Hafa náð tökum á eldinum en íbúar áfram hvattir til að loka gluggum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. janúar 2021 12:28 Þrátt fyrir að ljósmyndir frá vettvangi hafi litið fremur alvarlega út var um yfirborðseld á stóru svæði að ræða sem takmarkaðist við ruslahauginn. Vísir/Einar Árnason Íbúar í Mosfellsbæ eru enn hvattir til að loka gluggum vegna mengunar sem stafar frá ruslahaugi sem kvikna í árla morguns. Eldurinn náði á tímabili yfir heilmikil yfirborð ruslahaugs í Álfsnesi en slökkviliðsmaður á vettvangi segir að búið sé að ná tökum á eldinum. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um eldinn rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Eldur hafði þá kviknað í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi en ekki hlaust af honum tjón, hvorki á fólki né verðmætum. Vindáttin er þó fremur óhagstæð því reyk leggur enn yfir Esjumela og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ. Íbúar eru því hvattir til að hafa glugga lokaða vegna mengunar á meðan hiti er enn í haugnum og reykur stafar frá. Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri aðgerðasviðs hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er á vettvangi. „Það er búið að ná stjórn á eldinum og búið að urða þetta efni sem eldurinn var í þannig að jarðvegurinn er bara að kæfa eldinn. Þetta tekur bara sinn tíma. Það mun rjúka aðeins úr þessu fram eftir degi en búið er að koma í veg fyrir mestu mengunina.“ Þrátt fyrir að ljósmyndir frá vettvangi hafi litið fremur alvarlega út var um yfirborðseld á stóru svæði að ræða sem takmarkaðist við ruslahauginn. Í upphafi þurfti þó að moka hauginn frá húsi sem var í hættu. Meginþungi vinnunnar á vettvangi fólst í að reyna að kæfa eldinn með mold og sandi. Brynjar segir að smávæglegar glæður í urðunarstöðinni sé í raun daglegt brauð en í þessu tilfelli var óheppilegt að eldurinn hafi kviknað að nóttu til og þannig náð að breiðast út. „Mesti krafturinn var settur að reyna að hindra útbreiðslu og slökkva þetta og reyna að minnka mengun eins og hægt er og þess vegna voru fengin fjölmörg tæki í þetta. Við vorum með einhverjar fimm stórar vinnuvélar, jarðýtur og meira til.“ Ómögulegt sé að segja til um út frá hverju kviknaði. „Það er blandaður úrgangur í þessum haug og þegar verið er að jarða ýmis efni þá myndast hiti við rotnun og annað og það getur verið sjálfsíkveikja í ýmsum efnum. Hluti af haugnum var dekkjakurl og alls konar úrgangur.“ Slökkvilið Mosfellsbær Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar loki gluggum vegna elds í dekkjakurli í Álfsnesi Íbúar á Esjumelum og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ hafa verið hvattir til að loka gluggum vegna elds í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Reykur leggur í átt að byggðinni. 8. janúar 2021 09:01 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi en aðeins tveir greindust smitaðir innanlands í gær. 8. janúar 2021 11:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um eldinn rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Eldur hafði þá kviknað í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi en ekki hlaust af honum tjón, hvorki á fólki né verðmætum. Vindáttin er þó fremur óhagstæð því reyk leggur enn yfir Esjumela og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ. Íbúar eru því hvattir til að hafa glugga lokaða vegna mengunar á meðan hiti er enn í haugnum og reykur stafar frá. Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri aðgerðasviðs hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er á vettvangi. „Það er búið að ná stjórn á eldinum og búið að urða þetta efni sem eldurinn var í þannig að jarðvegurinn er bara að kæfa eldinn. Þetta tekur bara sinn tíma. Það mun rjúka aðeins úr þessu fram eftir degi en búið er að koma í veg fyrir mestu mengunina.“ Þrátt fyrir að ljósmyndir frá vettvangi hafi litið fremur alvarlega út var um yfirborðseld á stóru svæði að ræða sem takmarkaðist við ruslahauginn. Í upphafi þurfti þó að moka hauginn frá húsi sem var í hættu. Meginþungi vinnunnar á vettvangi fólst í að reyna að kæfa eldinn með mold og sandi. Brynjar segir að smávæglegar glæður í urðunarstöðinni sé í raun daglegt brauð en í þessu tilfelli var óheppilegt að eldurinn hafi kviknað að nóttu til og þannig náð að breiðast út. „Mesti krafturinn var settur að reyna að hindra útbreiðslu og slökkva þetta og reyna að minnka mengun eins og hægt er og þess vegna voru fengin fjölmörg tæki í þetta. Við vorum með einhverjar fimm stórar vinnuvélar, jarðýtur og meira til.“ Ómögulegt sé að segja til um út frá hverju kviknaði. „Það er blandaður úrgangur í þessum haug og þegar verið er að jarða ýmis efni þá myndast hiti við rotnun og annað og það getur verið sjálfsíkveikja í ýmsum efnum. Hluti af haugnum var dekkjakurl og alls konar úrgangur.“
Slökkvilið Mosfellsbær Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar loki gluggum vegna elds í dekkjakurli í Álfsnesi Íbúar á Esjumelum og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ hafa verið hvattir til að loka gluggum vegna elds í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Reykur leggur í átt að byggðinni. 8. janúar 2021 09:01 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi en aðeins tveir greindust smitaðir innanlands í gær. 8. janúar 2021 11:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Íbúar loki gluggum vegna elds í dekkjakurli í Álfsnesi Íbúar á Esjumelum og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ hafa verið hvattir til að loka gluggum vegna elds í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Reykur leggur í átt að byggðinni. 8. janúar 2021 09:01
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi en aðeins tveir greindust smitaðir innanlands í gær. 8. janúar 2021 11:30