimleikasambandsins í gegnum árin, ákvað sambandið að hefja rannsókn. Fimm landsliðsþjálfarar, þar á meðal Kiens, voru beðnir um að stíga til hliðar á meðan á rannsókn stæði, þrátt fyrir mótmæli Eyþóru og annarra núverandi landsliðskvenna. Þær sögðust hafa samúð með þeim sem hefðu neikvæða reynslu af því að hafa æft fimleika en að sá veruleiki sem lýst hefði verið, þar sem líkamlegar og andlegar refsingar væru hluti af þjálfun, tilheyrði fortíðinni. Slíkt væri ekki eitthvað sem þær hefðu upplifað í sinni þjálfun. Ótækt að skipta um þjálfara hálfu ári fyrir leikana Kiens neitaði að stíga til hliðar. Fimleikasambandið ákvað svo að hefja landsliðsæfingar að nýju en að óháður aðili myndi fylgjast með æfingum, sem fram færu í Nijmegen. Eyþóra og Kiens tóku í fyrstu þátt en ákváðu svo að færa sig heim til Hoofddorp. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir var í hópi bestu fimleikakvenna heims á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.Getty/Lars Baron „Ég get ekki gefið liðinu mínu allt ef að mér líður ekki vel. Ég vildi aldrei búa hjá fósturfjölskyldu. Ég vil halda áfram með Patrick, annars ekki. Ég fórna svo miklum tíma í þetta. Við Patrick erum lið. Að einhver skipti um þjálfara sex mánuðum fyrir Ólympíuleikana… það virkar ekki þannig,“ segir Eyþóra við hollenska ríkismiðilinn NOS. Vonlítil varðandi viðræður við sambandið En það er einmitt það sem hollenska fimleikasambandið vill; að Kiens hætti. Kiens segir að rökin sem hann hafi fengið fyrir því séu að landsliðskonurnar njóti ekki jafnræðis hjá honum, hann sé ekki liðsmaður og sé erfiður í samskiptum. Kiens þvertekur fyrir þetta: „Ég hef alltaf hagað mínu starfi þannig að árangur hollenska landsliðsins sé í forgangi, þau tíu ár sem ég hef þjálfað það,“ segir Kiens. Eyþóra segist reiðubúinn að ræða áfram við hollenska fimleikasambandið. Í næstu viku ætti hún að mæta í nokkurra daga æfingabúðir. „Ef að mér finnst eitthvað óréttlátt þá berst ég gegn því. Ég geri mér grein fyrir því að það getur haft afleiðingar. Tókýó er áfram markmiðið mitt, skref fyrir skref. En ef ég á að vera hreinskilin þá efast ég um að nokkuð komi út úr viðræðum við sambandið,“ segir Eyþóra og bætir við að hún viti fullvel að hún gæti verið að fórna ferlinum með ákvörðun sinni. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Eyþóra er 22 ára gömul, á íslenska foreldra og talar ágæta íslensku, en hefur alltaf búið í Hollandi. Hún var í hollenska landsliðinu sem varð í 7. sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2016, þar sem hún varð svo sjálf í 9. sæti í fjölþrautarkeppninni sem Simone Biles vann með glæsibrag. Mikill titringur hefur verið í hollenskum fimleikum frá því síðasta sumar. Eftir ásakanir fyrrverandi landsliðskvenna um ofbeldi og aðra ólíðandi hegðun þjálfara á vegum hollenska fimleikasambandsins í gegnum árin, ákvað sambandið að hefja rannsókn. Fimm landsliðsþjálfarar, þar á meðal Kiens, voru beðnir um að stíga til hliðar á meðan á rannsókn stæði, þrátt fyrir mótmæli Eyþóru og annarra núverandi landsliðskvenna. Þær sögðust hafa samúð með þeim sem hefðu neikvæða reynslu af því að hafa æft fimleika en að sá veruleiki sem lýst hefði verið, þar sem líkamlegar og andlegar refsingar væru hluti af þjálfun, tilheyrði fortíðinni. Slíkt væri ekki eitthvað sem þær hefðu upplifað í sinni þjálfun. Ótækt að skipta um þjálfara hálfu ári fyrir leikana Kiens neitaði að stíga til hliðar. Fimleikasambandið ákvað svo að hefja landsliðsæfingar að nýju en að óháður aðili myndi fylgjast með æfingum, sem fram færu í Nijmegen. Eyþóra og Kiens tóku í fyrstu þátt en ákváðu svo að færa sig heim til Hoofddorp. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir var í hópi bestu fimleikakvenna heims á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.Getty/Lars Baron „Ég get ekki gefið liðinu mínu allt ef að mér líður ekki vel. Ég vildi aldrei búa hjá fósturfjölskyldu. Ég vil halda áfram með Patrick, annars ekki. Ég fórna svo miklum tíma í þetta. Við Patrick erum lið. Að einhver skipti um þjálfara sex mánuðum fyrir Ólympíuleikana… það virkar ekki þannig,“ segir Eyþóra við hollenska ríkismiðilinn NOS. Vonlítil varðandi viðræður við sambandið En það er einmitt það sem hollenska fimleikasambandið vill; að Kiens hætti. Kiens segir að rökin sem hann hafi fengið fyrir því séu að landsliðskonurnar njóti ekki jafnræðis hjá honum, hann sé ekki liðsmaður og sé erfiður í samskiptum. Kiens þvertekur fyrir þetta: „Ég hef alltaf hagað mínu starfi þannig að árangur hollenska landsliðsins sé í forgangi, þau tíu ár sem ég hef þjálfað það,“ segir Kiens. Eyþóra segist reiðubúinn að ræða áfram við hollenska fimleikasambandið. Í næstu viku ætti hún að mæta í nokkurra daga æfingabúðir. „Ef að mér finnst eitthvað óréttlátt þá berst ég gegn því. Ég geri mér grein fyrir því að það getur haft afleiðingar. Tókýó er áfram markmiðið mitt, skref fyrir skref. En ef ég á að vera hreinskilin þá efast ég um að nokkuð komi út úr viðræðum við sambandið,“ segir Eyþóra og bætir við að hún viti fullvel að hún gæti verið að fórna ferlinum með ákvörðun sinni.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira